Rottuhlaup
Heimsmeistaramótið í rottuhlaupi fer nú fram í Þýskalandi. Já, ég kalla þetta rottuhlaup, því þessi skrítna íþrótt er víst bara stunduð af örfáum þjóðum í veröldinni, þótt margir Íslendingar ganga með þá ranghugmynd í maganum að handbolti sé alheimssport. Ég heyrði einu sinni þekktan dómara og West Ham aðdáanda halda því fram á ölknæpunni í Ölveri að handbolti væri í 170 sæti yfir vinsælustu íþróttagreinar í heimi og tveim sætum á eftir indversku rottuhlaupi. ég fór síðan á netið til þess að ganga í skugga um þetta og fann þessa könnun á sínum tíma. Meira að segja í Skandinavíu þar sem handboltinn er stundaður mikið er ekkert fjallað um þessa íþrótt. Tökum dæmi þegar Svíar urðu heimsmeistarar þá var ekkert gert neitt stórmál úr því og þótti ekkert merkilegt. En handboltinn var reyndar vinsæll í gömlu Sovétríkjunum og hjá bandalagsþjóðum þeirra, en ekkert meira en það. Það er bara hjá einni þjóð þar sem allt fer á annan endan þegar "stórmót" er haldið í greininni. Og sú sama þjóð hefur samt aldrei unnið til neinna verðlauna. Sú afsökun að Ísland geti ekki unnið stórmót því við seúm svo fámenn á ekki við um handboltann, því hér á landi er áhuginn á handbolti um þúsund sinnum meiri en á Spáni, svo dæmi sé tekið. Prófið bara að tala um handbolta við venjulegan Spánverja. Hann hristir bara hausinn og heldur að þú sért geðbilaður. Svipað og einhver Færeyjingur kæmi til mín og færi að tala um hversu svakalega góðir þeir væru í sundpóló. Já, þessi íþrótt fær ekki neina umfjöllun í alvöru fréttamiðlum, en samt halda margir Íslendingar að sigur þeirra á Frökkum hafi komið í öllum fjölmiðum heims. Fyrsta frétt á CNN og Sky. Nei, það var ekki nokkur sála sem horfði á þennan leik, nema uppá Íslandi. Ég er alveg búin að fá upp í kok á þessum handbolta. Ég er búinn að fylgjast með þessu handboltalandsliði síðan ég man eftir mér og alltaf sama sagan. Fyrst miklar væntingar eftir einn sigurleik og síðan kemur óvænt tap sem nær okkur niður á jörðina. Ég er bara að búa mig undir vonbrigðin, en ég skal samt gleðjast manna mest ef við verðum heimsmeistarar og mun þá deleta þessu asnalega bloggi. Ég segi því:
ÁFRAM ÍSLAND.
Áfram strákarnir okkar. Þið eruð algerar hetjur. Við höfum alla burði til að komast í sjálfan úrslitaleikinn. Við eigum tvo bestu handboltamenn heims. Besta þjálfarann og bestu stuðningsmennina. Þetta eru strákarnir okkar og við erum stoltir af þeim. Við erum best í heimi.
Leikir Íslands í milliriðlinum
Fimmtudag kl 17.30 Ísland-Polland (Halle)
Laugardag kl 17.00 Ísland-Slóvenía (Halle)
Sunnudag kl 14.30 Ísland- Þýskaland (Dortmund)
Skemmtilegt því við fengum svona þýska landsliðsdúkku í gjöf með bleiupakka út í Thai. Rosalega gaman af henni, því hún talar og hún ætlar einmitt að horfa á leikinn með okkur á Sunnudaginn.
ÁFRAM ÍSLAND.
Áfram strákarnir okkar. Þið eruð algerar hetjur. Við höfum alla burði til að komast í sjálfan úrslitaleikinn. Við eigum tvo bestu handboltamenn heims. Besta þjálfarann og bestu stuðningsmennina. Þetta eru strákarnir okkar og við erum stoltir af þeim. Við erum best í heimi.
Leikir Íslands í milliriðlinum
Fimmtudag kl 17.30 Ísland-Polland (Halle)
Laugardag kl 17.00 Ísland-Slóvenía (Halle)
Sunnudag kl 14.30 Ísland- Þýskaland (Dortmund)
Skemmtilegt því við fengum svona þýska landsliðsdúkku í gjöf með bleiupakka út í Thai. Rosalega gaman af henni, því hún talar og hún ætlar einmitt að horfa á leikinn með okkur á Sunnudaginn.
3 Comments:
góður þessi með rottuhlaupið gunnz ha ha,...... annars var fróðlegt að horfa á rottuleikinn við dani í danska sjónvarpinu.....þeir ætluðu svoleiðis að taka okkur í gegn en slefuðu síðan réttsvo sigur......dönsku þulirnir sögðu aldrei nett þegar ísland skoraði en biluðust þegar danir skoruðu.....ég held að við getum aldrei unnið neitt í neinum svona íþróttum ...það var helst þegar guðjón þórðar var og hét...hann var svo geðveikur að fótboltalandsliðið hreifst með í andan.......og fór að vinna lönd eins og úkraínu og velgja sjálfum frökkum undir uggum......guðjón var flottastur.....sat um kerlingarnar þeirra :-) á árshátíðum og beit þá sem voru með kjaft......ég vill setja miljarð bara í að fá guðjón aftur .......geðveikari en "ever"..hættum að styðja rottuhlaup og botcha.....guðjón þórðars í málið.
Góður Jarl! Verð að viðurkenna að ég var næstum farinn að gráta eftir tapið gegn Baunum. Svona er maður mikill Tagnar Reykás í sér, eins og ég reyndar vissi. Ég vona að Pólverjar verði HM í rottuhlaupi, en Þjóðverjar eru samt líklegri...
Ragnars Reykás syndrómið!
Post a Comment
<< Home