Monday, January 01, 2007

Gleðilegt ár

Þá er komið nýtt ár og þá er kominn tími til að stíga á stokk og koma með nokkur áramótaheit. Hvað ætlar maður sér á nýju ári.

1. Ætla að stunda heilsurækt, æfa hnébeygjur og pumpa lóð.
2. Byrja aftur í golfi á árinu. Stefni á að bæta forgjöfina. Óvíst með klúbb.
3. Stefni á áframhaldandi bindindi. En einn og einn ELLI er góður fyrir svefninn.
4. Draumurinn er að komast í stærra húsnæði á Íslandi á árinu 2007.

Annars var gamlárskvöldið rólegt hjá okkur. Byrjuðum vestur í bæ, þar sem við fórum í fjölskylduboð. Við vorum reyndar ennþá í þreytugírnum, þannig að við gátum ekkert talað við fólkið, en auka gestir voru stúlka frá Svíþjóð og svo vinur systir minnar. Því miður var vesen með sjónvarpið, en maður er svo hrikalega vanafastur að maður má helst ekki missa af annál ársins og fúlu skaupi. Svo nentum við ekki að ganga niðrá brennu sem var á Ægisíðunni. Sé dálítið eftir því, en í staðinn lagði maður sig fyrir skaupið. Eftir miðnætti fórum við svo heim í Mýrina, en þegar klukkan var að ganga tvö skrapp ég aðeins í partý á Vesturgötunni og þar sem maður er að verða löggilt gamalmenni, þá er maður ekki lengur neitt partýljón og eftir að hafa látið Faaborgmeistarann plata sig til að keyra sig upp í Breiðholt, þá fór ég heim að sofa fyrir kl. þrjú, enda átti ég að passa Tigerinn daginn eftir því frú Deng átti að byrja að vinna eldsnemma á nýársmorgun. En það skrítna gerðist að ég fékk dúndrandi hausverk á nýjarsdag og meiri þynku en ég hafði áður upplifað. Þessi veikindi stóðu frá hadegi til klukkan níu um kvöldið. Það skrítna var að ég hafði ekki verið að drekka vín, enda löngu hættur að drekka áfengi. Sennilega hefur þetta verið flassback frá fyrri árum, en ég var að því kominn að tilkynna veikindi í vinnuni um kvöldið, en ég átti byrja mína fyrstu næturvakt í nótt. En skrítið þetta með þynkuna, því ég var bláedrú að vanda, en verð þó að viðurkenna að ég hafði fengið mér hálfan ELLA.

Sigurður Rúnar varð 6. mánaða gamall í dag 1. janúar, en við héldum ekkert sérstaklega upp á það. Reyndar kom Helga amma í heimsókn, en þá var meistarinn sofnaður um klukkan níu um kvöldið. Þessi dulafulli hausverkur hjá mér kom svo í veg fyrir að við buðum fleirra fóki í afmælið, en hálfs árs afmæli eru merkileg tímamót að mínu mati. Við höldum bara upp á þetta í vikunni.

Ég sá í sjónvarpinu í kvöld að Guðni sjúkraliðanemi og kolleki minn við sundin blá hafði eignast fyrsta barn ársins með konu sinni Ástu. Báðar sjónvarpstöðvarnar birtu viðtal við fjölskylduna og myndir af litla barninu sem var rúmlega fjögur kíló við fæðingu. Guðni er því aftur farinn í fæðingaorlof, en fyrir áttu þau rúmlega ársgamalt barn. Ég vil óska þeim til hamingju með strákinn og tímasteninguna á fæðingunni. Sniðugt hja Guðna að búa til annað barna og komast aftur í fæðingarorlof. Ég væri alveg til í að komast aftur í fæðingarorlof á nýja árinu. Þetta er mikið afrek hjá geðdeildarfulltrúanum og ljóst að kaleshnikófinn er í góðu lagi á þeim bænum.

2 Comments:

Anonymous Anonymous said...

þetta er ólæsilegt litarugl hjá þér Master sæll...Hvítu stafirnir eru skárstir
------------
Nýárskveðja Magister

12:12 AM  
Blogger Gunz said...

Jamm ætlaði að reyna að gera fleirri pistla en styttri. Svona vinjettur! Er að þreyfa mig áfram, en mér finnst skemmtilegra að skrifa svona örpistla. Litirnir eru ekki nógu góðir, það er rétt...

12:49 AM  

Post a Comment

<< Home