Friday, June 16, 2006

Til hamingju Argentína

Ég horfði á hádegisleikinn heima með þeim miklu fótboltaspekingum Magnúsi Colý og Haldóri Faaborgmeistara. Þvílíkur leikur hjá Argentínu og frábært að vinna svona stórt, en það telur ekkert þegar liðið er komið lengra í keppninni. Sagan sýnir að þau lið sem rúlla upp undanriðlunum fá oftar en ekki á baukinn í úrslitunum. Einnig er það staðreynd að suður-ameríkuliðunum hefur ekki gengið vel í Evrópu. Spánverjar og Argentínumenn eru með ein skemmtilegustu liðin í mótinu, en Brassar virðast þreyttir. Spá mín um að Ítalía vinnu stendur enn, því ekki fer maður að draga spánna til baka, en vonandi kemst Argentína sem lengst. Áfram Argentína!

2 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Hvar voruð þið að horfa á leikinn?
Argentína verður örugglega í topp 8..jafnvel í topp 4..
Kveðja...Magister

1:18 PM  
Blogger Gunz said...

Þeir voru að sötra bjór og kíktu á nýja HM hornið. Fóru svo á næsta bar...

1:51 PM  

Post a Comment

<< Home