Wednesday, July 19, 2006

Myndin í tækinu

Ég rakst á eina góða mynd á bókasafninu fyrir tveim dögum. Myndin heitir Myrkrahöfðinginn eftir hinn magnaða Hrafn Gunnlaugsson. Myndin er byggð á píslasögu Jóns Magnússonar frá 17. öld. Allveg mögnuð svört mynd um þann viðbjóð sem heittrúarstefnan skapaði á Íslandi. Menn (og konur) voru brendir á báli fyrir litlar sem engar sakir því fulltrúar guðs í landinu töldu sig vera að berjast gegn djöflinum, sem þeir töldu sig sjá í hverju horni. Séra Jón var bara venjulegur strákur sem afvegaleiddist í sinni "trú". Einhvernvegin er mér hugsað til morðanna fyrir botni miðjarðarhafs þegar ég sé þessa sögu frá 17. öld. Ennþann dag í dag er verið að slátra saklausu fólki, bara vegna þess að það hentar málstaðnum. Ísraelsvinir spretta nú væntanlega upp og verja blóðbaðið í Líbanon. Eða eins og Strindberg orðaði þetta svo glæsilega í Fröken Júlíu. Englarnir eru fljótir að breytast í djöfla og djöflarnir breytast í engla. Þannig var þetta í Myrkrahöfðingjanum, því eina "góða" manneskjan í sögunni er unga daman sem er brígsluð um galdra.

1 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Aldrei vitað til þess að Hrafnaskíturinn hafi gert almennilega mynd frá því Hrafninn flýgur...
Þessi myrkramynd er auðvitað bara dæmigert íslenskt þunglyndisdrama..
Kveðja
Magister

1:48 PM  

Post a Comment

<< Home