Sunday, January 21, 2007

Virkið

Maður er orðinn vel leiður á þessari umfjöllun um "Guðna og Virkið". Eiginlega hundleiður. Nei í sannleika sagt alveg brjálaður. Hvaða leyfi hefur stöð 2 til að dæla þessum viðbjóði yfir landsmenn. Málefni um fjárreiður Virkisins eru eitt og mannlegi harmleikurinn annað. Það er ekkert að því þótt flett hafi verið hulinni af þeirri fjármálaóreiðu sem þarna átti sér stað, eingöngu vegna þess að embættismenn og pólitískir fulltrúar okkar notuðu Virkið í kosningaáróróðri sínum fyrir síðustu kosningar. En hvað með kynlífshneykslið. Á það eitthvað erindi við almenning. Nei, alls ekki. Í vinnu minni síðustu ellefu ár hef ég orðið vitni að mannlegum harmleikjum sem þessum, m.a geðveiki, ástum, afbrigðissemi, fíkniefnum, drykkju, trúarrugli, persónuleikaröskuðufólki og kynlífsfíkn. Svona saga úr hversdagslífinu um afbrigðissemi, kynlíf, ástir, framhjáhald og persónuleikabrenglun á ekkert erindi til almenna sjónvarpsáhorfandann, frekar en allar þær hundruðir sagna sem ég hef heyrt í minni vinnu síðustu ellefu árum og verð að þaga yfir að eilífu. Ef þessi umfjöllun hættir ekki verð ég að heimsækja Siglund Edda upp á stöð 2 og kenna honum nokkra sjómannasiði. Eitt veit ég þó um Virkið að þegar ég hef verið að vinna á þessum deildum hef ég margsinnis hitt persónur sem hafa verið á leiðinni í þetta Virki til margra mánaða dvalar. Margt af þessu fólki hefur þurft að búa á götunni og enginn stofnun viljað hýsa þetta fólk. Enginn alkastofnun, enginn geðdeild eða neitt úrræði var til fyrir þetta fólk. Ekki nokkur maður vildi eiga þetta fólk sem nágranna og það var einmitt þessvegna sem svona starfsemi átti rétt á sér. Virkið hreinsaði borgina á tímabil af öllum útigangsmönnum eins og kom vel fram í myndinni um Hlemm, sem við sáum fyrir nokkrum árum og enginn stofnun sem þykist vera fagleg gat gert neitt fyrir þetta fólk. Gerum ekki of mikið úr faglegri þekkingu, en það hefði kostað hundrað sinnum meira að reka svona heimilli, ef læknamafían hefði stjórnað þessu. En það voru samt kjörnir fulltrúar okkar og embættismenn þeirra, sem áttu að fylgjast með þeim peningum sem þarna runnu inn. En ég er samt sannfærður um að Virkið gerði ótal kraftaverk á þeim tíma sem það starfaði.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home