Smá breytingar
Ég var að gera tilraun með að setja upp nýjan teljara, en mig hefur lengi langað að setja þennan upp. Hann er frá NeoCounter og sínir hverjir það eru sem eru að skoða bloggið, hverjir eru inni og fáni viðkomandi lands. Reyndar kom það mér dálítið á óvart að einhver í Rúmeníu er að detta inn á bloggið, en það gæti líka átt sínar skýringar. Teljarinn virðist telja alla þá sem koma inn á svörtu og hvítu síðuna og líka inn á síðuna hjá Viktoríu, en þetta er samt allt í raun útibú frá sömu síðunni, en teljarinn virðist ekki telja sjálfstætt, því ég er skráður fyrir þessum þrem bloggsíðum. Hvíta síðan er í raun bara copy af svörtu, en bara annar litur. Vikoríu síða er hins vegar síða sem ég stofnaði fyrir Viktoríu frænku mína. Teljarinn er furðu nákvæmur, en ég er þegar búinn að rekast á þá skekkju að þótt ég sé staddur í Norður Thailandi, þá kemur merki frá Hong Kong upp hjá sjálfum mér líka þegar ég er að skoða aðrar síður. Fer að halda að serverinn fyrir "okkur" Norður-Thailendinga sé staðsettur í Hong Kong. Síðan setti ég upp nýja klukku, sem Óli Thai benti mér á, en klukkan er líka hitamælir. Setti hana (klukkuna) upp fyrir bæði Reykjavík og Loei, en þá er hægt að sjá klukkuna og hitann á báðum stöðum í einu. Reyndar virðist klukkan ekki alltaf ganga rétt, en hitamælirinn virðist vera í fínu lagi. Gaman að sjá muninn, sérstaklega þegar fer að kólna meira á Íslandi.
4 Comments:
Ég ætti að geta fært þennan teljara fyrir neðan "about me", þs mun ofar en hann er núna. Það gæti komið betur út. Geri tilraun með það, seinna í dag.
Hvað ertu að pæla Master?..hvíta síðan er miklu flottari-geturðu bara ekki notað hana eingöngu?
Kveðja. Magister
munar aðeins á hita hja okkur master kveðja eirikur gufubaðstjori
Sé þig þá um Jólin Eiki. Bið að heilsa þínu fólki. Það er líka hægt að verða leiður á hitanum :)
Post a Comment
<< Home