Saturday, February 24, 2007

Botninum náð?

Ég var búinn að lofa Spjóta því að taka þátt í öðlinga&unglinga mótinu í kraftlyftingum sem fram fór í gær. Ég lofaði því, en hótaði jafnframt að verðá í léttari flokk til að verða öruggur um að ná hærra verðlaunasæti. Ég lofaði að veita honum harða keppni í bekkpressu og réttstöðulyftu, en ég væri hins vegar búinn að taka svo fáar hnébeygjuæfingar eftir að ég kom heim, þannig að maður vildi helst vilja losna við þá leiðindar grein. Þegar leið að móti var ljóst að ekki var allt með felldu. Ég hafði verið lasinn dagana áður, en hafði samt gengið vel að komast í þyngedarflokkinn minn (léttast) og vildi því ekki skorast undan áskoruninni. Á mótsdag kom í ljós að ég var aðeins of þungur, auk þess sem ég hafði líkað klikkað á að fá pössun fyrir "Tigerinn". Ég íhugaði a.m.k fjórum sinnum á mótsdag að pakka saman og hætta við. Þegar ég ætlaði síðan að fara að hita upp fyrir bekkpressuna, þá byrjaði strákurinn að verða óvær. Ég sá engann í húsinu sem ég treysti mér til að biðja um að aðstoðað mig. Ég ætlaði að tilkynna mótstjórn um að ég yrði að draga mig úr mótinu, þegar bekkpressarinn Skaga-Kobbi birtist óvænt og bjargaði málunum. Ég vissi að hann var þrælvanur að handleika svona kríli, þannig að ég rétt náði að hita upp, en komst þá að því að ég hafð misst allan mátt í bekknum. Skipti þá engu þótt sloppurinn væri alltof víður, þá átti ég alltaf að geta leikið mér að byrjunarþyngdinni. Ég féll þar með úr mótinu, en nýjar reglur leyfa núna keppendum að klára allar greinar þrátt fyrir að falla úr leik. Ég endaði mótið hins vegar með því að gera allar réttstöðulyfturnar gildar og tók 250 kg. Það var því eina ljósið í myrkrinu að ég náði að verða sterkastur af öllum í eldri flokki í réttstöðunni. Fékk þó enginn verðlaun fyrir það. Óformlega er ég því Íslandsmeistari öldunga í réttstöðu! Ég verð þó að líta á þetta sem "góða" æfingu og þótt æfingin hafi misheppnast, þá veit ég núna að botninum var náð. Hins vegar kæmi það mér ekki á óvart að stjórn Kraft ákvæði að banna keppendum að koma með aðstoðamenn sem væru yngri en tveggja ára. Stefán Spjóti stóð sig frábærlega á mótinu og sigraði okkar flokk. Í apríl ætla ég að skora á Spjótann og nokkra aðra að mæta mér í einvígi, því þá verður farin fjölskylduferð til Akureyrar til að bæta upp fyrir þetta hneyksli. Þá ætla ég að sýna kraftlyftingum þá virðingu að koma í betra formi á Íslandsmótinu hjá Kraft. Svo verður hitt sambandið WPC með nokkur alvöru mót fram að vori, en núna að leyfilegt að taka þátt í mótum beggja sambandana án þess að verða útilokaður frá öðru sambandinu.

3 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Skil þetta ekki hjá þér Master..þú hefðir alveg getað skutlað Tigernum í neyðarpössun hjá Meiriháttar...miðað við aðstæður var byrjunarþyngdin í bekk alltof há...þú byrjaðir skynsamlega í beygjum og svo einnig í deddi..hvers vegna þetta ofmat í guðsgreininni þar sem miskunn er síst?..allsskonar þvælureglur sem draga úr árangri eins og þessi nýjasta breyting osfrv. Þú tekur allavega 20 kg meira en þessi ræfils 170 fyrir norðan..be COOL..
------------
Kveðja Sir Cat

12:52 AM  
Anonymous Anonymous said...

Hæ. Master það var flott hjá þér að mæta og taka þátt og vera með Tigerinn sjálfan á handleggnum þetta er andin þú svínbeygðir okkkur í deddinum það eitt sýnir aflið í þér er ótrúlegt. kveðja spjóti

12:13 PM  
Blogger Gunz said...

Takk fyrir það, vildi bara ekki svíkjast undan merkjum. Var að hugsa um að létta mig, þegar ónefndur starfsmaður mótsins sendi mér skrítinn svip og spurði hvort ég væri aftur í vandræðum! Sá hinn sami var vitni að því þegar ég þyngdi mig um 2-3 kíló klukkutíma fyrir dúddamótið um daginn. Það er auðvitað miklu auðveldara að þyngjast um tvö kíló, en léttast osf. Tóm steypa allt saman...

2:09 PM  

Post a Comment

<< Home