Saturday, February 24, 2007

Botninum náð?

Ég var búinn að lofa Spjóta því að taka þátt í öðlinga&unglinga mótinu í kraftlyftingum sem fram fór í gær. Ég lofaði því, en hótaði jafnframt að verðá í léttari flokk til að verða öruggur um að ná hærra verðlaunasæti. Ég lofaði að veita honum harða keppni í bekkpressu og réttstöðulyftu, en ég væri hins vegar búinn að taka svo fáar hnébeygjuæfingar eftir að ég kom heim, þannig að maður vildi helst vilja losna við þá leiðindar grein. Þegar leið að móti var ljóst að ekki var allt með felldu. Ég hafði verið lasinn dagana áður, en hafði samt gengið vel að komast í þyngedarflokkinn minn (léttast) og vildi því ekki skorast undan áskoruninni. Á mótsdag kom í ljós að ég var aðeins of þungur, auk þess sem ég hafði líkað klikkað á að fá pössun fyrir "Tigerinn". Ég íhugaði a.m.k fjórum sinnum á mótsdag að pakka saman og hætta við. Þegar ég ætlaði síðan að fara að hita upp fyrir bekkpressuna, þá byrjaði strákurinn að verða óvær. Ég sá engann í húsinu sem ég treysti mér til að biðja um að aðstoðað mig. Ég ætlaði að tilkynna mótstjórn um að ég yrði að draga mig úr mótinu, þegar bekkpressarinn Skaga-Kobbi birtist óvænt og bjargaði málunum. Ég vissi að hann var þrælvanur að handleika svona kríli, þannig að ég rétt náði að hita upp, en komst þá að því að ég hafð misst allan mátt í bekknum. Skipti þá engu þótt sloppurinn væri alltof víður, þá átti ég alltaf að geta leikið mér að byrjunarþyngdinni. Ég féll þar með úr mótinu, en nýjar reglur leyfa núna keppendum að klára allar greinar þrátt fyrir að falla úr leik. Ég endaði mótið hins vegar með því að gera allar réttstöðulyfturnar gildar og tók 250 kg. Það var því eina ljósið í myrkrinu að ég náði að verða sterkastur af öllum í eldri flokki í réttstöðunni. Fékk þó enginn verðlaun fyrir það. Óformlega er ég því Íslandsmeistari öldunga í réttstöðu! Ég verð þó að líta á þetta sem "góða" æfingu og þótt æfingin hafi misheppnast, þá veit ég núna að botninum var náð. Hins vegar kæmi það mér ekki á óvart að stjórn Kraft ákvæði að banna keppendum að koma með aðstoðamenn sem væru yngri en tveggja ára. Stefán Spjóti stóð sig frábærlega á mótinu og sigraði okkar flokk. Í apríl ætla ég að skora á Spjótann og nokkra aðra að mæta mér í einvígi, því þá verður farin fjölskylduferð til Akureyrar til að bæta upp fyrir þetta hneyksli. Þá ætla ég að sýna kraftlyftingum þá virðingu að koma í betra formi á Íslandsmótinu hjá Kraft. Svo verður hitt sambandið WPC með nokkur alvöru mót fram að vori, en núna að leyfilegt að taka þátt í mótum beggja sambandana án þess að verða útilokaður frá öðru sambandinu.

Friday, February 23, 2007

Veikur

Ég hef verið pínu lasinn í vikunni. Erfitt er að greina hvort ekki blandist inn ofsaþreyta og mikið álag. Svo var ég líka búinn að ákveða að taka æfingu á morgun. Ég kalla þetta æfingu, því ég er ekki viss um að maður getir beitt sér að fullu af fyrrgreindum ástæðum. Það eru líka ár og dagar síðan ég hef misst úr vinnu vegna veikinda. Ég hef líka verið manna dómharðastur um þá sem ekki nenna að mæta í létta innivinnu. Maður er jú ekki lengur að vinna í frystigeymslunni á Kirkjusandi eða Búr. Mín skoðun er sú að menn melda sig veika hægri og vinstri, en sérstaklega um helgar svo undarlegt sem það nú er. Og alltaf er hringt í mig á þessum frídögum og boðaður á aukavakt oftast á laugardagskvöldi. Þá hafði einhver starfsmaðurinn skyndilega fengið flensuna. Skrítið!

