Lífsbaráttan
Hann Muud frændi er bara venjulegur alþýðustrákur og af fátæku foreldri kominn. Muud varð svo heppinn að hann fékk verkamannavinnu í Taiwan. En Taiwan er auðvitað "hluti" af Kína og því í órafjarlægð frá Thailandi. Muud fékk tveggja ára vísa til Taiwan og þetta var auðvitað talinn mikill happafengur fyrir fjölskylduna, því Muud fengi eitthvað um 15.000 bath (30.000 kr) í mánaðarlaun. Til að liðka fyrir seldi fjölskylda hans húsið sitt og fór í fátæklegri eign til að Muud gæti látið drauminn rætast og komið heim að tveim árum liðnum sterkefnaður. Hann kom svo heim nýlega, en hafði ekki eitt bath með sér eftir tveggja ára þrælkun fjarri heimalandinu. Muud hafði ekki lagt mikið fyrir heldur farið að drekka ótæpilega, en wiskey í Taiwan er víst rándýrt eins og á Íslandi. Muud er nú kominn heim í foreldrahúsin, en hann var á tímabili talinn af í Taiwan, þar sem ekkert hafði til hans spurt lengi. Foreldrar hans hafa unnið við það sem til fellur, en bróðir hans hefur verið fatlaður frá unga aldri og ekki getað unnið. Hann fær þó um 20 bath (40 kr) á dag fyrir að gæta nautgripa og er alsæll með það, en venjuleg laun fyrir svoleiðis er um 200-300 bath á dag. En hann fær þó 600 bath á mánuði í örorkustyrk, en það má víst teljast gott að fá eitthvað yfirhöfuð, því hér er ekkert skandinavískt velferðarkerfi. Sonur Muud býr líka á heimilinu, en hann varð eftir hjá afa og ömmu meðan Muud var í Taiwan. Systir Muud býr hins vegar í Bangkok og starfar við verslunarstörf með um 6000 bath (12.000 kr) á mánuði. Ég spyr bara hvað eru Íslendingar eiginlega alltaf að kvarta?
2 Comments:
Í guðanna bænum Master ekki bera okkur saman við svona vanþróaðar þjóðir...við erum með velferðaþjóðfélag og allt þar sem nánast er hægt að telja súper-fátæklinga á fingrum annarrar handar. Ef þú heldur að ég sé að ýkja spurðu bara þá hann Geir "þinn" Haarde..
Það blossaði alltaf upp mikil reiði í honum Davíð mínum Oddsyni, þegar fátæktarumræðan komst á flug á Íslandi. Hann td geðtruflasðist yfir einhverri fátæktarskýrslu frá einhverri Hörpu Njáls osf. Er hann Geir vinur minn Haarde líka svona viðkvæmur? Að mörgu leiti hafa þessir herramenn rétt fyrir sér að Íslendingar eru alltof kvartsárir vesalingar. En ég er kannski á gráu svæði að segja sögur af nafngreindu fólki, en fer samt vonandi fínt í þetta. En eitt veit ég að þrátt fyrir allan auð sinn þá eru Íslendingar óhamingjusamasta þjóð í heimi. Það veit ég eftir að hafa starfað í heilbrigðisgeiranum í meira en 10. ár og séð alla sjálfvorkunina og óhamingjuna. Það er samt mikil gæfa fyrir mig að kynnast lífsgleði þessa fátæka fólks, sem á ekki neitt en er samt svo sátt við hlutskipti sitt. Það verður vonandi það síðasta sem ég geri að kvarta og kveina yfir hlutskipti mínu eftir að ég kem heim.
Post a Comment
<< Home