Framsókn
Maður er búinn að vera hálf "þunglyndur" eftir að Guðni Ágústsson ákvað að fara ekki í formanninn heldur að halda sig áfram í varskeifusætinu. Hrikalegt áfall því þótt ég sé ekki Framskóknarmaður, þá er Guðni maður fólksins og ég hefði allveg hugsað mér að kjósa þennan mann, sem er í raun holdgerfingur hinnar gömlu framsóknarmennsku. Furðulegt hjá Halldóri að koma því þannig fyrir að varaformaðurinn taki ekki við af formanninum, heldur var farið í Seðlabankann til að leita að arftakanum. Verð að viðurkenna að þegar ég heyrði fréttina um ráðherravalið um daginn að þá þekkti ég ekki þennan Jón Sigurðsson, heldur hélt ég að "kratinn" Jón Sigurðsson frá norræna bankanum hefði verið hent aftur inn í pólitík, en nú fyrir Bændaflokinn. Sá Jón Sigurðsson kom líka beint úr atvinnulífinu, en bauð af sér mun betri þokka, en þessi skólameistari og besservisser. Það er ekki hægt að fara svona með varaformanninn og hin aðlmenna framsóknarmann að ná í einhvern karl uppí Seðlabanka. Og enginn þorir að setja sig á móti þessari leikfléttu hjá Halldóri Ásgríms. Ég vona að Sif kynbomba skynji sinn vitjunartíma og fari fram gegn flokkseigendaklíkunni.
4 Comments:
"Framsóknarmaðurinn" flytur til Laosar, ef íslenskt þjóðfélag heldur áfram á þessari braut!
"ég hefði alveg hugsað mér að kjósa þennan mann," (tilvitnun lýkur)
----------
Master, þú ert alveg ótrúlegur!
Kveðja
Sir Cat
Er alltaf að ruglast á framsöguhættinum. Þótt ég hefði osf. Það er svo með þennan blessaða Framsóknarflokk.
Ég meinti reyndar að ég væri ekki nógu góður í að nota viðtengingaháttinn. Annars er ég að reyna að skanna inn gamlar myndir. þessi var tekin á landamærum Laosar og Thailands fyrir tæplega þremur árum.
Post a Comment
<< Home