Wednesday, December 20, 2006

Einbýlishúsið IV

Þá er það ljóst að baráttan um einbýlishúsið er lokið. Síðustu hindrununum var rutt úr vegi í dag og öll pappírsvinna er lokið. Þegar hefur verið skipt um nafn, en þetta tók sinn tíma. á tímabili ætluðum við að hætta við því "íbúðarlánasjóður" í Udoon Tani hafði skyndilega ákveðið að hækka verðið á húsinu. Þessi banki var með lögguna í kverkataki, en einugis þurfti að borga áhvílandi lán til að losna við að lenda í fjárnámi eða á svörtum lista. Ekki skilur maður kerfið hérna, því það er jafn vitlaust og á Íslandi. Það átti fyrst að hækka húsið úr 300.000 í rúmlega 400.000, en þegar við ætluðum að hætta við var ákveðið að setja húsið á uppboð. Síðar dró svo bankinn í land og bauð húsið á 266.000, en síðan þurfti að borga kostnað við að draga kröfuna til baka, svo að lokum var verðið það sama og rætt var um í upphafi. Kostnaður minn var því rúmlega þrjúhundruð þúsund krónur íslenskar, en Bathið (gjaldmiðillinn) hér, er helmingi hærra en íslenska krónan. Núna er forláta útiskákborðið mitt orðið matarborð fjölskyldunar og vonandi sýnir fólkið hér þessu borði virðingu þegar ég verð farinn heim. Við eigum auðvitað báðar hæðirnar, en foreldrarnir fá að vera á neðri hæðinni, þangað til annað kemur í ljós. Að sjálfsögðu á eftir að taka til hendinni og byrjað var að taka þakið í gegn fyrir mjög lítinn pening. Það var sjálfur fyrrum munkurinn Seth, sem rúllaði því upp á einni dagsstund, en frekari framkvæmdir bíða þangað til maður kemur næst í sumarhúsið. Þá er maður víst orðinn íbúðargreifi, en reyndar er húsið ekki á mínu nafni, því hér er verið að meina farang (falang) að eiga eignir. Reyndar eiga þeir eignir út um allt og ég hef þegar byrjaður að kynnast nágrönnum mínum sem búa á móti okkur. Ég er reyndar ekki eins stórtækur og einn vinnufélagi minn, sjúkraliði, en hún var síðast þegar ég vissai að byggja 16 milljón króna villu niðrá Pattaya og í samanburði við hana er ég bara kotbýlingur.

2 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Hamingju með slotið gunns....ég vona bara að deng taki ekki snúning á þér og sparki þér eftir að þú ert búinn að kaupa hálft tailand á hennar nafni.. he he en hvað um það tiger litli ætti þá altaf salt í grautin og höfi sínu að halla á öruggum stað heima og úti..og það er fyrir mestu.....gleðileg jól og kveðjur frá jarlinum

ps. mín er með allt draslið skráð á sig líka.....he he

10:19 PM  
Blogger Gunz said...

Einmitt! ÞEss vegna þorði ég ekki að kaupa eða byggja nýtt og stærra hús. Við erum alveg undir hælunum á þessum kerlingum, he. Verst að neðri hæðin er strax orðin "vínbúð", en ég ætla mér að byggja auka gestahús á lóðinni., þs þegar ég á pening og kannski á maður eftir að flytja þarna út einhverntíman....

11:29 AM  

Post a Comment

<< Home