Saturday, September 16, 2006

World Stongest

Við kíktum á Sterkasti maður heims fatlaðra niðri á Lækjartorgi í gær. Þar fóru fram hrikaleg átök um titilinn í flokki sitjandi og standandi. Eftir að hafa fylgst með fyrstu greinunum þá sér maður hversu flott þetta mót er, en mótið skartar nokkrum alþjóðlegum keppendum. Eftir fyrsta daginn í flokki standandi er Kristbergur Jónsson efstur, en ég var búinn að spá Vigni Unnsteinssyni efsta sætinu, en eftir að hafa séð Kristberg heljarmenni í brjálaðis ham verð ég að spá honum titlinum. Þeir Hörður Harðviður og Daníel Unnar fylgja honum fast á eftir, en Harðviðurinn á alltaf séns, þótt hann hafi ekki æft neitt. Sama á við um Daníel, sem er hefur mikinn styrk, en er ennþá að læra tæknina. Þrír fyrrum meistarar taka þátt í flokki standandi að þessu sinni, þeir Magnús Magnússon, Krístbergur og Harðviðurinn. Í flokki sitjandi eru nokkrir Íslendingar, M.a Þorsteinn Sölvason, en þeir eiga í höggi við hrikalega bekkpressara frá Finnlandi og Svíþjóð. Sá finnski á m.a vel yfir 200 kg í bekk. Keppnisgreinar í mótinu eru ekki fyrir hvern sem er og fékk ég sjálfur að reyna Uxargönguna, þs að ganga með tæplega 200 kg á öxlunum nokkra vegalengd. Fáir keppendur náðu reyndar að klára þá grein, en Emil Tölvutryllir sem keppir fyrir Færeyjar var hrikalega öflugur þar. Hann er að byrja aftur eftir langt hlé, en mætir samt helbrjálaður til leiks með færeyska fánann á skallanum. Keppninni líkur í dag laugardag kl. 14.00 við íþróttahús fatlaðra í Hátúni.







































1 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Þetta var rosleg keppni og endaði Tölvutryllirinn í 6 sæti. Uxagangan var Mjög skemmtileg :)

6:20 PM  

Post a Comment

<< Home