Tuesday, January 09, 2007

Heimsókn í TR















Rosalega er gaman að heimsækja Tryggingastofnun Ríkisins. Góðan daginn, ég ætla að ná í skattkortið fyrir mig og frúna. Já, látum okkur sjá. Það er á leiðinni til ykkar, já bíddu við. Þitt skattkort hefur aldrei komið hingað. Það er bara hennar kort sem skilaði sér. Gaurinn fór að reikna, Jamm ég sé að það var tekinn fullur skattur af fæðingarorlofi þínu. Þetta gerir tæplega hundrað þúsund á þrem mánuðum. Já en ég skilaði skattkortinu 25 sept. Man þetta eins og það hefði gerst í gær. Við höfum ekkert um það. Þú færð þetta kannski bætt í ágúst hjá Ríkisskattsjóra. Þegar ég var kominn heim ákvað ég að hringja í þjónustuverið. Góðan daginn, er einhver möguleiki að þið getið fundið skattkortið mitt einhverstaðar. Já, það er á leiðinni. Nú ég var að tala við starfsmann áðan sem sagði að kortið mitt væri týnt. Nei, það er ekki týnt, en ég sé að skattkort konunar hefur aldrei skilað sér hingað sagði konan. Ég bað hana um að reikna fyrir mig. Já, það er greinilegt bætti hún við. Síðan fór hún að reikna. Já það hefur verið tekin fullur skattur af henni. Þetta eru ca 150.000 kr á þessum 6. mánuðum sem hún tók í orlof!.....

En hvernig stóð á því að þjónustufulltrúinn í TR fullyrti við mig að mitt skattkort hefði aldrei komið, en kerlingin í þjónustuverinu fullyrti hið gagnstæða? En ég vil bara fá mitt skattkort, SATANA BERGELE

Skattkortið mitt var að skila sér heim áðan. Það var því hennar skattkort sem var týnt. Hvernig stóð þá á því að þaulreyndur starsmaður TR gat verið að bulla annað við mig. Þá verður maður víst að fara að væla í Ríkisskattstjóra um endurborgun. Á ég kannski að taka sveðjuna með til Skattman eða, nei rólegur Gunz!

Annars er ég núna farinn að æfa á tveim stöðum. Fínt mál, því ég er ennþá svo munaðarlaus æfingalega séð. Núna er ég kominn með hálfgerðan einkaþjálfara sem hefur nú reyndar þjálfað mig áður með góðum árangri. Ég geng undir afarkosti hans og hlýði öllu sem hann segir. Reikna þá með að taka bekkpressuna á leynistaðnum, en læðist kannski í gymmið til að taka kripplingabeygjur og dedd (réttstöðu). Við skulum allavegana lofa kjötbætingu á næstu dögum. Síðan verður að taka til athugunar helvítis slopparuglið. Annars er nýji/gamli þjálfarinn allur að vilja gerður til að aðstoða mig meðan ég beygi mig undir þjálfunaraðferðir hans. Annars hef ég alla æfi verið að þjálfa mig sjálfur með nákvæmlega engum árangri. Hef núna mun meiri trú á Sovésku aðferðinni.

Svo eru það fasteignakaupin. Út um allt eru tvítugar stúlkur (og strákar), þjónustfulltrúar, fasteignasalar og sölumenn að segja mér hvernig best er að snúa sér. Allir vilja þykjast vilja hafa vit fyrir manni. Þú þarft að fara í greiðslumat! Nei þú þarft ekki að fara í greiðslumat. Þú þarft verðmat á íbúðina! Nei, þú þarft sko ekki verðmat á íbúðina. osf. Svo virðist kerfið vera helmingi flóknara eftir að bankarnir tóku til við að gengisfella Íbúðarlánasjóð. Síðan virðumst við vera með allt aðrar hugmyndir en þetta fólk. Það er auðvitað vegna þess að maður er hálfviti.

Annars hittum við þennan hressa Frakka út í Wangspung fyrir jól. Hann Jeau er mikill ævintýramaður sem hefur m.a rekið veitingastað í sex ár á Phuketströnd og búið í meira en ár í Burma. Alger fjörkálfur sem lifði fyrir líðandi stund. Hann minnti mig mikið á skákmanninn Nataf hinn franska. Hann hafði hins vegar lítinn áhuga á skák, en spilaði mikið tölvuleiki og eina íþróttin sem hann fílaði var enskt rúbý, en hann hafði verið kepnismaður í þeirri íþrótt út í Frakklandi, en það fór ekki á milli mála þegar maður sá holninguna á manninum. Við vorum líka sammála um að Parísarbúar og Frakkar væru ekki það sama. Parísarbúar koma óorði á Frakka allveg eins og leiðindarpúkarnir í Köben koma óorði á alla Dani. Þessvegna sagði ég alltaf að Frakkar og Danir væru leiðinlegasta fólk í heimi, en réttara væri auðvitað að segja að Kaupmannahafnabúar og Parísarfrakkar eiga þann "heiður" skilið.

2 Comments:

Anonymous Anonymous said...

já,það er ekkert grín að eiga við hið opinbera á þessu ísalandi. Samt segja menn að skrifræðið sé mun skárra hérna samanborið við mörg önnur lönd. Alveg ótrúlegt að skattkortin ruglist.. Ég tek undir ath.semdir um Parísarbúa af heilum hug, að fenginni reynslu hjá þessum hrokagikkum og illa talandi með takmarkaða þjónustulund sem er stórundarlegt miðað við að París er og hefur alltaf verið stórborg með gífurlegan fjölda ferðalanga sem skilja eftir mikla peninga. Kv, Alma

4:32 AM  
Blogger Fjölnir said...

Það er alltaf ævintýri að taka slaginn við hið opinbera.

Annars er ég í sloppaveseni núna, en þó öðruvísi en þú. Ég á í miklum vandræðum með að komast í minn. Hann situr pikkfastur á bicep þó ég sé með silki. Ég þarf einhverja sérfræðinga til að kenna mér að komast í hann, þá verður hann góður.

8:15 PM  

Post a Comment

<< Home