Sunday, November 28, 2004

Loksins er þetta mót búið og "árangri" fagnað






Saturday, November 27, 2004

Íslandsmótið í réttstöðu

Mótið á Eiðistorgi heppnaðist bara nokkuð vel. Stevegym fékk fjögur gull. Kári vann sinn flokk, þegar hann þeytti upp 280 kg. Viddi Veiðihnífur vann 90 kg flokkinn mjög óvænt, því Skari Skafningur mætti ekki til að hirða gullið. Viddi tók 160 kg og var í miklum fíling, enda er hann að undirbúa Vietnamferð, þar sem hann ætlar að ná í heitkonu sína. Nóg um það síðar. María sigraði svo kvennaflokkinn, þegar hún þeytti upp 187,5 kg fyrst kvenna á Íslandi. Ægir Jónsson sem æfir að miklum hluta í Stevegym vann 110 kg flokkinn glæsilega, þegar hann tók 310 kg. Um eigin árangur ætla ég ekki að fjalla. Þýðir ekkert að afsaka sig lengur. Hvers vegna ég létti mig niður í 100 kg flokk veit ég varla sjálfur. Vissi það allan tíman að ég myndi að öllu óbreyttu einungis ná 2. sæti. Vissulega var ég að keppa í tveim mótum. Hitt mótið var baráttan um að komast í flokkinn, en fyrir þrem vikum viktaðist ég 108 kg. Vissulega er lærdómsríkt að taka á mataræðinu, en þetta er einhver sjálfspíning eða anorexíusindróm. Ég tók 260 kg á mótinu og fór svo í bætingu þegar ég reyndi við 282,5 kg, en það var enginn innistæða fyrir því. Um nánari úrslit ætla ég að skrifa seinna. Byrja samt að setja inn nokkrar myndir, en myndirnar úr léttari flokknum verð ég að fá annars staðar því ég var sjálfur að keppa. Vonandi fæ ég þær lánaðar af vefnum hjá Jóhannesi Ómega.
282,5 kg var of þungt
Kári reyndi við 285 kg
Viddi Veiðihnífur og Skúli Óskarsson
Þyngra hollið
Þyngra hollið
Þyngra hollið
Þyngra hollið
Þyngra hollið
Bjarki Ólafsson
Ægir
Otri
Magnús Ver
Magnús Ver
Auðunn
Auðunn
Sturla
Ragnar
Ritaraborðið
Bjarki Ólafsson
Miðnæturdeddarinn
Bjarki Ólafsson
Áhorfendur
Sigfús Fossdal
RUV
Jóhannes Eiríksson & fjölskylda
Unnar Garðarsson
Otri
Magnús Ver
Auðunn
Sturla
Sól á Seljtjarnarnesi
Steve
Fossdal
Steve dáleiðir Bjarka
Bjarki fer í 300 kg
Jarl og Geysir
Guðjón Austfjörð
Fjórir hrikalegir
Benni400
Jón Valgeir og Magnús Ver
Magnús Ver
Auðunn fer í 382,5
Narfi frá RÚV og Skemmujarlinn
Fúsdal
Úrsus
Úrsus og Unnar
Domenico Gala
Áhorfendur
Steve og Veiðihnífurinn
Molar sem Steve hefur skapað
Benni fær viðurkenningu
Steve og lærisveinar hans
Umkringdir
Ingvar, Domi & Unnar
María
María
Gry
Magnús Ver
Auðunn
Verðlaun
Skúli & Kári
Stigaverðlaun karla
kvennaflokkur
75 kg flokkur
82,5 kg flokkur
82,5 kg flokkur
90 kg flokkur
100 kg flokkur
100 kg flokkur
100 kg flokkur
110 kg flokkur
125 kg flokkur
Úrsus lét allt flakka
ÁhorfendurMagnús Ver & Auðunn
Þeir hafa allir tekið tonnið
Hörður Magg & Benni
María, kári & Gry
RUV
Miðnæturdeddarinn hress
Grjóni og félagar
Auðunn
Fleirri myndir eru hjá Jóhannesi Eiríkss
Úrslit mótsins






