Sunday, January 30, 2005

Jötnamót í bekkpressu

Ég kom aðeins of seint á sterkasta bekkpressumót sögunnar í gær, sem haldið var í Valsheimilinu. Ástæðan var auðvitað sú að ég var á næturvakt kvöldið áður og sofnaði ekki fyrr en að ganga ellefu. Svo þurfti ég líka að sækja myndavél í hinum enda bæjarins. Það eina sem ég taldi mig hafa misst af var lyfta Maríu, en hún náði að lyfta yfir hundrað kíló. Annars náði ég að horfa á þrjú holl af fjórum. Rosalega var gaman að sjá Ingvar Ingvarsson svona öflugan. Hann tók í raun mestu þyngd mótsins, þegar hann pressaði upp 290 kg, en fékk dæmt ógilt. Auðunn átti ágæti tilraun við 300 kg og verður ef til vill sá fyrsti til að taka "þristinn". Magnús Magnússon hefur alla burði til að verða sá alsterkasti, en til að svo verði þarf hann að stilla sig. Viðar Veiðihnífur var hins vegar maður mótsins, þegar hann á ótrúlegan hátt neitaði að keppa í löglegum keppnisfatnaði og það þurfti að boða til sérstaks dómarafundar um málið í miðju móti. Viðar lyfti síðan öllum þrem lyftunum, en fékk að sjálfsögðu ógilt. Ég tók fullt af myndum á mótinu, en hef ekki tíma fyrr en á morgun að setja þær inn. Myndir af mótinu má nálgast á heimasíðu Jóhannesar Eiríkssonar. Hann ætlar reyndar að hjálpa mér að setja linka á síðuna hér til hægri. Ég er svo mikill sveppur að ég get ekki fundið út úr því sjálfur.



Bekkpressa2005
Bekkpressa2005
Bekkpressa2005
Bekkpressa2005
Bekkpressa2005
Bekkpressa2005
Bekkpressa2005
Bekkpressa2005
framhald fljótlega
Myndir af bekkpressumótinu
Nánari úrslit á Stevegym.net


Wednesday, January 19, 2005

Exeter-Man. Utd

Gaman var að horfa á utandeildarlið Exeter berjast eins og ljón gegn ofdekruðum atvinnumönnum Man Utd. Leikurinn hefði allveg eins getað endað á annan veg, en Man Utd náði að tryggja sigurinn á síðustu minútum leiksins, en fyrri leikurinn fór 0-0 á Old Traford! Ég þurfti að kíkja í uppáhaldsslúðurblað mitt, News of the world til að finna í hvað hvernig þeim gengur í utandeildinni (5. deildinni), en hún gengur undir nafninu Conference. Exeter er í 5. sæti í þeirri deild, en í neðri undandeildum (6.deild), sem eru í raun tvær Ryman League og Unibond League leika t.d Yeading, sem stóð sig frábærlega gegn Newcastle um daginn. Gleymum ekki að þetta eru strákar sem hafa nokkur þúsund krónur í laun fyrir að spila fótbolta, en vinna sem píparar, málarar, dyraverðir osf. Þeir spila gegn mönnum sem eru með nálægt 100.000 pund á viku. Já, ekki hundað þúsund krónur á viku, heldur 100.00 þúsund pund, eða 40 milljónir á mánuði. Þetta er komið útí algert rugl, því þetta eru bara venjulegir götustrákar, sem eru allt í einu farnir að synda í peningum, eins og Jóakim önd. Þessvegna er svo gaman að sjá að litlu áhugamennirnir geta velgt þeim "stóru" undir uggum. Annars leist mér vel á völlinn hjá Exeter þótt hann hafi litið út eins og kartöflugarður. Þeir höfðu þó fleirri stúkur, en þekkist í efstu deild hér á landi. Þegar leikurinn var búinn skipti ég yfir á RÚV og sá einhvern bókaþátt sem Þorsteinn Joð stjórnaði. Þar fá ýmsir góðborgarar að sýna sýnar uppáhaldsbækur, eða bækurnar á náttborðinu. Lárus Jóhannesson skákmaður og plötubúðaeigandi í 12 Tónum sýndi hróðugur þrjár bækur, mig minnir skáldsögu, tónlistabók og skákbók. Skákbókin var bók Mikaels Tal fyrrum heimsmeistara (Hvernig ég varð heimsmeistari), sem hann skrifaði um einvígi sitt við M. Botvinik árið 1961. Ég er sammála Lárusi, því ég féll fyrir þessari bók á sínum tíma. Frábærlega skrifuð, leiftrandi sóknarskákir, frábær þýðing Braga Halldórssonar og stórglæsileg kápa. Þetta var líka ein af mínum fyrstu skákbókum. Þetta minnti mig reyndar á að ég lánaði Lárusi skákbók um annan heimsmeistara árið 1980. Þetta var bókin um Tigran Petrosjan, sem var fyrsta skákbókin sem ég keypti, en ég keypti tvær skákbækur í verslun sem Jóhann Þórir ritstjóri Skákar rak vestur í bæ fyrir löngu. Ég vil fara að fá þessa bók aftur. Nú eru komin 25. ár síðan ég láði honum bókina. Ég veit að hann fer vel með bækur, þannig að hún skipar örugglega heiðursess á heimili hans. Kanski fæ ég bókina á þessari öld hver veit. Ég gleymi alltaf að rukka hann um hana þegar ég sé hann. Ég get líka horft í eigin barm. Maður er ekki alltaf sá fljótasti að skila hlutum. Stundum gleymist eitthvað og árin líða. Til dæmis eins og myndavélin sem ég er ennþá með í láni hjá Narfa bróður. Hann keypti sér öfluga Nikon vél um daginn, sem kostaði góð mánaðarlaun verkamanns, með yfirvinnu. Ég held því ennþá gömlu vélinni og smellti af nokkrum myndum í Stevegym á mánudaginn. Það eru nokkrar ungar glæsilegar stúlkur farnar að æfa þarna og svo var mættur enginn annar en Ingvar Ringo, sem tók hvorki meira né minna en 280 kg í bekkpressu síðar í vikuni.



