Friday, May 26, 2006

Vesturgötuvillan

Hvað á maður eiginlega að kjósa í dag? Yfirleitt hef ég verið viss í minni sök. Hef eins og meirihluti landsmanna verið að velta fyrir mér hvaða vinstri flokk ég á að kjósa. Er auðvitað jafnaðarmaður, en enginn stjórnmálaflokkur getur eignað sér hugtakið. Er meirað að segja að hugsa um að brjóta öll lögmál (sem er auðvitað leyfilegt í bæjar og sveitarstjórnarkosningum) og kjósa félaga minn Björn Inga, þrátt fyrir Íraksstríð, gjafakvóta, stóriðjustefnu og "farsæla" stjórnarsetu á landsvísu. Það skiptir mig engu máli núna, þegar ég hugsa um hag borgarinnar. Ég treysti Birni best og vona að hann komist inn. Svo er hann líka fjölskylduvinur, sérstaklega fyrir kosningar. Ég er hins vegar mikill stuðningsmaður Stefáns Hafsteins og var mjög svektur þegar hann tapaði fyrir Degi Bergþórusyni. Tími Dags Bergþórusonar mun eflaust koma seinna. Það er nefnilega alltaf þörf fyrir góða lækna. Björn Ingi er hins vegar sannur Vesturbæingur og heldur með KR. Hans lið í enska boltanum er Tottenham. Hann mun örugglega sækja stuðning sinn í Vesturbæinn, þar sem hann á vonandi bakland. Sumir vilja alltaf búa í Vesturbænum, en það er ekkert skilyrði að halda með KR, en áður fyrr jaðraði það við guðlast að gera það ekki. Þessa dagana er hins vegar unga fólkið í Vesturbænum að hugsa um eithvað annað en kosningar og fótbolta, því núna eru "krakkarnir" að búa til bensínsprengjur og stríðsástand er að skapast á Vesturgötu, þar sem margir virðulegir borgarar hafa kosið að eiga heimili. Það er reyndar ekkert nýtt að brjálæðingar sækja í Vesturbæinn. Þegar faðir minn var ungur sprengdu einhverjir félagar hans upp hina frægu hafmeyju, en málið komst aldrei upp. Faðir minn veit hins vegar hver gerði það.

4 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Ja hérna.. hvað swing er þetta í hugsun sagnfræðingsins? Framsókanartafs og fjölskyldumál.. á landsvísu.. Annaðhvort kjósa menn Samfylkingu eða ekki. Það er ekki hægt að dásama marga flokka í sömu ræðunni!
Og það kemur ekkert fótbolta við góði minn!
Annars getur skapast stríðsástand í stjórnmálum líkt og er að skapast á Vesturgötunni.. Þannig geta stjórnmálin verið álíka og framkvæmdir hjá krimmum sem fara hamförum um Vesturgötuna og e.t.v. aðrar götur borgarinnar..
Hvar er löggæslan, ég bara spyr?

6:27 PM  
Anonymous Anonymous said...

þetta er ekta Ragnars Reykás grein hjá þér Master sæll...veður úr öðrum flokknum í annan en svona er þetta víst bara!
Ég botnaði ekkert í fyrirsögninni hjá þér þegar ég fór að lesa þessi "stjórnmálaskrif"
Maður vonar að við Ungfrú Meiriháttar verðum "safe" á Vesturgötunni en ég á eins og þú ýmsar gamlar minningar frá þessari götu sem ég mun rita um síðar á öðrum vettvangi..
Sorglegt hvernig fór með borgina en við hefnum í héraði...þ.a.s. í næstu Alþingiskosningum. Stjórnin "must drop dead"
Kveðja.
Sir Magister Cat

6:48 PM  
Blogger Gunz said...

Mér hefur aldrei liðið eins illi í kjörklefanum og í gær, nema fyrir um 15. árum síðan þegar ég skilaði auðu, þs kaus Kristilega flokinn, þeir voru svo harðir gegn fóstureyðingum, sem ég hef alltaf verið á móti. Á þeim tíma hafði ég ekki nokkurn áhuga á því vinstra liði sem var í framboði. Hins vegar var nágranni minn í framboði fyrir kristilega, þs í 12 -15 sæti, en ég passaði mig á því að strika hann af listanum, af því ég vildi ekki fá hann inn á þing, hans vegna. Þetta er eithvað það ljótasta sem ég hef gert í kjörklefanum og ég sé mikið eftir þessu "gríni". kveðja Ragnar Reykás

6:58 AM  
Anonymous Anonymous said...

Maður á vitanlega að strika út óvini sína og aðra sem maður telur óhæfa ef þeir eru að þvælast fyrir í sama flokki og maður ætlar að kjósa svo Reykás minn þú gerðir bara það sem þú varðst að gera..(Man have to do what he have to do,John Wayne)
kVEÐJA
Magister

8:53 AM  

Post a Comment

<< Home