Thursday, November 25, 2004

Stöðumæla-aumingjar

Þegar ég labbaði niður í morgun og opnaði póstkassann var í fyrir nettu áfalli. Ég hélt að ég væri laus við allan óvæntan gluggapóst, en í kassanum var stöðumælasekt frá Bifreiðarstæðarsjóði að upphæð 2200 kr. Ég kannast ekkert við að hafa fengið stöðumælasekt, en mundi eftir einni uppákomu fyrir c.a hálfum mánuði. Þá hafði ég farið með fjölskylduna í Kjörgarð við Laugaveg. Við lögðum á stæði sem er næst Kjörgarði að framan. Fyrst fór ég inn með fólkinu og borgaði nokkrar krónur, en fór síða út og beið í bílnum. Þegar hálftími var liðin þá kíkti ég í andyrið á Kjörgarði til að líta eftir fólkinu, c.a 6. metra, en um leið var kominn gamall horaður stöðumælavörður. Hann var byrjaður að bóka mig, en ég sagðist hafa verið við bílinn. Gamli blýantsnagarinn sagði ekkert heldur stakk nótubókinni í vasann og hvarf á braut án þess að sekta mig, en svo virðist sem helvítis drjólinn hafi samt sektað mig, en ekki látið mig vita. Þannig að nú átti ég að skulda þeim rúmlega helming upphæðarinnar. Ég fór niðrá aðalskrifstofu embættisins og fór að kanna málið. Þar var mér sagt að ég hafi neitað að taka við sektarmiðanum, sem er ekkert annað en tóm lygi. Ef til vill hefur þessi ræfill ekki þorað að láta miðan á bílinn, kanski verið hræddur um að ég berði hann. Þeir sem þekkja mig vita að ég stunda ekki ofbeldi, ekki einu sinni gegn svona aumingjum. Ég fyllti út klöguskýrslu og skilaði inn. Mér var sagt að það tæki þrjár vikur að fá úr þessu skorið. Annars er ég ekki bjartsýnn. Fyrir um 15. árum sprakk á bílnum (Dodge Aspen, stórglæsilegri kerru sem ég átti í nokkur ár) á Hverfisgötu. Ég þurfti að leggja í stæði og hringja í vin til þess að redda nýju dekki. Þegar ég kom aftur að bílnum, sem ég hafði náð að renna í stæði fyrir framan Regnbogann, þá var ég kominn með sekt. Sú sekt var ekki afturkölluð. Ég hef því litla trú á að þessir andskotar geri eithvað núna. Ég hitti gullsmið um daginn, sem var að smíða verðlaunagripina fyrir mótið á laugardaginn. Við reyndumst vera náskyldir, en hann er sonur Hönnu frænku, sem er systurdóttir Unnar ömmu. Hann sagðist hafa flutt verslun sína úr miðbænum (Lækjargötu) vegna stöðumæladrauganna, sen væru að gera kúnnum hans lífið leitt. Þess vegna hafði hann flutt í Kópavoginn. Þessi stöðumælafífl eru þjóðfélagsmein og eru að drepa miðbæinn. Við verðum að stofna samtök gegn þessum óþverra. Ég hitti ungan vinalegan starfsbróður stöðumalavarðarins í dag á Skólavörðustíg og sagði honum frá þessari uppákomu. Honum fannst það óvenjuleg vinnubrögð hjá þeim gamla. Næstu daga ætla ég að labba Laugaveginn þveran og endilangan til að finna mannfýluna. Annars legg ég alltaf á sama stað í miðbænum, yfirleitt á Óðinsgötu eða Freyjugötu og labba frekar í bæinn. Ég get verið djöfulli þrjóskur, eins og þarna um árið, 1992 held ég að það hafi verið, þegar ég var að skemmta mér með þeim heiðursmönnum Robba Armenna og Sveini Helga Geirssyni (fyrrum handrukkara). Við höfðu málað bæinn rauðan. Svenni hafði slegist á öllum stöðum, sem og Robbi, en ég hafði haldið á yfirhöfnum, en bjargað þeim, þegar við átti. Á Lækjargötu hafði Svenni verið að slást við tvo svartklædda menn sem ætluðu að leggja hann í götuna og ég ákvað að bjarga honum stökk á mennina, tók þá hálstaki og fleygði þeim frá. Svenni hljóp í burtu, sem og Robbi og skildi mig einan eftir, en yfir Lækjargötuna hlupu fleirri svartklæddir menn og réðust allir á mig. Þetta reyndust þá vera löggæslumenn við skyldustörf. Ég fékk að dúsa í Hverfissteini yfir nóttina og fannst það vera næg refsing. Skrifaði undir dómsátt um morguninn, en borgaði aldrei sektina og lét þá aldrei ná í mig, og á endanum voru þeir farnir að hringja í vinnuna til mín, en ég vann þá í Ártúnsskóla. Ég ætlaði að sitja af mér þessa þrjá daga, var allveg ákveðinn í því. En eitt skipti löngu seinna bankuðu þeir upp á hjá mér, voru komnir til að sækja mig. Ég var ný búinn að panta pizzu og var með gesti (Kára) í heimsókn á Háaleitisbrautinni. Ég neyddist því til að borga þennan 10.000 kr, sem ég hafði lofað. Þurfti þó að fylgja þeim niðrá lögreglustöð, til að fá kvittunn!!

