Saturday, November 11, 2006

Auðunn heimsmeistari

Auðunn Jónsson varð í dag heimsmeistari í kraftlyftingum. Mótið var haldið í fegursta smábæ heimsins Stavangri og keppti Auðunn í 125 kg flokki. Auðunn er búinn að vera einn af sterkustu mönnum heims í áratug og núna var komið að einhverskonar lokauppgjöri. Hann gaf það óljóst í skyn að þeta yrði hans síðasta mót, enda er hann lengi búinn að stenda í eldlínunni. Oft hefur hann staðið á palli á stórmótum, en núna varð þetta að veruleika. Náfrændi hans Guðni Sigurjónsson varð líka heimsmeistari í 110 kg flokki fyrir rúmlega áratug, þannig að sterkir eru þeir frændurnir. Ég fylgdist auðvitað spenntur með fréttunum, því ég var orðinn þreyttur á biðinni líka. Ég gróf upp mynd sem ég lét taka af okkur meisturunum um árið. En núna erum við báðir sannir meistarar. Al-heimsmeistarinn í Víkingaskák og heimsmeistarinn í kraftlyftingum.

1 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Flottir Alheimsmeistarar!

1:23 PM  

Post a Comment

<< Home