Lárus Miðlari
Jarlinn
Jonni og veiðibjallan
Jonni og veiðibjallan
Nikon
Kolaportið
Stevegym
Stevegym
Stevegym
Stevegym
Stevegym
Stevegym





Tuesday, January 18, 2005

Endurmenntun

Er þetta ekki það sem allt gengur út á í dag í hröðu þjóðfélagi. Fólk þarf sífellt að vera rifja upp eða læra eitthvað nýtt. Ég heyrði viðtal um daginn við forstöðumann Endurmenntunarstofnunar Háskólans, þar sem viðkomandi lýsti einmitt þeim breytingum sem orðið hafa í þjóðfélagi voru. Kennarar, tölufræðingar, læknar, bissnesmenn setjast nú á skólabekk til endurnýja fræðin. Sjálfur hef ég nú gert mér grein fyrir því að ég er að verða æviráðinn í heilbrigðisgeiranum. Lét því til leiðast í vetur og fór í félagsliða-brúna svökölluðu og verð hálfnaður í vor. Það er frekar frískandi að mæta þarna og þekkja alla og drekka gott kaffi, en nú fékk ég þá dillu að taka þrjá sjúkraliðakúrsa, vegna þess að hugsanlega þarf ég ekki að sækja tímana í félagsliðanum í vetur, því ég hef lokið þeim áföngum sem eru í boði. Annars á ég að vera í félagsliðanum alla mánudaga og miðvikudaga frá klukkan tvö til fimm á daginn, sem mér finnst góður tími. Sjúkraliðakúrsarnir eru tvo kvöld í viku á mánudögum frá átta til hálf ellefu og á þriðjudögum frá sex til klukkan tíu. Ég prófaði fyrsta tímann í gær, en hann var líffæra og lífeðlisfræði. Mér leið hálf skringlilega þarna í FB. Þekkti ekki neinn. Þarna voru um þrjátíu stúlkur og einungis einn annar karlmaður. Flestar voru stúlkurnar yngri en 25. ára, þótt nokrir ellismellir væru þarna á milli. Þegar ég labbaði um gangana sá ég margar myndir af útskrifarárgöngum sjúkraliða. Meðal annars sá ég mynd af árgangnum sem útskrifaðist árið 1998-9. Þar voru meðal annars Dagný Arnþórsdóttir, sem var að vinna með mér á D-12, Jóhann Wathne og Sæmundur Jón Hermannsson, sem einnig var að vinna á sama stað, en hann þekkja einhverjir gamlir lyftingamenn. Ég hefði þessvegna getið verið þarna á myndinni. Ég fór aldrei í sjúkraliðann á sama tíma og Jóhann, því ég bjóst aldrei við að ílengjast í greininni. Ég kláraði í staðinn BA prófið á tveim árum 1997-99 með vinnunni. Ég ætla að reyna að mæta sem minnst, enda búinn að fá mig fullsaddann af skólagöngu á langri ævi. Ef þetta verður ekki mitt ævistarf, þá verður þetta allavegana hlutastarf. Þá verð ég eins og Gummi enskukennari (pabbi Guðjóns leikara). Hann er einmitt að vinna 30-40% vinnu til að bæta upp kennaralaunin. Svo þegar ég verð útskrifaður sjúkraliði/félagsliði næsta vetur fer ég í geðhjúkrun til Skotlands. Eða er ég kannski orðinn endanlega ruglaður (lunatic).