Þetta er gaurinn sem sektaði mig, Lúlli stöðumælavörður.
The image “http://vefpostur.internet.is/gfr/arthur.JPG” cannot be displayed, because it contains errors.

Wednesday, November 24, 2004

Sterkasti bekkpressari í heimi

Þetta video er hreint út sagt klikkun. Þarna fáum við að sjá Gene Rychlak USA lyfta fyrstur 1000 pundum eða heil 456kg í bekkpressu. Reyndar er hann með ansi frjálslega aðferð og takið þið eftir bekkpressubolnum sem hann er í, en hann er úr efni sem er greinilega ekki samþykt af virtasta sambandinu IPF. Þótt þessi lyfta sé í meira í lagi vafasöm, þá skal bent á það að heimsmet IPF er um hundrað kílóum minna og Íslandsmetið er AÐEINS 280 kg!

Gene tekur 1000 pund í bekkpressu
Viðtal við kappann
Fleirri kraftmyndbönd

Monday, November 22, 2004

First we take Manhattan then we take Berlin

Er maður að upplifa aftur sömu hluti og þegar innrásinn í Írak var undirbúinn. Núna eru þeir byrjaðir að hamast í N-Kóreu og Íran, en auðvitað hefur Bush engan áhuga á Kóreu. Nú á nefnilega að byrja að þjarma að Íran, finna svo einhvern landflótta kjarnorkuvísindamann, sem er tilbúinn að staðfesta að Íranir séu að koma sér upp kjarnorkuvopnum og svo á að ráðast inn í landið til að bjarga heimsbygðinni og koma helvítis klerkunum frá. Vona að Halldór Ásgríms styðji Bush, annars er hann aumingi. Veit að Davíð okkar verður staðfastur og styður innrásina, enda gengur svo helvíti vel í Írak. Davíð veit að einugis er barist í einu héraði af þúsund. Væri frábært ef við staðföstu þjóðirnar myndum bara drífa í þessu, því það eru ennþá fjögur ár í kosningar hjá Bush og aðeins minna hjá okkur. Við gætum t.d sent nokkra "friðargæsluliða" til Írak, til að vinir okkar geta einbeitt sér að Íran
The image “http://vefpostur.internet.is/gfr/binladen_stor.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.

