Friday, February 23, 2007

Veikur

Ég hef verið pínu lasinn í vikunni. Erfitt er að greina hvort ekki blandist inn ofsaþreyta og mikið álag. Svo var ég líka búinn að ákveða að taka æfingu á morgun. Ég kalla þetta æfingu, því ég er ekki viss um að maður getir beitt sér að fullu af fyrrgreindum ástæðum. Það eru líka ár og dagar síðan ég hef misst úr vinnu vegna veikinda. Ég hef líka verið manna dómharðastur um þá sem ekki nenna að mæta í létta innivinnu. Maður er jú ekki lengur að vinna í frystigeymslunni á Kirkjusandi eða Búr. Mín skoðun er sú að menn melda sig veika hægri og vinstri, en sérstaklega um helgar svo undarlegt sem það nú er. Og alltaf er hringt í mig á þessum frídögum og boðaður á aukavakt oftast á laugardagskvöldi. Þá hafði einhver starfsmaðurinn skyndilega fengið flensuna. Skrítið!

2 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Gott að þú ert að ná þér, Gunni :-) Sumir eru bara svo sérhlífnir og misnota réttinn sem var hugsaður með hag okkar að leiðarljósi.. Margir mega gjarnan taka til í heilabúi sínu, hugsun og framgöngu.. Kv, Alma

1:46 PM  
Anonymous Anonymous said...

já Master þú ert harður af þér til vinnu svo mikið er víst..Kleppararnir eru lukkudýr að hafa þig stöðugt á svæðinu "órói andans"
----------
Kveðja -Sir Cat

12:56 AM  

Post a Comment

<< Home