Friday, January 14, 2005

Gunnar Friðriksson 1913-2005

Því miður barst mér sú sorgarfrétt áðan að afi minn er fallinn frá, en hann náði sér því miður ekki af áfallinu sem hann fékk í síðustu viku, eins og við vonuðumst til. Aldur er afstæður og þótt hann hafi náð því að verða 91. árs, þá var hann svo sprækur að hann hljóp um á Cafe Paris fyrir síðustu jól. Það var ljóst í fyrradag í hvað stefndi, en við náðum að heimsækja í gærkvöldi og þá var mjög af honum dregið. Afi var mikill gæfumaður einkalífinu og var stálminnugur fram á síðustu stundu og æskustöðvarnar í Aðalvík voru honum alltaf mjög hugleiknar. Hann lifði allveg ótrúlega viðburðarríku lífi. Hann fæddist í litlu þorpi á Hornströndum. Hann er einungis 7. ára þegar hálfur tugur manna í hans litlu heimabygð fórust í sjóslysi, þar með taldir báðir bræður hans og margir nánustu frændur og vinir. Hann verður gjaldþrota 17. ára, þegar hann tekur til við að stunda útgerð. Hann vann sig útúr því og flytur bláfátækur í höfuðborgina og kemst fljótlega í góðar álnir. Fer að vinna við sölumennsku og síðar sjálfstætt. Hefur alla tíð mikinn áhuga á fólki, sem verðu til þess að kynnist fjölda manns. Afi lætur eftir sig fjögur börn og fjölda af barnabörnum og barnabarnabörnum.



Útvarpstöðvar lagðar niður

Þeir hjá Norðurljósum hafa lagt niður uppáhaldsútvarpstöð mína Skonrokk, ásamt einhverjum öðrum stöðvum, sem ég hlustaði reyndar aldrei á, en hafa eflaust átt sinn digga aðdáendahóp. Sérstaklega sé ég eftir íþróttaþættinum "Mín skoðun með Valtý Birni", sem var alla virka daga frá 12-14. Það var merkilegt að sama dag og Valtýr færði þátttinn sinn á hærra plan, þegar þeir byrjuðu með sama þátt á Sýn í gær, þá voru stöðvarnar lagðar niður. Sama með þáttinn, Tvíhöfða sem naut fádæma vinsælda og var sendur út á tveim útvarpstöðvum í einu. Þetta hefur greinilega verið fyrir löngu ákveðið að hætta sama dag og Valtýr & co fóru í sjónvarpið. Sá þáttur verður bara einu sinni í viku og mér finnst að þessi þáttur eigi jafnvel fremur heima í útvarpi. En hvað er að gerast á hinni uppáhaldstöð minni Útvarp Sögu. Þar er allt komið í hund og kött og þrír af fjórum fyrrum eigendum hafa gengið út og Arnþrúður Karlsdóttir hefur kært þá Inga Hrafn, Hallgrím Thorsteinsson og Skeggaja til Efnahagsafbrotadeildar lögreglunar. Það var aumkunarlegt að heyra Arnþrúði rífast við Hallgrím í þættinum Ísland í dag. Allveg fáránleg deila. Sama verð ég að segja um deilu Viggós Sigurðssonar og hins íslensks kúbanska García. Viggó hefur að mínu viti fallið á fyrsta prófinu. Hann er að eyða alltof mikilli orku í þessa fáránlegu deilu nokkrum dögum fyrir HM í Túnis. Auðvitað átti ekki að velja Garcia í landsliðið og það er mín skoðun að ekki eigi að veita einhverjum meðalskussum í handbolta, ríkisborgararétt á silfurfati, sem síðan forða sér um leið til evrópu og koma aldrei til Ísland meir, eins og Duranona og Garcia, meðan venjulegt fólk, eins og skyldmenni nýbúa sem hingað koma er gert ókleift að heimsækja ættingja, nema kanski að svindla sér. Íslenskum stjórnvöldum væri nær að veita Bobby Fischer íslenskt vegabréf að mannúðarástæðum, frekar en að púkka upp á einhverja íþróttamenn, sem stunda íþrótt, sem er númer tvöhundruð á lista yfir vinsælustu íþróttagreina heims, nokkrum sætum á eftir indversku rottuhlaupi, sem er vinælli. Bobby Fischer á það inni hjá Íslendingum að honum sé bjargað frá "JAPLANDI", þar sem hann hefur verið lokaður inni í hálft ár. Hér náði hann heimsmeistaratitli sínum árið 1972 í einvígi aldarinnar, sem vakti heimsathygli.

