Tuesday, January 16, 2007

Vin

Í seinni tíð keppir maður bara á sérstæðum skákmótum. Hef m.a áhuga á Víkingaskák og að taka þátt í að útbreiða skák meðal fatlaðra osf. Þessvegna hef ég stundum reynt að taka þátt á skákmótum niðri Vin Hverfisgötu. Þangað mæta oft sterkir meistarar, eins og Danielsen og Róbert Harðarsson. Í gær tefldum við fimm umferðir á sérstöku afmælismót fyrir Guðfríði Lilju forseta S.Í. Leikar fóru þannig að eftir fimm umferðir vorum við Guðfríður Lilja, Hendrik og ég efst og jöfn með fjóra vinninga. Þá var móti slitið. Hendrik og Guðfríður leyfðu tvö jafntefli, en ég tapaði aðeins fyrir Hendrik, eftir að hafa leikið af mér steindauðri jafnteflisstöðu (mislitir biskupar). Annars hefði ég kannski náð að vinna mótið, en við Guðfríður náðum ekki að mætast í mótinu, en ég tefldi nokkrar æsilegar skákir m.a við Hendrik og Hrafn Jökulsson. Hrafn ákvað að veita Guðfríði sigur á mótinu, eftir einhvern stigaútreikning, sem aldrei fór fram, en enginn gerði athugasemd við það að leyfa Guðfríða að fá fyrsta sætið vegna tilefnis mótsins. Ég fékk að velja mér bókaverðlaun og valdi ég mér hina frábæru bók: "Hvernig ég varð heimsmeistari", eftir sjálfan M. Tal. Ekki slæm verðlaun það. Hins vegar voru úrslit þau sem birtust á skak.is og fleirri vefslóðum eru ekki nákvæmlega rétt, en það skiptir ekki máli, því aðalatriði mótana í Vin er að vera með og fá fleirri að skákborðinu. Hins vegar birtu þeir hjá Redcross rétt úrslit, en tóku fram að frúin hafði unnið á stigum, sem var ekki raunin því enginn stig voru reiknuð eins og áður sagði. Maður er bara svo hégómlegur. Þetta minnir mig á þegar ég náði jafntefli við Hort í Valhúsaskóla þegar ég var um ellefu eða tólf ára gamall. Blöðin birtu nöfn þeirra örfáu sem höfðu lagt kappann, auk þeirra sem náðu jafntefli. Nafn mitt gleymdist. Ég fékk fólkið mitt til að hringja inn leiðrétttingu á Vísi og fékk því mynd og aukafrétt um þetta "afrek" mitt.

Nú er maður byrjaður í sjúkraliðanum aftur. Reikna með að klára í vor, nema maður láti plata sig í aðra heimsreisu. Varla, því maður er með enn brjálæðislegri hugmyndir m.a um íbúðarkaup osf. Vona bara að maður haldi geðheilsunni.

2 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Það er hið besta mál að fá önnur verðlaun, til hamingju með það :-) Það er annars ótrúlegt hve fílefldur þú ert svona nýkominn úr löngu fríi. En e.t.v. er það heila málið að taka frekar ríflegt frí og ná sér niður ásamt að rýma til fyrir nýjum áskorunum. Nú hillir í útskriftina og þér mun ganga vel að venju. Kv, Alma

7:08 AM  
Blogger Gunz said...

jú, takk fyrir það! En er samt það mikil keppnismaður að maður vill helst sigra, en ef maður lendir í öðru sæti eða neðar þá tekur maður því með sannri íþróttamennsku. Hins vegar er mér ekki vel við þegar úrslitum er hagrætt. Við urðum þrjú efst og jöfn með 4/5 og enginn stigaútreikningur fór fram. Ranga fréttin fór hins vegar á marga miðla, m.a skak.is.

2:36 AM  

Post a Comment

<< Home