Páll
Talandi um Hrókinn þá langar mig að minnast fallins félaga sem borinn var til grafar í dag. Páll Gunnarsson var drengur góður, sem ég kynntist í gegnum skákina, Eflingu, Grandið og síðan vorum við að vinna hjá Samskip á svipuðum tíma. Páll byrjaði seint að tefla, en hann bjó yfir miklum hæfileikum og gat teflt snilldarskákir. Sú minnistæðasta var á Hróksmótinu fyrir nokkru, þar sem hann náði jafntefli við rússneskan ofurstórmeistara eftir að hafa verið með unna stöðu. Páll var einn af þeim sem kenndi mér á ICC netskákklúbbinn á sínum tíma og tefldum við oft saman fyrsta árið mitt þar. Hann var mikill félagi þeirra bræðra Ellerts og Birgirs Berndsen. Páll var samt mikill einfari og einsemd skákarinnar fylgir honum í æðri tilveru.
0 Comments:
Post a Comment
<< Home