Wednesday, January 12, 2005

CHESS4CUBALIBRE

Hvers vegna í ósköpunum fékk ég mér þetta nafn á bloggsíðuna? Góð spurning og ef ég ætti að svara henni verð að að viðurkenna að ég var ekki að fara auðveldustu leiðina. Ég hafði áður notað þetta nafn sem dulnefni á internetinu í stærsta og vinsælasta skákklúbbi, sem þar er starfandi. Hitt nafnið sem ég hafði að mestu notað er boxbrjálæðingurinn Mike Tyson. Bæði nöfnin vöktu frekar blendin viðbrögð og fékk ég margt skítkastið út á Tyson nafnið, en það jákvæða var að ég eignaðist marga kunningja, sem vildu endilega spjalla um hnefaleika, en flestir af þeim voru Bandaríkjamenn. En einn Suður-Ameríkumaður varð hins vegar allveg brjálaður við mig frá upphafi útaf Kúbunafninu. Hann hét Bolivar og var frá Brazelíu. En afhverju var ég að velja svo óþjált nafn? CHE er náttúrulega frægi byltingaforinginn, sem var fæddur í Argentínu, starfaði á Kúbu, en dó í Bóleviu. CHESS er skák, sem sagt skák (eða CHE) fyrir frjálsa Kúbu, eða ölluheldur fyrir hinn ljúffenga rommdrykk CUBALIBRE, sem ég drakk oft útá Kúbu í denn, ef ég var þá ekki að þamba Mojitos yfir góðri Salza tónlist. Annars ætlaði ég auðvitað aldrei að nota þetta nafn á bloggsíðuna, því þetta er auðvitað allt of langt. Byrjaði bara að fikta við bloggbull, þegar ég var að skoða bloggsíðu Jóa í Ómega. Síðan kom mér á óvart að margir hvöttu mig áfram í að halda áfram að bulla, sem gaf mér auka kraft í framhaldinu. En upphaflega var þetta bara fikt og nafnið í samræmi við það. Enginn virðist muna þessa slóð og varla ég sjálfur, en ég er íhaldsamur og á erfitt með að breyta einhverju. Ég er nefnilega ekkert hrifinn af nafnabreytingum. En stundum eiga þær rétt á sér, en ef td Stevegymvefurinn breytir um nafn, þá er það vandmeðfarið. Vefur sem fær svona margar heimsóknir ætti að getað meikað það, jafnvel farið að selja auglýsingar og ef til dæmis Jón Ásgeir eða Svavar í Muscletech leggi fram góðan pening í vefinn, þá ætti þeir að fá að ráða þessu. Eins og áður segir finnst mér allar nafnabreytingar varhugaverðar. Sjálfur myndi ég ekki vilja skipta um nafn, en ég sagði fyrir nokkrum árum að ef ég þyrfti að breyta um nafn, þá vildi ég heita Egill Skallagrímsson, eða jafnvel Egill Fálkason, en það hét einmitt landflótta norskur þjóðernissinni, sem flúði til Íslands og breytti um nafn. Einu sinni fyrir löngu var einn gaur sem Fáfnir hét að æfa í Brautarholti. Hann hafði einmitt arkað niðrá Hagstofu og breytti um nafn. Hvað hann hét áður veit ég ekki, eða til hvers hann var að þessu. Eiríkur Einarsson hélt einu sinni með stórliði Wimbeldon á Englandi. Þeir fengu sér Egil Drillo, sem eyðilagði liðið, urðu seinna gjaldþrota og breyttu um nafn og heita nú King Dong eitthvað og hrapa nú niður allar deildar í Englandi. Keflavík mun til dæmis alltaf í mínum huga heita Keflavík og þegar ég fer til Rússlands fer ég ekki til St. Petersburgar, heldur mun ég fara til Leningrad. En aftur að Chess4Cubalibre, því ég er búinn að leysa þetta vandamál að hluta. Ég er nefnilega kominn með lén sem er auðveldara að muna. Nú er hægt að fara á bloggsíðu mína með tvennum hætti.
"WWW.GUNNARFREYR.TK"
"http://chess4cubalibre.blogspot.com"
"http://www.dot.tk/"
EGILL SKALLAGRÍMSSON
The image “http://fc.silkeborg-gym.dk:4020/2y/Billeder/egill_skallagrimsson.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.

