Saturday, September 02, 2006

Kárahnjúkar

Þrátt fyrir mikinn áhuga á náttúru Íslands, þá hafði ég svo sem engan sérstakan áhuga á virkjunarframkvæmdum fyrir austan. Vegna margra ástæðna tel ég að málið sé ekki svo einfalt. Minnist þess að á sínum tíma var allt vitlaust vegna Eyjabakka. Undirskriftalistar gengu um landið og margir vildu tjá sig um það mál og er mér minnistætt þegar ein fyllbitta í Stjórnarráðinu varð að orði að hann vissi ekki hvar Eyjabakki væri og hélt að þeir væru einhverstaðar í Breiðholti. Síðan varð Káranjúkavirkjun fyrir valinu og því miður var þetta samþykkt af kjörnum fulltrúum okkar líka Samfylkingamönnum, en aumastir af öllum í umræðunni í dag eru einmitt "mínir" menn í Samfylkingunni. Hvað ef sérstakir fulltrúar okkar geta ekki tekið ákvörðun, hver á þá að gera það. Hins vegar átti Samfylkingin ekki að samþykkja þetta, þótt kerlingin hún Valgerður hafi stungið skýrslu Gríms undir stól. Og ef Valgerður segir ekki af sér eftir þetta rugl þá mun enginn ráðherra segja af sér nokkurn tíman. Annars átti Guðmundur Árni ekki að segja af sér á sínum tíma. Ástæðan fyrir afsögn hans eru reyndar allir búnir að gleyma. En aftur að Kárahnjúkum, þá er ég reyndar sannfærður um að enginn þekkti þetta svæði vel hér áður fyrr. Þarna komu nokkrir smalar, Ómar flaug þarna yfir og menn eins og Ari Trausti höfðu skoðað svæðið. Sjálfur hef ég ekki verið í aðstöðu til að ferðast um hálendið, hvorki fyrr né síðar. Hef einu sinni farið þarna um fjallabaksleiðir, komið í Landmannalaugar og nokkrum sinnum í Þórsmörk og í Kaldadal. (Hef aldrei haft aðgang að góðum fjallabíl og á enga ættingja eða vini sem eru fjallabílafólk) Hef þó gífurlegan áhuga landinu, en á samt eftir að skoða heilan helling á mínum radíus. Hafði t.d aldrei komið í Skammdal fyrr en í síðustu viku. Frábær staður þar sem ég ætla að kaupa "dúkkukofa" til að drekka kaffið mitt. Á suðvesturhorninu eru gífurlega mikið af náttúruperlum í göngufæri frá höfuðborginni. Er td á leiðinni að ganga á nokkur fjöll, eins og Akrafjall, Skarðsheiði, Heklu osf. Tel að landið sé stórt að það muni ekki um nokkra ferkílómetra. Á þetta blessaða Kárahnjúkasvæði höfðu menn aldrei komið. Hjörleifur Guttormsson lýsti þessu svæði í grein fyrir tuttugu árum og lýsti þessu svæði ekkert sérstöku. Þangað kæmi enginn nema einstaka smali. Núna snúa hins vegar margir Vinstri-Rauðir við blaðinu og geðtruflast. Halldór Faaborg fór um þetta svæði um daginn og ég verð að taka hann trúanlegan þegar hann segir að þetta svæði sé ekki það sérstakt að ekki megi gera smá lón þarna okkur öllum til hagsbóta. Sjálfur mun ég seint koma þarna, því mér vinnst ekki aldur til að skoða allt landið. Það tæki mörghundruð ár. Ætla bara að einbeita mér að suðvesturhorninu næstu árin. Annars er það mín skoðun að vegna fiskveiðistjórnunarkerfisins hafi byggðarlögin fyrir austan þurft að blæða. Álver átti að vera lausnin, en ég hef enga trú á því að þessar framkvæmdir verða arðbærar þegar til lengri tíma er litið. Eflaust verður þetta mál mesta hneyksli Íslandssögunnar, því þetta var keyrt í gegnum þingið og að þessu máli komu fjölmargar persónu sem greiddu götu þess. Er reyndar sammála Ill(h)uga Jökulssyni um að það ætti að reysa styttu úr áli af öllum þeim sem komu mest að þessu hneyksli. Stytturnar eiga að vera af Valgerði, Davíð (fyrir áhugaleysi hans), Halldóri Ásgríms, Sif Friðleifs (fyrir að hafa greitt götu málsins sem Umhverfisráðherra) og Friðriki Sóphussyni. Síðan á að sökkva þessum styttum í lóninu, þannig að eftir mörg hundruð ár geta menn framtíðarinnar skoðað minnisvarða um þetta góða fólk. Hver vill annars vinna í álveri? Hér muna koma mikið af austurevrópubúum sem munu vinna í þessu álveri í Reyðarfirði, því ég efast um að Íslendingar vilja vinna þarna. Held að það sé svosem besta mál að fá hérna hundruði Pólverja til landsins, en það var samt ekki hugmyndin með þessari atvinnustarfsemi, því hún átti að bjarga byggðarlögunum. Annars ætla ég að skoða álverið í Straumsvík á morgun, til að fá meiri innsýn í Álversvinnu. Sá einhverstaðar að þar væri opið hús. Kveðja Ragnar Reykás.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home