Tuesday, August 15, 2006

Ísland-Spánn

Það eru heil sjö ár síðan eða í ágúst 1999 sem ég fór í fyrsta skipti (og vonandi ekki það síðasta) á leik á Camp Nou í Barcelona, en þetta var leikur í Super Cup eða meistari meistarana á Spáni. Barcelona vann Valencia 3-2 að mig minnir, en í lokinn fékk Valencia afhent bikarinn því þeir unnu fyrri leikinn og samanlagt. Ég man að ég fór með hollenskum skólafélaga mínum á leikinn því Faaborg hafði takmarkaðan áhuga á þessum smáleik. Við keyptum frekar ódýran miða og lentum því frekar ofarlega í stúkunni, en samt voru þetta ekki ódýrustu miðarnir, því fyrir ofan okkur voru svo brjálaðir stuðningsmenn Valencia. Ég mæli hins vegar með að menn borgi aðeins meira fyrir miðana eða kaupi jafnvel dýrustu miðana, ca 10.000-15.000 (fer eftir stærð leiksins) því flestir koma bara einu sinni á ævinni á þennan völl. Ég man að ég var að segja þessum hollenska félaga mínum frá knattspyrnunni á Íslandi, þegar Kluvert skoraði glæsilegt mark. Að gömlum vana fannst mér eins og ég fengi að sjá endursýningu af markinu, en ég sá það ekki fyrr en mörgum mánuðum seinna á Eurosport. Þetta var stórleikur enda byrjar spænski boltinn vanalega með þessu einvígi. Þetta er sama einvígi og Eiður á að spila á fimtudaginn en þá mætast meistarar Barcelona bikarmeisturunum í Espanol. En hvers vegna lenti vináttulandsleikur Íslands og Spánar tveim dögum áður? Ekki skil ég hvers vegna ekki mátti færa hann til? En ég þekki þetta ekki nógu vel og sennilega má ekki hnika til leikdögum í alþjóðaboltanum. Því verða a.m.k fimm leikmenn sem ekki mæta á völlinn í kvöld, þs fjórir "Spánverjar" og Eiður. En ég skil Eið og Barca vel. Til hvers að sleppa þessum stórleik í Barcelona fyrir vináttuleik, sem á hvort sem er á eftir að skít-tapast. En vonandi fær Eiður að spreyta sig gegn Espanol, því þann leik ætla ég að horfa á, ef allt fer að óskum.
Nei, ég ætla nú samt að vera bjartsýnn og spái jafntefli 1-1 en það kæmi mér ekki áóvart þótt spænska liðið tæki okkur í bakaríið og Fernando Torres skori þrennu.

1 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Very nice indeed...nema að leikurinn skíttaðaðist ekki..og vonarspá þín um jafntefli var rétt þótt leikurinn endaði 0-0
Kveðja
Magister (þú átt Setningu dagsins maður á Kraftaheima vefnum!!)

6:17 AM  

Post a Comment

<< Home