Monday, December 11, 2006

Gamla tréð

Þetta gamla tré hafði vakið athygli mína síðustu daga. Yfirleitt keyri ég heim í sveitina eftir að hafa verið að þvælast í bænum um daginn. Eins og gamall þráhyggjusjúklingur vel ég alltaf sömu leiðina og er því farinn að taka betur eftir umhverfinu. Hérna í Siam er auðvitað gífulegur gróður. Svo mikill að ég hef haft á orði að maður sé staddur í frumskógi. Ekki er ég nú mikill sérfræðingur um trjárækt, en síðustu daga hefur maður verið að velta fyrir sér tegundaheitum. Verst að Halldór Faaborg sé ekki hérna með okkur. Hann tók mann yfirleitt í góða kennslustund í garðyrkjufræðum á Íslandi. Já þetta þetta er Stafafura. Þetta þarna er Lerki osf. En hér get ég ekki fengið neina tilsögn í náttúrufræðum. Hef ekki hugmynd um muninn á tegundum hér. Veit td ekki hvort Pálmatré vaxa hér vilt, en það hlýtur eiginlega að vera. Ég ætla að taka eitthvað af myndum af gróðrinum hérna og sýna hinum fræga Faaborg meistara og öllum þeim sem hafa áhuga á trjárækt, þegar ég kem heim. Hér er eins og áður sagði gífurlega gaman að skoða náttúruna þótt maður sé ekki í einhverjum sérhönnuðum þjóðgörðum. Höfum tekið upp á því síðustu daga að keyra sveitavegi og villast smá. Alltaf er maður þó umvafinn gróðri á alla kanta. Líka í "nýja húsinu", þar sem maður fékk í arf forláta ávaxtatré. Eitt gott tré veitir fólki hér oft gott skjól fyrir sólinni. Það er sko ekki verra í steikjandi hitanum. Oft sér maður glæsileg risavaxinn tré, en Þetta tré stendur hins vegar gamalt þreytt og einmanna. Það vakti samt athygli mína, því þetta er sennilega elsta tréið í Loei.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home