Monday, January 10, 2005

Ólympískar lyftingar

Ég komst ekki til að kíkja á heiljarátök dagsins í Stevegym, því ég þurfti að heimsækja afa minn á spítala. Mér skilst að Skaga-Kobbi hafi tekið 240 kg í bekkpressu, sem mig grunar að sé húsmet. Þegar ég kom á LSP við Hringbraut, frétti ég að það væri búið að útskrifa afa minn aftur á Landakot. Það eru alla vegana jákvæðar fréttir og vonandi á allt eftir að ganga vel, en hann er nú orðinn 91. árs gamall. Á heimleiðinni ákvað ég að skella mér í mat til mömmu. Hún er flutt í nýtt viðhaldsfrítt húsnæði við Sigtún, en ég man ekki hvað gatan heitir. Húsnæðið kostaði heilan helling af kúlum og það hefði verið hægt að finna 90 fm íbúð á sama verði og þessi kostaði, en hún er rétt um 60 fm. Sjálfur hefði ég valið fermetrana á kostnað gæðana. Móðir mín var ekki heima, en einugis hundrað metra frá heimili móður mínar sá ég ljóstíru, sem kom frá lyftingaherbergi Ármanns. Ég rölti yfir því ég hafði ekki séð ljós þarna svo árum skiptir. Sjálfur hef ég oft æft þarna í gegnum árin og ég bjóst við að hitta í húsinu minn gamla félaga lögreglufulltrúann og húsvörðinn Hall Erlingsson. Þegar ég mætti inn í herbergið var þarna hópur ungra manna á öllum aldri að snara, jafnhatta og taka beygju. Gamli bekkpressubekkurinn var horfinn. Enginn af ungu mönnunum kannaðist við Hall, þótt ég hafi rekist á hann í Ármannsheimilinu fyrir nokkrum árum, en þá var hann orðinn húsvörður tímabundið. Mér leist svakalega vel á aðstöðuna. Mikið var komið af lóðum, en eins og menn vita er herbergið frekar lítið. Ég sá ekki betur, en þarna voru komnir mjög efnilegir og áhugasamir menn. Ég sem hélt að lyftingarnar væru að deyja út. Það kom síða í ljós að nokkrir voru miklir aðdáendur Stevegymvefsins og báru kennsl á mig. Sjálfur æfði ég ólympískar lyftingar um nokkra mánaða skeið og keppti nokkrum sinnum. Stærsta mótið var tvímælalaust Íslandsmótið á Akureyri 1988 minnir mig að það hafi verið. Í Ármannsheimilinu æfa m.a Gísli fyrrum vaxtarræktamaður, sem mér skilst að sé nú sterkastur lyftingamanna nú um stundir. Einnig var mér sagt að minn gamli æfingafélagi Sólmundur Helgason væri væntanlegur á næstu dögum, sem og hinn frægi Steini Leifs, sem er sagður í góðu formi. Mér líst bara vel á þetta og ætla að prófa að æfa þarna, en bekkinn tek ég áfram í Stevegym. Svo er einn af þeim með bloggsíðu. Ármann Dan heitir hann og er líka hjá blogspot.com eins og ég. Annars er þetta mjög sniðugt þetta tk dæmi. Einhverstaðar í Dómeníkanska lýðveldinu eða í Karabískahafinu er hægt að fá ókeypis lén með endinguni tk (s.b hið fræga dopsalar.tk, sem nú er búið að loka). Kanna þetta betur. Kanski verð ég þá kominn með master.tk eftir nokkra daga, sem væri þá miklu þægilegra að muna!
"Lyftingablogg"
"Lyftingadeild Ármanns"


Sunday, January 09, 2005

Myndband af 400 kg lyftu Benna

Þetta myndband hafði ég ekki séð áður, en linkur af þessu myndbandi er kominn á Stevegym.net, en fleirri Powermyndband má nálgast á Irongame.com. Ég var samt staddur í Valsheimilinu, þegar 400 kg múrinn var rofinn. Fyrir þá sem ekki vita þá tók Benedikt Magnússon 400 kg í réttstöðulyftu síðasta haust fyrstur Íslendinga. Benedikt æfir nú um stundir í Stevegym.

"Benni tekur 400 kg"

Saturday, January 08, 2005

Ólafur Hraunberg sextugur

Upphaflega ætlaði ég að skrifa tvær línur um árangur Stefáns Kristjánssonar, en hann náði sínum fyrsta stórmeistaraáfanga í skák fyrir nokkrum dögum og þann fyrsta, sem íslenskur skákmaður nær í rúmlega áratug, eða síðan Þröstur Þórhallsson náði sínum lokaáfanga. Vonandi verður þetta til þess að seinni fjórmenningaklíkan nái að elta hann, eins og gerðist fyrir tuttugu árum þegar Jóhann Hjartarson, Margeir, Jón L og Helgi Ólafsson röðuðu inn áföngunum. Núna tæplega tuttugu árum seinna gætu þeir Stefán Kristjánsson, Jón Viktor, Bragi/Björn Þofinnssynir eða Arnar Gunnarsson leikið sama leikinn. Ég man alltaf þegar ég tapaði fyrir Stefáni Kristjánssyni í Deildarkeppninni á Akureyri fyrir mörgum árum. Ég var þá á fyrsta borði fyrir Skagann, en hann var fyrir unglingasveit TR. Man ekki hvað hann var gamall þá, en hann var mjög ungur, eða einungis 12-14 ára. Ég var auðvitað mjög spældur, en lét á engu bera held ég, en spáði honum í huganum glæsilegri framtíð, sem er nú að rætast. Vonandi nær hann að slá í gegn enda drengur góður. Ég hef reyndar náð að vinna hann nokkrum sinnum í bullet (1. minútu skákum) á ICC (þar heirir hann Champbuster) og hef ég seifað þeim "glæsiskákum", en ég á ekki mikinn séns í hann, ef tímamörkin yrðu lengd. En hver er þessi Ólafur Hraunberg sem er fyrirsögn greinarinnar? Ólafur Hraunberg Ólafsson er ástæða þessa alls. Hann er sennilega guðfaðir skáksprengingarinnar á Íslandi. Hann vann í mörg ár sleitulaust að unglingastarfi í TR og heimili hans stóð opið fyrir unga stráka um helgar. Ég sjálfur kom oft á heimili hans á Rauðarárstígnum þegar ég var 12-15 ára gamall. Þar hitti maður oft unga og efnilega félaga sína eins og Arnór Björnsson, Karl Þorsteins, Jóhann Hjartarsson, Árni Ármann, Elvar Guðmundss, Jóhannes Ágústsson, Lárus Jó, Pál Þórhallss, Hrafn Loftsson, Sveinssonbræður þá Svein og Ríkharð, svo fáeinir séu taldir. Ég veit líka að ungu strákarinir fyrrnefndu (Stefán, Jón VIktor og co) voru líka heimalingar hjá honum. Óli réð á sínum tíma öllu í skákhreyfingunni bak við tjöldin, en var seinna bolað frá, en þá sögu kann ég því miður ekki. Hann gat oft verið þver og einsýnn og þeir sem stóðu honum næstir voru kallaði "Ólaf H klíkan" og það gat verið betra að vera í þeim flokki. Oft á aðalfundum Skáksambandsins eða TR voru oft fulltrúar ungu kynslóðarinnar með atkvæðisrétt, en þeim nægði þá alltaf bara að horfa á hvað Óli kaus (kosið var með handaruppréttingu) og þá vissu þeir hvað þeim bar að kjósa. Hann bar oftast hag unglinga TR fyrir brjósti, en hann var ætíð góður félagi/fararstjóri og ég fór með honum fjórar skemmtilegar ferðir, tvær þar sem hann var farastjóri fyrir sigursælt lið Álftamýraskóla (seinna skiptið fór Ragnar Júlíusson skólastjóri líka með), til Finnland/Copenhagen 1979, Stavanger/London 1980 og tvisvar fórum við með unglingalandsliðinu til New York, 1979 og 1981. Eftir að ég skipti yfir í Taflfélag Seltjarnarnes 17. ára gamall datt ég sjálfkrafa útúr klíkunni og þar með skákinni. Ég var á Ölver áðan að horfa á Man. City tapa fyrir Oldham. Þar var mættur ágætur félagi Eyjólfur Bergþórsson (OLLI, skákmaður, heildsali, fótboltagúrú og Frammari, en hann var með Óla H í stjórn TR fyrir tuttugu og eitthvað árum), en hann var einmitt á leið í afmæli til Óla og hafði meðferðis dýrindis koníaksflösku, sem hann ætlar að færa Hraunberg í kvöld. Þangað til mun Olli sitja á Ölver og skola niður nokkrum bjórum. Hann sagði að Skáksamband Ísland héldi hófið og hæfist það kl. 8.00 í kvöld. Hann sagði mér að ætlast væri til að öll gömlu "kiddin" ættu að láta sjá sig. Ég heyrði síðan í Halla Baldurss hjá skáksambandinu, en hann ætlar einmitt að skella sér. Já, ég er bara að hugsa um að skella mér líka. Þá verð ég bara boðflenna, ekkert mál. Hvað gerir maður ekki fyrir bjórinn!
The image “http://www.simnet.is/hellir/JH-SK.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.