Mirror on W

Bjarki Valentíno, Grjóni og Steve

announcement

"Small amounts of philosophy lead to atheism, but larger amounts bring us back to God."
در باکره
کودکیست
که نه از سیب بود
و نه از گندم
اتفاقی بود
که افتاد
در چار ذیوار جمعیتی
که تو بودی
انسان اولیه ای هستم
که نیازش از از خودش ساده تر است
میترسم از بهشت زیر پایم
پس میکشم
در آینه

Sunday, November 21, 2004

BARCA ENNÞÁ EFSTIR

Heitir þetta ekki að stinga af? Glæsilegur sigur hjá Barca, þeir hreinlega yfirspiluðu fasistaliðið frá Madrid. Ég átti ekki von á þessu, því í síðustu umferð léku Madrid á alls oddi þegar þeir unnu Albacete 6-1, meðan Barca tapaði sínum fyrsta leik gegn Real Betis. En óveðurskýinn gætu farið að hrannst upp hjá Barca, því þeir eru að missa alltof marga lykilmenn í meiðsli, núna síðast Hendrik Larson. En hvaða lið geta veitt þeim keppni í vetur:
1 Real Madrid : Nei ekki ef við horfum á síðasta leik þeirra, þeir voru glataðir
2. Sevilla : Þá helst þeir hafa verið litla liðið í Sevilla síðustu ár, en eru að ala upp stjörnur, eins og Reyes, sem er hjá Arsenal.
3. Espanyol : Litla liðið í Barcelona. Þeir verða alltaf litlir, enginn spurning, en samt gaman að sjá þá svona ofarlega.
4. Valencia : Þeir byrjuðu frábærlega, en síðan hefur ekkert gengið. Unnu þó síðasta leik og eru ennþá í baráttunni.
5. Atletico Madrid : Litla liðið í Madrid og liðið hans Gumma á Kleppi. Þeir verða alltaf litlir, því miður Gummi. Áttu eitt gott ár, þegar þeir urðu meistarar fyrir nokkrum árum. Eiga ennþá einn efnilegasta knattspyrnumann heims, Fernando Torres, sem Chelsea mun kaupa fljótlega.


CLASIFICACIÓN



Champions League
UEFA
Descenso

EquipoPJPGPEPPGFGCPuntos
1Barcelona1292124
7
29
2Real Madrid1271416
9
22
3Sevilla1263313
11
21
4Espanyol1262413
7
20
5Valencia1254319
11
19
6Atlético de Madrid1254313
8
19

Sigur og tap

Við Faaborg brugðum okkur á Grandið á föstudaginn. Ég var ekki að hafa fyrir því að hringja í Sigga Ing enda var deildakeppninn í skák um helgina og ég bjóst ekki við að hann nennti að keppa í Drekktu Betur á Grand Rokk. Í raun var árangurinn hjá okkur Faaborg ekki góður. Dæmi um spurningar sem við klikkuðum á voru:
Hvaða knattspyrnufélag tók fyrst þátt í UEFA keppninni ? (Valur 1969, en ég sagði Keflavík 1970)
Í hvaða fylki USA er borginn Albaquerqe (New Mexico, en við sögðum Alaska)
Hvað eru margar tölur í rúllettu?
Hver er næst stærsta eyja í heimi
Hver er jafnan kallaður faðir Hafnafjarðar?
