Tuesday, July 04, 2006

Fóbolti

"Litli Fóbolti" kom of snemma í heiminn, en það var auðvitað ekkert við því að gera. Sama dag var haldið alveg magnað bekkbressumót á Ólafsvík, en nokkrir keppendur voru langt frá sínu besta. En aðrir voru alveg ótrúlegir, eins og Ringo og Hlölli. Hlölli hafði varla æft neitt í nokkrar vikur, en reyndi samt við metið í 100 kg ásamt Ringo og Binnster. Litli fótbolti kemur líka þegar HM í knattspyrnu er við það að ljúka. Einungis fjögur lið eru eftir, en ég er búinn að missa áhugann á þessari keppni. Frakkland, Þýskaland og Portugal eru búinn að grísa sig í gegnum keppnina. Ítalía vinnur þetta, því þeir eiga þetta skilið eftir hremmingar heima fyrir.

3 Comments:

Anonymous Anonymous said...

"Eftir hremmingar heima fyrir!" ja, hérna Master Ítalir eiga ekkert skilið eftir að hafa mafíast..en fyrir utan það þá er lið þeirra fjandi gott! Mér er alveg sama hver vinnur en ég var búinn að spá þýskum sigri..kemur svoldið í ljós í kvöld..en ég vil portúgala út ú keppninni..andlegir aumingjar á allan hátt..
Kveðja
Magister

1:58 AM  
Anonymous Anonymous said...

Vonandi er litli Masterinn og móðirin ágætlega hress þrátt fyrir að vera aðeins fyrr á ferð en áætlað var. Munaði ekki bara nokkrum dögum? - Annars þá hafa Ítalir spilað vel í keppninni og mega eiga það sem þeir eiga skilið ! Mafíu-sukk heima fyrir er svo annað mál og er verið að taka e-ð á því,loksins.. Leitt að Þjóðverjar töpuðu nú áðan gegn Ítölum o-2, en annað liðið hlaut það hlutskipti að tapa og spila um 3ja sætið.. :-( A.

3:12 PM  
Blogger Gunz said...

Maður var eiginlega búinn að fyrirgefa Portúgölum leikinn gegn Englandi og vildi sjá þá flengja Frakkana. Ef eitthvað lið var sem ég þoldi ekki, þá voru það Frakkarnir. ALveg eins og gamla daga þegar ég þoldi ekki Argentínu, eftir HM 1986 og 90. En 1994 (þegar Maradona fór í kókið) fór ég að halda með þeim, en ekki Brössum og hef haldið með Argentínu æ síðar. Þannig að það er ekki útilokað að maður "falli" fyrir Frökkum eftir nokkra áratugi.

2:46 AM  

Post a Comment

<< Home