Friday, February 16, 2007

Æfingablogg

Var að vinna svo mikið að ég missti af nokrum skúnkaæfingum. Fór því á æfingu með sjálfum Spjótanum og félaga hans Jóa Múrara. Þeir eru nú að undirbúa sig fyrir Spjóta og unglingamótið eftir rúmlega viku. Kannski slæ ég til og verð með til að veita Spjóta aðhald í bekknum. Mér er orðið alveg sama hversu máttlaus ég er, en ætla að reyna að vinna Spjótann í bekknum og réttstöðu á Akureyri í apríl. Því má hann alveg vinna mig núna. Ég tók semsagt nokkuð frískt hnébeygju og réttstöðulyftu, en gömlu karlarnir eru miklu sterkari en ég, en gleymum því ekki að ég tók meira en sumir á Dúddamótinu í bekk núna um daginn. Svo get ég alltaf unnið suma í réttstöðu!

Annars er það orðið fullt starf að vera "fjármagnseigandi" og að vera dagmamma. Við spörum um 50.000 á mánuði með því að láta mig passa strákinn eftir næturvaktir. Þetta er c.a 3-4 sinnum í viku. svo held ég að engin dagmamma vinni um helgar, en þá erum við oft bæði að vinna. Því er þetta alveg ótrúlega gott fyrirkomulag, ef maður hefur næga orku í þetta prógram. Annars gengur þetta allt vel upp og ég get jafnvel bætt á mig helling af aukavöktum á kvöldin og á nóttinni, en á móti kemur að svefninn er ekki mikill þessa dagana. Það er bara svo gaman að vera til! Verð samt að passa mig að detta ekki í maníu og lenda hinum megin við borðið. Það getur nefnilega alltaf gerst. Það sýnir reynslan.

Saturday, February 10, 2007

Nótt&dag

Ég ætla mér að vinna nótt og dag til að verja fjárfestingar okkar. Á síðustu dögum hef ég rætt við fjölda manna, sem ég tel að séu ráðgjafar mínir og flestir segja þeir að dæmið gangi upp. Það eru bara "muppet" í kerfinu sem ég verð aðeins að leiða hjá mér. Ég man þá tíð á fyrstu árum eftir að ég fjárfesti í minni fyrstu íbúð. Erfiðlega gekk að láta enda ná saman og smám saman stækkaði boltinn. Ég íhugaði alvarlega að selja mína íbúðina og flytja til Spánar. Ekki tímdi ég því, þegar á hólminn var komið. Ég guggnaði á þessu og hafnað tilboði sem ég fékk íbúðina. Eftirá hyggja var það rétt ákvörðun, því þá ætti ég hugsanlega ekki neitt í dag. Eða ég væri nú í góðum málum í Barcelona. Þetta var í kringum árið 2000. Um þetta leiti fór ég að stokka upp mín fjármál. stúlkan sem vann í ráðgjöf heimilanna ráðlagði mér að selja allt og flytja upp á Skaft á Kleppi. Ég benti henni á þá staðreynd að það væru bara hjúkrunarfræðingar sem mega flytja þangað. Eftir þetta er mér meinilla við alla þessa ráðgjafa sem reikna út manns fjármál. Hvað þykist þetta fólk vita hvað ég á að eyða í föt, skemmtanir og bílinn osf. Að sjálfsögðu seldi ég ekki íbúðina að hennar "kröfu". Þessir hálvitar fatta ekki hvað maður getur lifað ódýrt. Þegar ég verð orðinn ríkur ætla ég að setja mig í samband við þessar kerlingar sem reyndu að draga úr manni tennurnar á sínum tíma. Þetta voru einmitt reiknikerlingar hjá Reykjavíkurborg, þjónustufulltrúi í Spron osf. Staðreyndin er sú að ég lifi eins og austurlandabúi og er á góðri leið með að verða ríkur. Bara ef ég hef erft eins og 20-30% af viðskiptaviti föðurafa míns þá á ég svo sannarlega eftir að verða efnaður. Já, ég er að breytast í ekta kapitalista og hægri öfgamann. Enda sötraði ég kaffi við sama borð og Hannes Hómsteinn í gær. Gæti bara vara vel hugsað mér að breytast í íhald. Alveg satt!