Hvað eru margir "menn" í hvoru liði í Baccamoon?
Hver var forsætisráðherra vorið 1958?
En við gátum spurningar eins og:
Hver sigraði í þrístökki á ólympíuleikunum í Melburne? (da Silva)
Hvað heitir höfuðborg Haiti? (Porto Prins)
Hvert er stærsta kattardýrið? (Bengaltígur, eða bara tígrisdýr)
Hver samdi leikritið uppreisn á Ísafirði? (Ragnar Arnalds)
Hver samdi operuna Tosca? (Puccini)
Hvaða tónskáld var uppi frá 1864-1949... (Richard Strauss)
Hvað heitir eiginmaður Steinunnar borgarstjóra? Ólafur Grétar Haraldsson)
En síðast en ekki síst, gátum við spruningu númer átján, sem hljómaði svona:
18. Undir hvaða nafni öðru gengur óvætturinn Vlad-Tepes (Dracula)
Eiginlega grísuðum við á þetta, nema að undirmeðvitundinn hafi vitað þetta, allavegana fannst mér að þetta hlyti að vera Dracula greifi, hljómaði eithvað svo slavneskt. Annars var kominn tími til að fá bjórspurninguna rétta, þar sem við höfum verið nálægt því að ná þeirri spurningu lengi. Við fengum okkur því sigurbjórinn, hvor fékk einn tékkneskann Budveiser og síðan yfirgáfum við staðinn. Um kvölddið var ég búinn að lofa Skagamönnum að tefla fyrir þá í deildarkeppninni í skák. Magnús hafði ekki samband við mig fyrr en á þriðjudaginn, þannig að ég sagðist aðeins tefla eina skák, en breytti því því í tvær, eftir suð í Magnúsi, en alls eru tefldar fjórar umferðir í fyrri hlutanum. Að mörgu leyti er í óánægður með liðstjórnina hjá Skagamönnum. Gunnar Magg og Maggi Magg virðast vera einráðir, en það sem þarf er einn fyrirliði, sem heldur utanum allt og hringir í menn tímanlega. Ég taldi mig ekki hafa tíma til
að redda vöktunum, þannig að ég bauðst til að tefla á föstudaginn. Það voru alger mistök því ég átti að mæta í vinnu kl 23.00, en skákinn hófst ekki fyrr, en 20.30, vegna langrar setningaathafnar. Ég var því að tefla hraðskák við Harald Baldursson í TK, og notaði rétt rúmlega hálftíma, en hann notaði báða tvo tímana sem stilltir voru á hans klukku og auðvitað nægði þetta mér ekki og ég kom tæplega klukkutíma of seint á næturvaktina. Ég var svo svekktur að ég tilkynnti Skaga-Manga að ég myndi ekki tefla á laugardaginn kl 17.00 og rauk svo í vinnuna. Það er ljóst að ég muni taka mér langa hvíld frá þessu móti og mæti þá ekki í seinni hlutann sem er eftir áramót. Sökinn er algerlega mín, ég hefði aldrei átt að tefla þessa skák á föstudaginn, en gefa fremur kost á mér á laugardaginn.

