Wednesday, November 01, 2006

Í afplánun

Skrítið að vera svona í sveitinni. Annan hvern dag íhugar maður hvernig maður geti sest hérna að. Losnað við íslenskt samfélag um hríð og komið sér hérna fyrir. Að sjálfsögðu þyrfti maður að hafa fastar tekjur að heiman, (sem ég hef núna en tímabundið) og þegar því er náð, þá yrði ekkert því til fyrirstöðu að setjast hérna að. Auðvitað yrði smá möndl að fá að dvelja í landinu. Það þyrfti að framlengja dvalarleyfið reglulega. T.d með því að fara yfir í næsta land, td til Laosar, sem er ekki svo langt frá, til að fá stimplun í vegabréfið. Margir Íslendingar hafa gert þetta mánuðum og árum saman, þar sem þeir eru að reka einhvern "bissness" niðrá Pattaya. Núna hefur maður allt til alls. Er kominn með kapalkerfi í húsið og því get ég náð um 30 stöðvum og m.a horft á evrópskan fótbolta um helgar og í miðri viku. Ég er komin með netið, þs sítengingu og get því verið í stöðuga sambandi. Verðlagið er gott og veðrið alltaf. Klæðist alltaf sumarlega og fer m.a aldrei í lokaða skó eða í sokka nema tilneiddur. Hinn daginn fæ ég svakalega heimþrá, maturinn er ekki mér að skapi, húsnæðið er ekki boðlegt og mikið af maurum, moskító og alls konar veseni. Síðan vill maður vera í eigin húsnæði og þurfa ekki vera inná öðru fólki í of langan tíma. Þegar ég er í þessum hugleiðingum, þá tel ég niður dagana svona svipað og maður væri í afplánun.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home