Svo hef ég ekkert getað bloggað eftir kraftlyftingamótið. Var auðvitað hundóánægður með árangurinn, enda hafði fasteignabraskið dagana á undan, dregið úr mér mikinn mátt, eins og vatnsdrykkjan á mótsdag. Vildi vera með í mótinu, því þetta átti að vera mitt síðasta bekkpressumót. Ég er hættur eftir þetta keppnistímabil, því ég er þeirrar skoðunar að menn eiga ekki að vera að skúnkast í sportinu ef enginn árangur næst. En ég ætla samt að taka þátt í 1-2 tveim mótum fram að vori og svo hætti ég að pæla í alvöru mótum. Þessi mót eiga að vera fyrir menn og konur sem eru í þessu af lífi og sál, sb Ingvar Ingvarsson, sem menn kynntust í Kastljósþætti um daginn. Hann er í þessu af alvöru og lætur ekkert stöðvað sig. Ég útiloka samt ekki keppni í minni mótum í framtíðinni, enda get égt ennþá keppt við félaga mína eins og Spjóta um hvor er sterkari í bekkpressu.

Saturday, February 03, 2007

Æfingablogg

Ég tók þátt í Íslandsmótinu í bekkpressu í dag. Árangurinn varð kannski ekki svo slæmur eftir allt saman, því ég hafði gengið með þær ranghugmyndir í maganum að ég myndi bæta mig í dag. En raunin varð allt önnur. Það er bara rúmlega mánuður síðan ég kom heim úr þriggja mánaða dvöl í Thailandi, þar sem ég gat mest lyft 80 kg í bekk. En æfingarnar hérna heima gengu samt sæmilega og ég hef verið að æfa í gym80 og íþróttahúsi fatlaðra. Svo tók ég eina góða æfingu í Silfursporti. Það sem hefur verið að há mér er hversu mikill einstæðingur ég er orðinn í sportinu. Flestir gömlu æfingafélagar mínir eru hættir, í pásu, eða að æfa á skrítnum stöðum. Ég fékk góða hvatningu í Hátúni og hjálp við að klæða mig í bekkpressuslopp. Ég náði tveim æfingum í slopp, fyrst í hólkvíðum slopp, en seinni æfingin var í frekar víðum slopp, sem Birgir Viðarsson var svo góður að lána mér. Svo gerði ég arfaviltlausan hlut, þegar ég ákavað að þynga mig um 3, 5 kg til að ná að komast upp í 125 kg flokkinn, þar sem ég taldi mig eiga séns á gulli. Þetta var í raun skelfileg lífsreynsla að þyngja mig svona og hefur eflaust tekið úr mér 5-10 kg á mótinu sjálfu. Svo var sloppurinn auðvitað alltof víður, þannig að ég ætti ekki að vera að svekkja mig á þessu mikið í kvöld. Maður er hvort eð er staðnaður í þessu sporti, en ég náði þó silfrinu í mínum flokk, en Sturla suðurnesjamaður sigraði glæsilega í flokknum, en hann hefur bætt sig vel á undanförnum árum. Þriðji var svo tröllið Bjarki bysep sem keppti í handónýtum slopp frá síðustu öld.