Tuesday, October 03, 2006

Við erum

Við erum komin til Thai. Ferðin út gekk alveg ótrúlega vel og við stoppuðum rétt rúmlega klukkutíma í Köben áður en haldið var áfram til Bangkok. Það er ótrúlega stutt stopp. Fórum beint á besta hótelið á Pattaya (og öllu landinu) sem heitir Welcome Plaza. Þar erum við í risasvítu og borgum einungis 200 bath meira fyrir nóttina. Annars borgar að spara þegar maður ætlar að vera í einhvern tíma, en þessi svíta er svo góð að ég vil helst ekki fara í venjulegt herbergi aftur. Þetta hótel er reyndar mjög umdeilt því Sparimeistarinn sjálfur líkaði engan vegin við staðinn og fannst hótelið frekar ógeðslegt, en þess ber að geta að Spari hefur allt annan skítastuðul en venjulegir menn. Annars líkar Sigurði Rúnari lífið vel og hér fær hann mikla athygli, því tælendingar eru ákaflega barngóðir.

4 Comments:

Anonymous Anonymous said...

er ekki margt fagurra og flengilegra meyja þarna ????

3:13 AM  
Blogger Gunz said...

Ju, maettu bara a svaedid. Spurning hvort Imma kemur lika med! Fint ad koma hingad, ef madur er i husnaedishraki a Islandi. Brjalad stud nuna a Pattaya!

5:15 AM  
Anonymous Anonymous said...

Er þetta mynd af tengdaforeldrunum??

3:17 PM  
Anonymous Anonymous said...

ja, thegar thau voru ung!! kvedja gunz

6:34 AM  

Post a Comment

<< Home