Tuesday, December 05, 2006

Kóngurinn á afmæli

Kóngurinn á afmæli í dag 5. desember og þá fer þjóðfélagið hérna vanalega á annan endan. Flestar alvöru stofnanir eru lokaðar m.a bankar og í kvöld verður mikið um dýrðir í öllum borgum og bæjum landsins. Kóngurinn er dýrlingur og við eigum að tala um hann af virðingu. Það gera allir og ekki má kvika frá því. Annars er kominn tími til að segja frá ævintýrum þar síðustu helgar, en þá fórum við í sumarhús sem er staðsett í risastórum þjóðgarði, sem heitir Tunga-man, sem er í um 150 km fjarlægð frá Wangsapung. Svo þegar maður kom inn í þjóðgarðinn sjálfan, þá þurfti maður að keyra heila 30 km til að komast á áfangastað. Þar er eitt af sumarhúsum konungsfjölskyldunnar og þar er mikið ævintýraland, m.a ganga þar fílar og úlfar lausir innan þjóðgarðs. Annars var ég frekar tortryggin áður en við fórum, því ég vildi ekki fara á eitthvað fjallahótel, því ég hafði haft slæma reynslu af því, en þá var mér sagt að konungurinn sjálfur átti sumarhús við hliðina á okkar gististað, þannig að ég taldi það vera nægan gæðastympil. Annars hafði ég ekki hugmynd um að þarna væru lausir fílar og úlfar þegar ég fékk mér klukkutíma hlaupa og göngutúr um svæðið, en að sögn stafar af þeim lítil hætta, en við heyrðum í báðum þessum skeppnum og sáum nokkur minni dýr. Við hættum við að sofa í sumarhúsinu/hótelinu þegar við sáum hvað þetta var hrátt, meira að segja á tælenskan mælikvarða. Við höfum aldrei séð eins mikið af maurum, en öll "rúmin" vorum morandi í maurum. Því urðum við að sofa í tjaldi á pallinum, sem var alls ekki svo slæmt miðað við aðstæður. Annars var þetta skrítið að vera aðeins 100 metra frá einu af sumarhúsi kóngsins, en fá samt svona hrátt húsnæði, sem ekki var einu sinni boðlegt innfæddum. Ég hélt reyndar að ég hefði séð allt hérna í sveitinni, en þarna var mér í fyrsta skipti verulega brugðið og vildi snúa heim strax um kvöldið. Mér var hins vegar bennt á að það væri ekki sniðugt að keyra í myrkrinu, því það væri hætta á að risa fíll, nautgripur eða elgur myndi hlaupa í veg fyrir bílinn í myrkrinu. Það væri varla þægilegur árekstur. En umhverfið þarna var ægifagurt og um kvöldið fóru allir stóru strákarnir með lukt og Rambóhníf að skoða dýralífið í myrkrinu. Strákarnir stukku svo með hnífinn útí í vatnið og veiddu heila þrjá fiska, en skáru svo af sér blóðugurnar í leiðinni. Þarna er frekar kalt á nóttinni og gott fjallaloft. Maður verður samt að fara varðlega þarna, út af þessum skeppnum og svo leynist ýmislegt í skóginum, eins og td slöngur og blóðsugur eins og áður sagði. Maður þurfti að skoða sig mjög vel eftir að hafa gengið í blautu grasinu og ég fékk meira að segja eina blóðsugu á kálfann, en sem betur fer sá systir Deng hana og var hún skorinn af með stórum Rambohníf, alveg eins og í Rambo III.
Á næstneðstu myndinni má sjá sumarhús konungsins, en á neðstu er gistiskýlið sem er í rúmlega hundrað metra fjarlægð frá "konungshöllinni", en er ekki íbúðarhæft.
"SVEITASÆLA"










































3 Comments:

Blogger Fjölnir said...

Hvenær er annars von á þér til landsins?

6:33 PM  
Blogger Gunz said...

Jú, næstu daga, en er ekki með dagsetninguna alveg á hreinu! Þetta er orðið fínt og núna vill maður komast í kuldann. Síðan eftir nokkra daga vill maður aftur komast í hitann og nýja húsið. Já talandi um það, þá eru þau kaup ennþá í vinnslu. Við verðum nefnilega að fara varlega og hafa allt á hreinu. En ef ég kaupi ekki gamla húsið kaupi ég bara eitthvað annað hús. Hér er framtíðin!

6:24 AM  
Anonymous Anonymous said...

Oj... Hvað gera blóðsugurnar annað en sjúga blóðið úr þér og springa svo af ofáti?
Afhverju þarf að skera þær af?
kv.ella

5:42 AM  

Post a Comment

<< Home