Thursday, January 06, 2005

Næsta ferð

Næsta ferð verður vonandi til Spánar. Það hefur lengi verið draumurinn að reyna að komast aftur í Spænskuskóla eins og ég gerði árið 1999, þegar ég og Faaborg fórum til Barcelona. Leigðum þar íbúð í hjarta borgarinna á Römblunni sjálfri. Ef ég næ að halda vel á spilunum gæti þetta gengið upp á þessu ári. Fyrst þarf ég að losna við allveg fáránleg lán, sem er möguleiki á að endurfjármagna, þs lán sem ég er með hjá Spron. Annars ráðlegg ég ekki nokkrum manni að skipta við Spron, sérstaklega ekki nýbúum, því það er mikill rasismi í gangi. Ég nenni ekki að skrifa um það núna. Farið þið frekar með viðskipti ykkar í Íslandsbanka. Einu sinni fór ég í greiðslumat í Spron og þurfti þá helst að selja íbúð sem ég átti í Álftamýri. Ég náði ekki greiðslumati í Spron vegna íbúðar sem ég hafði gert tilboð í sem kostaði 5. millur, en fór nokkrum dögum seinna í greiðslumat í Íslandsbanka, en fékk uppáskrifað að ég mætti kaupa fyrir tæplega 8 millur. Þvílíkt rugl. Skiptið þið frekar við gamla Kolkrabbafyrirtækið Íslandsbanka. Krabbinn er hvort er eð dauður og var aldrei svo slæmur, eða er til nokkuð verri bankastofnun en Spron. Þar sitja feitir mafíósar eða hvernig orðaði Pétur Blöndal þetta aftur?
The image “http://www.photo.net/philg/digiphotos/200102-e10-barcelona/sagrada-familia-nativity-facade.half.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.

Tuesday, January 04, 2005

Myndir frá Thailandi

Ég tók á annað hundrað mynda í Thailandi. Lenti í vandræðum með að setja þær inn, en held að þetta sé allt að koma. Á sömu vél tók ég einnig hreyfimyndabúta, en þeir voru hálf misheppnaðir (BÚTAR). Einnig var ég með kvikmyndatökuvél með mér og það kom virkilega vel út, þótt ég segi sjálfur frá. Þyrfti að fá Narfa tæknimann í að hjálpa mér að setja þær inn. Sú vél er hálf digital, eins og þær eru flestar og ég tók upp rúmlega fjögra tíma efni og það er spurning hvort ég búi ekki til heimildamynd um ferðina, sem yrði þá í svipuðum dúr og heimildamyndin um frænkurnar tvær frá Thailandi, sem fluttu norður á land og giftust norðlenskum sveitamönnum. Nei, þetta var bara grín..





