Thursday, June 08, 2006

Framsókn að klofna

Helvíti var þetta nú lélegt hjá spunameisturum framsóknar að klúðra svona fyrir Halldóri. Valgerður Sverrisdóttir "uppáhaldið" mitt var líka með vel hugsuð comment, sem gerðu bara illt verra. Guðni Ágústsson er í mínum huga framsóknarmaðurinn holdi klæddur, þs. fulltrúi hins gamla bændaflokks, hins gamla tíma. Hins vegar er einhver "borgarelíta" að reyna að ýta honum út. Það gengi aldrei. Framsókn er í grunninn alltaf gamli góði bændaflokkurinn, sem sækir sitt fylgi í dreifbýlið. Ég sem sagði alltaf að Framsókn væri hluti af þessu 4-5 flokka kerfi sem myndi standa að eilífu. En það verður ekki úr þessu. Af hverju geta þessir bjálfar ekki komið saman sem eitt lið, eins og íhaldið gerir alltaf. Helst hefði ég viljað fá "Denna" aftur, því ég var alltaf mikill aðdáandi Steingríms Hermannssonar eins og öll þjóðin var á sínum tíma (hann er vinsæll og veit af því), en núna gerir hann sig sekann um að hafna sínum eigin bróður. Það þarf bara að horfa á myndina af Lúðvíki Gizurasyni og pabbanum, til að sannfærast um skyldleikann og ef fjölskylda Denna er svona viss um að maðkur sé í mysunni, þá ætti hún að leyfa DNA próf. Þetta er auðvitað sorglegt mál og það er sennilega bara mannlegt að bregðast svona við, þegar miklir peningar eru í húfi. Maður spyr bara eins og Kain forðum: "Á ég að gæta bróður míns?" Eða var það Abel?

1 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Það er viðbúið að innra starf flokksins fari úr skorðum þegar hver höndin er uppá móti annarri og skyldi engan undra.
Framsóknarflokkurinn fór langt fram úr sér og hefur að virðist algerlega gleymt uppruna sínum og fyrir hverju hann stendur. Það kemur að skuldadögum þó misfljótt sé.. Burt séð frá að nútímavæða flokkinn þá er það nú önnur ella og hægt að útfæra öðruvísi. Það hefur sem sagt sýnt sig að gömlu og góðu gildin sem öfluðu þó atkvæða er það sem heldur lífi í pólitískum flokki, að fara ekki of langt frá uppruna sínum, grasrótin sjálf. Valdagræðgi, peningahyggju menn og verðbréfafíklar eru að murka lífið úr Framsókn. Punktur og basta. Lokauppgjör og/eða útför fer svo fram í alþyngiskosningum athugið það! Áfram Guðni!

3:33 AM  

Post a Comment

<< Home