Æfingablogg
Ég tók þátt í Íslandsmótinu í bekkpressu í dag. Árangurinn varð kannski ekki svo slæmur eftir allt saman, því ég hafði gengið með þær ranghugmyndir í maganum að ég myndi bæta mig í dag. En raunin varð allt önnur. Það er bara rúmlega mánuður síðan ég kom heim úr þriggja mánaða dvöl í Thailandi, þar sem ég gat mest lyft 80 kg í bekk. En æfingarnar hérna heima gengu samt sæmilega og ég hef verið að æfa í gym80 og íþróttahúsi fatlaðra. Svo tók ég eina góða æfingu í Silfursporti. Það sem hefur verið að há mér er hversu mikill einstæðingur ég er orðinn í sportinu. Flestir gömlu æfingafélagar mínir eru hættir, í pásu, eða að æfa á skrítnum stöðum. Ég fékk góða hvatningu í Hátúni og hjálp við að klæða mig í bekkpressuslopp. Ég náði tveim æfingum í slopp, fyrst í hólkvíðum slopp, en seinni æfingin var í frekar víðum slopp, sem Birgir Viðarsson var svo góður að lána mér. Svo gerði ég arfaviltlausan hlut, þegar ég ákavað að þynga mig um 3, 5 kg til að ná að komast upp í 125 kg flokkinn, þar sem ég taldi mig eiga séns á gulli. Þetta var í raun skelfileg lífsreynsla að þyngja mig svona og hefur eflaust tekið úr mér 5-10 kg á mótinu sjálfu. Svo var sloppurinn auðvitað alltof víður, þannig að ég ætti ekki að vera að svekkja mig á þessu mikið í kvöld. Maður er hvort eð er staðnaður í þessu sporti, en ég náði þó silfrinu í mínum flokk, en Sturla suðurnesjamaður sigraði glæsilega í flokknum, en hann hefur bætt sig vel á undanförnum árum. Þriðji var svo tröllið Bjarki bysep sem keppti í handónýtum slopp frá síðustu öld.
3 Comments:
Þetta var flott frammistaða hjá þér. Amk 190kg í bekknum á Íslandsmeistaramótinu og svo 200kg á héðinsmótinu í sumar. Þetta kemur allt með steady æfingum.
Fer maður ekki líka að sjá þig oftar á æfingum, þannig að þú verður ekki eins æfingafélagalaus og áður?
Ég get auðvitað bætt fyrir þetta fljótlega. Málið var að ég var
106 kg daginn áður
110 kg á mótsdag
105.5 daginn eftir!
Ég drakk semsagt yfir fjóra lítra af vökva frá kl 10.00-12.30. Geri þetta aldrei aftur. Eftir þrjár vikur bæti ég fyrir þetta rugl....
Ekki vera að kveina þetta Master..það var ekkert að þessu..þú gerðist yfirmoli um stund og náðir silfri..flott mál og til hamingju með það!
Kveðja Cat
Post a Comment
<< Home