Tuesday, June 13, 2006

Ég er geðveikur

Mitt í öllu HM fárinu er ég núna andvaka og ætla að pína mig til að klára að horfa á þriðja NBA leikinn sem stendur til c.a þrjú í nótt. Jafnvel þó að ég eigi að mæta á morgunvakt á mest kefjandi deild sem ég hef unnið á. Nýt þess svo hrikalega að horfa á sportið í nýja breiðdjaldstækinu að maður er farinn að horfa á NBA í miðri fótboltaveislu. Þvílíkt rugl. Vona að Miami hafi það, því ég er mikill aðdáandi Miami borgar, sem sem fleirri tala spænsku en ensku. Hver man ekki eftir Miami Vice, sem sýndir voru hérna fyrir fjölmörgum árum. Langflottustu lögguþættir sem ég hef séð. Annars er þetta sumar öðruvísi en önnur, því maður kemst varla úr bænum af skiljanlegum ástæðum. Engar útilegur, ekkert golf, engar fjallgöngur, engar gleðimolaferðir til Spánar eða Thai Engar ferðir í sumarhúsið á Hornströndum eða í Húsafelli. Bara vinna, fótbolti og át meðan maður bíður þess að frúin verði léttari. Svo hefur maður bara æft þokkalega vel síðan maður hætti að "æfa" í næturklúbbnum. Núna er einhver gamall fílingur að taka sig upp, enda ekkert annað að gera. Minnir mig á eina stúlku sem var að segja frá kærasta sínum sem þurfti að gista á Litla Hrauni um hríð. Hann getur ekkert gert annað en að borða og æfa. Mér líður þannig núna "fastur" í Reykjavík, því ég geri ekkert annað í júní, en að horfa tuðruspark og éta, já og stundum að æfa í besta gymminu í dag, Gym 80.

4 Comments:

Anonymous Anonymous said...

sorglegt....gym80 besta gymið
sendu bara nokkra strippara á steve
og þá máttu fara að æfa í UNDERGROUNDINU aftur....ég lofa því
DEADZONE

3:40 AM  
Blogger Gunz said...

miskilningur, hef ekki áhuga á að koma þangað aftur, aldrei!
Fínt að vera í Hátúni, Gym80, Ármanni og hjá Gogga

4:02 AM  
Anonymous Anonymous said...

þú verður nú alger Júdas ef þú ferð til Gogga grúts

10:10 AM  
Blogger Gunz said...

Judasarnir eru í Undergroundinu við Hlemm

3:29 PM  

Post a Comment

<< Home