Wednesday, November 22, 2006

Einbýlishúsið II

Það var ákveðið í vikunni að vera bara dálítið hógvær. Öllum áformum um að byggja villu á landareigninni var frestað og ákveðið að skoða litla einbýlishúsið á horninu, sem ég var búinn að horfa hýru auga til. Um er að ræða tveggja hæða gamalt hús, en húsinu fylgir frekar lítil landareign, en er samt vel staðsett. Eftir að hafa skoðað húsið í vikunni var bara ákveðið að reyna að kaupa. Húsið er á frábærum stað í um 100 metra fjarlægð frá glæsivillu Óla Thai og fjölskyldu og á næsta reit verður líka systirin í Austuríki maður hennar austuríski sérsveitarmaðurinn Bernard. Síðan er þarna tölvusnillingurinn Nai með sína villu, þannig að staðsetningin er frábær og svo er þessi eign góð fyrir verkamannafjölskyldu af Íslandi sem kemur kannski í mesta lagi í 2-3 mánuði á ári í sumarhúsið. Húsið er í eigu lögreglumanns hér, en hann leigir eldir konu sem hefur ekki borgað krónu í leigu í nokkra mánuði. Leiðinlegt samt að þurfa að henda henni út, en hún er strax byrjuð að væla blessunin. Húsið kostar tæplega 300.000 bath (600.000 kr), þannig að þetta er bara bíldrusluverð á Íslandi. Þá átti Deng bara eftir að biðja um smá heimild til að tryggja okkur húsið, en hún skuldar engum neitt heima á Íslandi, en hún hefur lagt hverja einustu krónu af sínu sparifé í átta ár hjá Spron í Mjódd. Eina sem hún þurfti að gera var að fá hækkun á yfirdrætti úr 0.0 kr í 300.000 kr. En að snara út 300.000 krónum, en því miður er ekki alltaf auðvelt þegar maður þarf að "díla" við Spron. Það er nefnilega ekki sama hvort maður er 18 ára unglingur sem býri í foreldrahúsum eða útlensk kona sem á eignir um allar trissur og skuldar ekki krónu. Unglingurinn getur fengið hálfa milljón í yfirdrátt með því að smella fingri, en það er oftast vonlaust að fá eina krónu fyrir nýbúann sem þó er orðin íslenskur ríkisborgari, eða þannig lýtur maður stundum á málin þegar fíkur í mann. Af hverju hef ég alltaf átt greiðan aðgang að bankakerfinu þótt ég hafi á árum áður stundað línudans í fjármálum, en hún fær aldrei krónu. Ég var því dálítið æstur í gær og var að senda tölvupósta út og suður til að komast að hvar við værum eiginlega með vanskil. Þar sem ég er með helmingi hærri tekjur en hún, hefur það verið mitt hlutverk að sjá um alla stóru reikningana eins og íbúðarlán og fasteignagjöld osf. Ég hef því alltaf leyft mér þann "munað" að borga fasteignagjöldin í lok hvers árs, með öllum þeim vanskilagjöldum og vöxtum sem því fylgja. En Deng sjálf skuldar engum neitt. Vonandi náum við að semja við lögguna áður en það verður of seint. Ég tók að gamni saman eignir frú Deng. Þs sameiginlegar eignir.
1. Blokkaríbúð í Reykjavík (markaðsvirði 18 millj. áhv. 11-12 millj)
2. Opel Vectra 1996 (400.000)
3. Benz Herramaður (ómetanlegur)
4. Verslunarhúsnæði í Thai (500.000)
5. Ford pallbíll (1.200.000 kr árið 2000)
5. Stór landareign (kostaði 250.000 kr, en hefur hækkað í 500.000 kr) hluti sést á mynd
6. Nýja einbýlisbúsið (600.000)


























7 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Flottar myndir...
kveðja ella

3:19 PM  
Blogger Gunz said...

Já, takk fyrir það. Ég ætti kannski að hringjha í Vísa-strákinn og sjá hvort hann geti ekki bara hækkað heimildina fyrir góðan Newcastle-mann. Við erum Newcastle-mafia. Ef við náum að tryggja okkur gamla húsið, læt ég gyrða í kringum húsið og fæ mér heitann pott að íslenskum sið og eitt af þessum frægu taflborðum set ég líka í garðinn

8:10 PM  
Anonymous Anonymous said...

Þetta er nú meiri efnishyggjan í þér Master..þú átt að setja fasteignagjöld í greiðsluþjónustu það gera allir sæmilega hugsandi menn sem vilja hafa sitt á hreinu en ekki treysta á guð og lukkuna og það' allt á síðustu stundu..
Til að þú getir verið þarna úti í nokkra mánuði á ári verðurðu að barna Deng á 9 mánaða fresti til að vera stöðugt í barneignarfríi..
Ætlarðu að segja mér að Álftamýrar holan sé 18 millu virði?..ja,hérna segir maður bara!
------------------
kVEÐJA Magister... (sem fékk tilboð í Hringbrautina frá nýbúa sem heldur að eignin sé í Tælandi)

11:08 PM  
Blogger Gunz said...

Ég er kominn í greiðsluþjónustu núna, en auðvitað bara eftir að setja íbúðarlánin og fasteingagjöldin inn í það dæmi. Hringi bara í skákmafínua hjá Íbúðalánasjóði, þegar ég á ekki alveg fyrir greiðslunum af húsinu. Annars er ég að hugsa um að deleta þessu bloggi fljótlega. Er nefnilega skíthræddur um að einhver skattmann lesi þetta og fari að áætla á okkur skatt á Íslandi!

3:14 AM  
Anonymous Anonymous said...

hæ master á ekki að fara að koma á klakann og fara að taka á því? hef æft á fullu í verinu hjá gogga kærar kveðjur spjóti

9:08 AM  
Blogger Gunz said...

Hæ, hlakka til að koma í "bekkinn" með þér. Kannski er ég núna tilbúinn að keppa á "öðlingamótinu" í vor. Er það ekki örugglega bætingar 200+ fljótlega?

5:30 PM  
Blogger Gunz said...

Svo deleta í líka næsta bloggi sem kemur á eftir, "að hálsbrjóta". Auðvitað ætla ég ekki að hálsbrjóta neinn, nema í sjálfsvörn. Man að við tókum alltaf hengingatökinn of groddaralega í dyravörslunni í gamla daga. Ekki þessi mjöku svæfingu sem kennd er í judo, heldur hrein kyrkingatök sem eru stórhættuleg. Það að hálsbrjóta er bara gildishlaðið líkingamál, til að undirstika hvað maður var pirraður út í þessi möppudýr.

9:21 PM  

Post a Comment

<< Home