Friday, June 23, 2006

Vikan

Vikan var alveg ótrúlega strembin, enda á fjórum morgunvöktum. Maður var ótrúlega uppgefinn í dag, en ákvað áð taka bekkpressuæfingu. Það ótrúlega gerðist að karlinn ákvað að prófa styrkinn og viti menn þá var 160 kg sett á stöngina. Hefði eflaust getað repsað þá þyngd, en rétt áður var ég svo heppinn að einn gamall kraftlyftingamaður var svo góður að bjóðast til að lána mér slopp Fury númer 50, en hann er nú reyndar fyrir 125 kg mola. Fékk síðan hjálp hjá Binnster eiganda gym 80 og Borgarneströllinu við að komast í bolinn. Lyfturnar voru hálf asnalegar, en ég endaði í 190 kg sem ég tók reyndar tvisvar, en í fyrra skiptið komst ég ekki niður með þyngdina. Tæknilega var hún auðvitað frekar ömurleg, hélt víst of þröngt, fór of hratt niður stoppaði ekki, en á hinn bógin var þetta samt al-time bæting. Æfingabekkur tekur engin alvarlega, en samt gaman að "bæta" sig. Hef kannski lyft meiru á kjötinu einhverntíman, en þetta gefur samt ákveðinn anda. Svo hefur maður aldrei nennt að æfa í júní. Hlýt að taka stefnuna á kjötmótið í haust. Kjötmótið í bekkpressu til minningar um Ólaf Sigurgeirsson. Mótið verður haldið í september og ef fjölskylduaðstæður leyfa mun ég keppa á Héðinsmótinu næstu helgi.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home