Sunday, June 25, 2006

Rusl

Ég var að horfa á þátt um David Beckham þar sem hann lýsti áráttuþráhyggjuhegðan sinni. Man nú reyndar ekki hvað þessi kerling gerði, en snérist það ekki um uppröðun í ísskáp, eða boxernærbuxur? Síðana var ég að lesa grein nýlega um Báru í bleiku, sem aldrei þjáðist af verkkvíða heldur dreif hlutina áfram eins og harðduglegt fólk gerir alla jafna. Það er málið. Ég er með þessa áráttuþráhyggju sem lýsir sér í því að ekki má henda neinu, sem síðan blandast við verkkvíða heimavið. Það hefur orðið til þess að maður hefur safnað í kringum sig rusli og aldrei mátti henda neinu. Núna er tími til að bretta upp ermarnar og byrja að henda rusli. Byrjaði á gamla sjónvarpinu.

1 Comments:

Anonymous Anonymous said...

lífið er ruslakista sem búið er að henda okkur í..(Magister)

9:14 AM  

Post a Comment

<< Home