Jólafrí
Jólafrí
Jólafrí
Jólafrí
Jólafrí
Jólafrí
Jólafrí
Jólafrí
Jólafrí
Jólafrí
Jólafrí
Jólafrí
Jólafrí
Jólafrí
Jólafrí
Bútar
Bútar

Saga kraftlyftinga

DV var með baksíðufrétt í dag, sem snérist um það að aldrei hefði saga kraftlyftinga á Íslandi verið rituð, nema greinagerð Ólafs Sigurgeirssonar um sögu kraftlyftinga. Það er hið besta mál að DV hafi ekki vitað um ritgerð mína, sem legið hefur falin á Þjóðarbókhlöðunni síðustu ár. Einnig var gefið í skyn að aldrei hafi verið rituð saga Jóns Páls, Magnúsar Vers og Hjalta Úrsusar. Ekkert var minnst á bók Ólafs Torfasonar um Jón Pál, sem var að mörgu leiti góð bók. Ég hef allavegana ekki heyrt annað. Bók Jóns Sólnes um Jón Pál er fágæt viðtalsbók með skemmtilegum myndum og commentum Jóns sjálfs. Annars fékk ég símtal um daginn frá fyrrverandi Evrópumethafa, sem hafði rekist á ritgerð mína á bókasafninu. Ég gaf honum leyfi til að ljósrita "bókina". Hann var að mér skilst bara nokkuð ánægður með hana og sendi mér tölvupóst með nokkrum sögum, sem myndu sóma sér vel í endanlegri vandaðri bók um sögu kraftlyfingana á Íslandi. Að sjálfsögðu er margt í ritinu, sem ég hefði viljað getað gert mun betur. Einnig má finna einhverjar rangfærslur, en ég held samt að það sem ég skrifaði eigi vel heima í slíkri bók auk annáls Ólafs. Síðan væri kannski hægt að bæta við köflum þar sem saga hvers afreksmanns væri rakin fyrir sig, auk viðtala, mótstaflna, metalista og fágætra mynda. Sjálfur hefði ég viljað hafa fleirri munnlegar heimildir í minni ritgerð. Auk þeirra sem ég tók viðtöl við, hefði ég átt að tala við Guðmund Sigurðsson, Óskar Sigurpálsson, Arthur Bogason, Ólafs fógeta, svo fáeinir séu nefndir. Ef ég hefði haft meiri tíma, hefði ég gjarnan viljað ná í þá á sínum tíma. Ég fór ég gegnum hverja einustu grein sem skrifað hafði verið um kraftlyftingar og lyftingar fyrir árið 1999, auk þess sem ég fékk að stúdera stærsta úrklippusafn um kraftlyftingar, sem er í eigu Kára Elísonar. Mér var sagt að Guðmundur "Silver" Sigurðsson hafi fengið hluta úr ritgerð minni, en látið hana detta "ofurlétt" á gólfið, með þeim orðum að enginn gæti skrifað sögu lyftinga á Íslandi án þess að tala við hann. Skil hann að mörgu leyti vel, en reyndar fann ég fjölda viðtala við hann og fyrrnefnda menn, sem ég notaði þannig að ég var með fjölda tilvitna í hann og hina afreksmennina.
"SAGA KRAFTLYFTINGA-ANNÁLL"
The image “http://www.exrx.net/Store/HKImages/Powerlifting.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.

Sunday, January 02, 2005

Versti dagur mánaðarins

Nú er komið að því. Nú þar maður að taka upp veskið og borga reikninga. Veit að þetta á eftir að valda einhverjum hnút. Gleymi örugglega einhverju. Byrja á því nauðsynlegasta, rafmagni, síma, vísa, ogvodafone, spron, íbúðarlánasjóður, Íslandsbanki. Uff...þá á ég eftir að telja RÚV, breiðbandið, fasteignargjöld, bifreiðarskattur, hússjóð og margt fleirra. Sest örugglega inná Súffistann örmagna, þegar ég hef valið úr hvað best sé að greiða. Síðan verður bara hafragrautur og þurt brauð, þar sem eftir er mánaðarins.

