Monday, October 23, 2006

Tyson er fundinn

Mike Tyson er kominn aftur í hringinn. Ég las það meira að segja í Bangkok Post (ensku) að hann hefði farið í léttan sýningabardaga við Cory Sanders, sem mig minnir að hafi unnið annan Klitschko bróðirinn hérna um árið. Ekki er víst að Tyson komi aftur í hringinn, en ég sá reyndar í sama blaði að Joe Frazier (sá sem barðist við Ali fyrir 30. árum) ætlaði í sýningabardaga fljótlega við annan gamingja. Annars var greinin um Frazier mun stærri en fréttin um Tyson, en Fraizer þessi er mjög líkur Tyson að mörgu leiti, bæði í útliti og í hringnum. Fraizer hefur eins og Tyson sólundað öllum auðæfum sínum og ólíkt samtímamönnum sínum eins og Larry Holmes og Ali, sem eru moldríkir. Í viðtalinu koma fram að Frazier hefði átt að vinna alla þrjá bardagan við Ali á sínum tíma, líka þennan fræga í Manila, sem talinn er bardagi aldarinnar af mörgum boxspekingum. Það kom vel fram í viðtalinu hversu mikil togstreita ríkti alltaf á milli Ali og Frazier og gerði Ali stöðugt grín að Frazier og kallaði hann meðal annars górillu. Þótt þeir hafi verið svarnir fjandmenn á sínum tíma, þá birtist með viðtalinu mynd af þeim félögum saman, sennilega tekin þegar dætur þeirra börðust nýlega. Ali sagði alltaf að Frazier hefði ekki verið neitt án sín, en Fraizer sluttar þessar grein með að segja að Ali hefði ekki verið neitt nema vegna þess að hann barðist við hann á sínum tíma. Þetta las ég allt í Bangkok-tíðindum eftir æfinguna í hótel"gymminu". Í sama blaði sá ég áberandi frétt sem hljóðaði svo: Iceland kill first fin whale! Ég fór síðan "heim" og beint á netið til að leita af þessum fréttum, en endaði svo í viku gjafaáskrift af sjö blöðum, þau eru, New York Post, The Sun, El-MUNDO, USA TODAY, Bangkok Post og Morgunblaðið! Hverslags rugl er þetta eiginlega.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home