Sunday, July 30, 2006

Skatturinn

Forustumenn Sambands ungra sjálfstæðismanna munu sitja inn á skrifstofu Skattstjórans í vikunni og ætla að koma í veg fyrir aðgengi almennings að skattaskrám. En hafa þeir ekkert betra að gera en þetta. Ég meina er þetta svo mikið hjartans mál að koma í veg fyrir þennan sjálfsögða rétt okkar að hnísast um náungann. Þessi ungmenni eru að sjálfsögðu varðhundar fjármagnseigenda. Ég ætla nú samt að koma við þarna eftir helgi og sjá þessar "merku" aðgerðir. Núna get ég ekki lengur njósnað um ættingja mína, eins og einn frænda minn sem býr í 150 milljón króna húsi, eða um pabba eða bróðir hans, já og bræður mömmu. Kannski ég hnísist aðeins í tölurnar hans Sveins kennara eða Kidda Hercules. Eða hvað með gaurinn sem hefur ekki unnið heiðarlega vinnu í 25 ár, en á samt sumarhús á Spáni, sem hann heimsækir nokkrum sinnum á ári með fullt veskið af seðlum. Hvað borgar hann til samfélagsins? Nei, þessar íhaldstruntur ætla að skemma fyrir mér ánægjuni. Nei, aðgengi almennings að álagningaskrám eru auðvitað hugsaðar til þess að almenningur geti látið yfirvöld vita ef eithvað óvenjulegt er á seiði hjá manninum í næsta húsi. Væri ekki frekar nær fyrir þetta unga fólk að mótmæla slátrun Ísraela á saklausu fólki í skjóli Bush. Eða hörmungarnar á Kárahnjúkum, þar sem sökkva á landinu fyrir erlenda auðhringi eða hafa einhverjar hugsjónir til að berjast fyrir. Þetta er nú meiri hugsjónamennirnir. Best að kíkja niðrí skatt á morgun og gera sér upp erindi, td að klára að borga fasteignagjöldin og reyna svo að rífa af þessu liði skattaskrána.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home