Friday, June 30, 2006

Færeyskir dagar

Á færeyskum dögum í Ólafsvík verður haldið heljarinnar veisla, m.a er veglegt bekkpressumót sem haldið verður til minningar um Héðinn Magnússon, en hann fórst langt fyrir aldur fram í sjóslysi. Héðinn var sonur Magnúsar Óskarssonar kraftamanns, sem keppti m.a í lyftingum og vaxtarrækt og í Stuðmannamynd. Miklir kraftamenn eru í þessari ætt, en Héðinsmótið hefur nú verið haldið í nokkur ár með með miklum glæsibrag. Þar ætla(ði) ég að mæta á morgun og taka c.a 200 kg í bekkpressu í fyrsta skipti. Einungis fjölskylduaðstæður hefðu stoppað mig af. En læknarnir vilja endilega setja allt í gang núna um helgina, strax í dag. Mér var því ráðlagt af Sibbu lækni að vera ekki að þvælast út á land á morgun, ef ég ætti ekki að missa af öllum herlegheitunum. Helvítis læknarnir ætla að trufla bætingarnar eða hvað?
http://padregio.blogspot.com/benchpress.gif

2 Comments:

Anonymous Anonymous said...

þú átt bara að fara og bæta þig master
þetta er nýmóðins vitleysa að pabbarnir eigi að vera viðstaddir.....nei feður okkar fóru og drukku sig stjarfa og dufluðu í gömlum sénsum meðan erfingjarnir komu í heiminn....þeir kunnu þetta þessir gömlu.

8:24 AM  
Anonymous Anonymous said...

Þetta er rétt, ekkert upp úr því að hafa að vera viðstaddur svona atburð nema slæmar taugar..sjáðu t.d. Jónas spari, hann var víst alveg að flippa út á því í miðri fæðingu..viku á eftir var ég enn að róa hann niður..
Kveðja Magister

11:30 AM  

Post a Comment

<< Home