Friday, December 15, 2006

Heilsuleikur

Það er auðvitað þreytandi að hanga svona lengi í sveitinni. Því miður eru aðstæðu ekki alltaf eins og maður óskar sér, en þá hefur maður auðvitað þetta val að fara á hótel. Svo hefði maður auðvitað aldrei farið að vera í svona langan tíma nema útaf af herra Tiger. Annars væri ég að að útskifast núna sem Læknaliði (eða hvað heitir þetta bévítans nám annars, aðstoðarhjúkka). Svo er ég núna þeirra gæfu aðnjótandi að ég er hættur að drekka áfengi. Það væri auðvitað gott að geta sturtað í sig Viskey og farið svo að spjalla við fólkið hérna, en ég hef svona frekar reynt að halda mig til hlés. Semsagt fyrir löngu búinn að skrúfa tappann á flöskuna og því hef ég ekki farið í eitthvað rugl í tilbreytingarleysinu hér. Svo hefur maður reynt að halda rútínu og skroppið í "æfingar" þrisvar í viku, en hina dagana hef ég tekið létta spretti. Ég er nefnilega í heilsuleik í vinnunni. Verð að standa mig vel með mínu liði, þótt ég sé í milljón kílómetra í burtu.

3 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Hæ master hvaða væl er þetta með vínið það er bara að skvetta í sig og vera með gleði í hjarta, koma svo í andans ver og taka á því er að keyra mig í from aflið er gott er búinn að bæta mig hrikalega i deddi undir stjórn tarfsins farðu nú að pilla þér heim, þú verður alveg andlaus þarna í tailandinu góða kveðja spjóti

8:51 AM  
Anonymous Anonymous said...

Þetta AA væl í þér Master er alveg dæmalaust en auðvitað er skynsamlegt að drekka ekki frá sér ráð og rænu í útlöndum eins og svo margir klakverjar gera og t.d. Hemmi Gunn gerði á þínum slóðum..Þér er nú boðið í áramótafagnað í Vesturgötuvillunni 31 des...bannað að vera edrú...
-------------
Kveðja Magister

11:53 AM  
Blogger Gunz said...

Borgar sig ekki að vera ælandi í Thailandi. Í gær sá ég rosa götubardaga milli tveggja unglingagengja, svona svipað og "riotið" er alltaf á Menningarnótt. Í gær var einmitt ein svona Mennigarnótt hérna og á sama tíma í fyrra létust tveir unglingar í svona bardögum í litla smábænum. Í raun alveg eins og vitleysingarnir heima, kylfur og hnúajárn. Ég læsti bara bílnum og var feginn að vera ekki að þvælast þarna á milli. Nei annars er fínt að vera hérna og sleppa áfenginu, þs Wiskey.

4:39 PM  

Post a Comment

<< Home