Friday, February 16, 2007

Æfingablogg

Var að vinna svo mikið að ég missti af nokrum skúnkaæfingum. Fór því á æfingu með sjálfum Spjótanum og félaga hans Jóa Múrara. Þeir eru nú að undirbúa sig fyrir Spjóta og unglingamótið eftir rúmlega viku. Kannski slæ ég til og verð með til að veita Spjóta aðhald í bekknum. Mér er orðið alveg sama hversu máttlaus ég er, en ætla að reyna að vinna Spjótann í bekknum og réttstöðu á Akureyri í apríl. Því má hann alveg vinna mig núna. Ég tók semsagt nokkuð frískt hnébeygju og réttstöðulyftu, en gömlu karlarnir eru miklu sterkari en ég, en gleymum því ekki að ég tók meira en sumir á Dúddamótinu í bekk núna um daginn. Svo get ég alltaf unnið suma í réttstöðu!

Annars er það orðið fullt starf að vera "fjármagnseigandi" og að vera dagmamma. Við spörum um 50.000 á mánuði með því að láta mig passa strákinn eftir næturvaktir. Þetta er c.a 3-4 sinnum í viku. svo held ég að engin dagmamma vinni um helgar, en þá erum við oft bæði að vinna. Því er þetta alveg ótrúlega gott fyrirkomulag, ef maður hefur næga orku í þetta prógram. Annars gengur þetta allt vel upp og ég get jafnvel bætt á mig helling af aukavöktum á kvöldin og á nóttinni, en á móti kemur að svefninn er ekki mikill þessa dagana. Það er bara svo gaman að vera til! Verð samt að passa mig að detta ekki í maníu og lenda hinum megin við borðið. Það getur nefnilega alltaf gerst. Það sýnir reynslan.

5 Comments:

Blogger Gunz said...

En auðvitað ætla ég að hvetja Spjótann á mótinu. Hann átti góða tilraun við 200 kg múrinn í bekkpressu um daginn. Kannski tekur hann þyngdina núna.

4:26 AM  
Anonymous Anonymous said...

Djöfuls dugnaður í þér.
Eins og þú varst að tala um í blogginu á undan þessu þá er það helvítis vinna að eiga íbúð, sérstaklega ef maður er einstæður og enginn til að borga með manni reikningana af öllu heila klabbinu. Og reyndu nú að halda þér réttum meginn við borðið, nenni ekki að sitja yfir þér í maníu... veit að þú ert sterkari en ég :p

1:01 PM  
Blogger Gunni said...

já, kom anonymus. Kv. GunniGötustrákur :)

1:01 PM  
Blogger Gunz said...

Veit ekki hvort það væri gaman að vera hinum megin við borðið, með auðvitað fulltri virðingu fyrir vinnu minni. Hins vegar hefði maður gott af því að sjá hlutina frá ólíku sjónarhorni osf.

2:29 PM  
Anonymous Anonymous said...

þetta er klikkun

5:45 PM  

Post a Comment

<< Home