Áramótin

Áramótagleðin byrjaði um miðjan daginn þegar ég opnaði fyrsta bjórinn. Við fórum í mat uppí Breiðholt til Gumma og Eat, en kíktum svo til mömmu til að horfa á skaupið. Annað árið í röð sofnaði ég yfir skaupinu. Var svo sem ekkert svektur með það. Var skaupið ekki annars frekar lélegt? Fór svo heim til að skjóta upp nokkrum flugeldum og horfa á Útvarpsstjórann tala um Inga T og Sigvalda Kaldalóns. Alltaf er þeta ömurlega efni jafn sjarmerandi. Horfði svo á myndina Stella í framboði, en klukkan tvö var ég allveg að lognast útaf vegna þreytu. Eitthvað var lítið um gestagang. Flestir voru í heimapartíum, en þeir Thailandsfarar Jónas og Atlovitz kíktu við áður en þeir fóru í bæinn. Halli Baldurss komst ekki í veisluna, enda var hann að fylgja heitkonu sinni á árshátíð Haitívina. Ég ákvað klukkan hálf þrjú að drífa mig í eitthvað heimapartí. Við fórum á Vesturgötuna þar sem Jón Ólafsson býr, en hann er bróðir Halldórs Faaborgmeistara. Þar var slatti af liði, m.a nokkrir háttsett fólk úr háskólasamfélaginu. M.a var þarna Helga Kress sem færði mér prófskirteinið þarna um árið. Hún var allt öðru vísi en ég hafði ímyndað mér. Hún er hið mesta partíljón og hin hressasta. Ég hafði greinilega hlustað of mikið á Hólmstein Hannes í fjölmiðlum, en hann hefur verið með hana gjörsamlega á heilanum, eins og Halldór Kiljan Laxness. Eitt af fyrstu bloggunum mínum var einmitt endursögn á sögu um innbrot hjá Hannesi, þar sem Helga Kress mikið við sögu. Helga var mjög forvitin og vildi vita hverja manna ég væri. Mér láðist að segja henni um frændsemi mína við dr. Hólmstein Hannes. Hjá dr. Jóni flaut allt í áfengi, þannig að ég náði að vakna aðeins. Fórum svo seinna um nóttina á Ópus við Hafnarstræti sem áður gekk undir nafninu Píanóbarinn. Þar var mikið af fólki, m.a Óskar Haraldsson, Atlóvitz, Halli Baldurss og Lísa frá Haití. Annarstaðar í Hafarstræti hitti ég svo þá Gullfoss og Geysi, en þar sem ég var allveg að líða útaf, gat ég ekki farið með þeim í partí heim til Gufubaðsstjórans.

Tölvukostur heimilisins "stórbættur"

Heimilistölva mín er nú komin til árana og þegar ég var í fríi á Thailandi um daginn fór ég að skoða fartölvur sem myndu henta mér. Þær tölvur sem ég taldi mig hafa ráð á kostuðu minnst 35 þúsund Baht, sem mér reiknaðist til að myndi kosta 70 þúsund krónur, en þær voru víst ekki nógu góðar, að sögn kunnáttumanns sem ég treysti á. Síðan fór ég að skoða notaðar ferðatölvur og keypti að lokum eina á fáein þúsund Baht. Hún er örfá hundruð mhz og með rétt um 200 mb í innra minni og harði diskurinn er einungis 4 Gígabæt, þannig að ég verslaði mér harðan utanáliggjandi disk (120 Gígabæt), sem og vebcameru og annað tölvudrasl. Núna er ég búinn að tengja tölvurnar saman heima og búa til lítið heimanet. Í ferðinni var ég einnig að skoða myndavélar, en lét það eiga sig að kaupa eina slíka. Narfi keypti sér súpermyndavél um daginn og leyfir mér vonadi að notast við gamla garminn eitthvað áfram. Vonandi eignast ég mína eigin eftir nokkra mánuði og get þá farið að setja inn alvöru myndir, sem eru teknar á góða vél. Annars lenti ég í tæknilegum örðuleikum með myndirnar sem ég tók í desember, en þær verða vonandi tilbúnar á morgun. Í kvöld kom til mín maður til að kíkja á Skype forritið, sem við erum báðir með og ég hafði beðið hann um að kíkja á stillinguna á því, sem og nokkur atriði sem ég þarf að laga. Hann heitir Arinbjörn Gunnarsson og er ættaður frá Ísafirði, en hefur búið hér í þéttbýlinu síðust ár, fyrir utan nokkra mánuði sem hann fór á æskuslóðirnar. Hann varð langt á undan sinni samtíð fyrir nokkrum árum þegar hann stofnaði fyrsta "internetcaffið" á Íslandi í Laugarneshverfinu. Í tölvuverinu hjá honum dvöldum við Jónas marga klukkutíma í viku og tefldum á ICC. Jónas var svo forfallinn að hann keypti sér sína eigin ofurtölvu í framhaldinu og þurfti ekki lengur að keyra niðrí Laugarnes til að tefla. Jónas fékk síðar viðurnefnið Tölvu-Jónas, vegna ofurtölvu sinnar, en seinna varð hann Einkunnarmeistarinn. Arinbjörn er annars þekktastur sem einn af okkar alsterkustu skákmönnum. M.a margfaldur skákmeistari í sinni heimabygð. Já, talandi um skák. Ég sá á SKAK.IS að það væru komin ný alþjóðleg stig Fide. Þegar ég fór að kíkja á íslenska linkinn sá ég að ég var kominn með 1975 stig, en var áður með 2149. Hvernig gat ég lækkað um tæplega 200 stig á að tapa einni skák fyrir Halla Baldurs. Ég fór síðan inná heimasíðu fide og sá að þetta var ekki rétt. Hef ekkert lækkað. Ætla samt að kanna málið betur.
"Helvítis tölvugarmurinn"