Spyrillinn Davíð Þór
Keppendur
Þessir urðu ofarlega
Kokkur Kvæsir
Ingvar Gamli vann Hannes!
Nataf hitt ég á Kúbu
Akranes-Kópavogur
Ofurmeistarinn Evlest tefldi fyrir Hauka
TA-TK
Fjallið okkar
Kaffi Paris klíkan
Viddi Veiðihnífur í réttstöðu


Saturday, November 20, 2004

Búum við í aumingjavænu þjóðfélagi

(Léttur fyrirlestur sem við Skaga-Mangi og Arthur flytjum á mánudaginn)

Þessi titill er ekki til að særa einhvern, heldur voru þetta næstum orðrétt ummæli sem Sýslumaðurinn á Keflavíkurflugvelli viðhafði við fjölmiðlafólk í tilefni þess að danskir móturhjólatöffarar voru handteknir í Leifstöð. Kanski er ekki viðeigandi að bera saman glæpamenn og öryrkja, en það er athyglisvert að skoða hverju það sætir að öryrkjum á framfærslu ríkisins hefur fjölgað um helming á rúmlega áratug. Svar við þeirri spurningu er ekki einfalt. Málefni öryrkja voru mikið í umræðunni eftir dóm Hæstaréttar og viðbrögð ríkistjórnarinnar við dómnum. Einn stjórnarþingmaðurinn, Pétur Blöndal tjáði sig ógætilega í þeirri umræðu og var harðlega gagnrýndur af mörgum öryrkjum í kjölfarið. En hafði hann eithvað til síns máls? Honum fannst ansi margir vera að misnota velferðakerfið og tók nokkur dæmi í því sambandi. En hver á ástæðan fyrir þessari öru fjölgun öryrkja? Eru margir einstaklingar að misnota kerfið? Við ætlum að velta fyrir okkur hvers vegna öryrkjum hefur fjölgað svona mikið hin síðari ár. Í umfæðunni um öryrkjamál síðustu misseri hefur það komið fram að öryrkjum hafi fjölgað um 50 % frá miðbiki síðasta áratugar. Án nánari skoðunar og samhengis er eðlilegt að við spyrjum okkur hvað sé eiginlega á seyði, hvort heilsu okkar hafi farið svona ört hnignandi eða tryggingalæknum orðinn svona laus penninn. Til að vitræn umræða geti orðið um þessi mál verðum við í fyrsta lagi að gera okkur grein fyrir hvað örorkulífeyrisþegar eiga sameiginlegt. Það sem þeir eiga öðru fremur sameiginlegt er að þeir eru fólk sem vegna fötlunar sinnar, jafnvel lítilsháttar fötlunar, er ekki talið uppfylla þær ört harðnandi kröfur sem gerðar eru á íslenskum vinnumarkaði. En hvers vegna skyldu kröfurnar hafa farið svona ört harnandi? Atvinnuleysi hefur vaxið tífalt meira og gerbreyting hefur orðið atvinnuháttum og eftirspurn eftir vinnuafli. Allt fram á síðasta áratug hafa fatlaðir Íslendingar átt því láni að fagna að hér hefur verið mjög mikil og góð eftirspurn eftir vinnuafli, raunar svo mjög að á áttunda og níunda áratug síðustu aldar var atvinnuleysi liðlega 0,5% að meðaltali. Síðan þá hefur atvinnuleysi rokið upp og verið í kringum 3%, sem er væntanlega svipað og í nágrannalöndum okkar. Atvinnuleysi hefur því að minnsta kosti aukist um 500%, tíu sinnum meira en hlutfallsleg fjölgun öryrkja. En fjölgun öryrkja var þó ekki um leið og atvinnuleysið hélt innreið sína í byrjun síðasta áratugar. Stærsti þátturinn í fjölgun öryrkja í þá kanski atvinnuástandið. Læknar hafa bent á að ótrygg vinna og atvinnuleysi stuðli mjög að þunglyndi og leysi gjarnan atvinnumöguleika þess sem fyrir verður. Hér er um að ræða örorku sem rekja má beint til atvinnuleysis. Þessir nýju öryrkjar valda síðan enn frekari fjölgun í hópi öryrkja, einstaklinga sem margir hverjir gætu svo hæglega unnið fyrir sér ef atvinnuástand hefði ekki versnað svo mjög sem raun ber vitni. Læknar bera líka mikla ábyrgð. Hver hefur ekki talað við fólk, sem þeim finnst að hafi misnotað kerfið á einhvern hátt, kanski af illri nauðsyn. Fólk sem jafnvel hefur viðurkennt blákalt að hafa sett upp leikrit í nokkrar vikur og mánuði til þess að komast á örorku. Eitt sinn talaði ég við mann sem hafði setið inni, og hann tjáði mér að flestir sem kæmu út eftir langa afplánum, þyrftu að setja upp leikþátt fyrir lækninn. Þunglyndi, fælni, vannlíðan osf. Það er á endanum Tryggingalæknir í TR, sem metur hvort læknisfræðilegum skilyrðum endurhæfingalífeyris eða örorkulífeyris er fullnægt og setur sjúkdómsgreiningar í matsgerð sína. Í stuttu máli er niðurstaðan samvinna tryggingalæknis og vottorðsgjafa (meðferðarlæknis). Meðferðarlæknir nefnir fyrst þær sjúkdómsgreiningar sem hann telur líklegastar til að leiða til jákvæðrar niðurstöðu (bótagreiðslu) fyrir sjúkling sinn.
En bera læknar ekki oft mikla ábyrgð? Í könnun sem nýlega ver gerð í Noregi voru læknar spurðir hvort það kæmi fyrir að þeir höguðu upplýsingagjöf sinni í vottorðum meðvitað þannig að þeir lýstu aðstæðum sjúklings með þeim hætti að sem mestar líkur væru á að þeir fengju þær bætur sem þeir væru að sækja um. Svöruðu 39% læknanna þeirri spurningu játandi. Við höfum auðvitað mestan áhuga á örorku vegna geðsjúkdóms og í rannsókn sem náði til allra sem metnir höfðu verið til örorku og voru búsettir á Íslansdi þann 1. desember 2002 höfðu 32% kvenna og 42% karla sem metin höfðu verið til hærra örorkustigsins (að minnsta kosti 75% örorku) geðröskun sem fyrstu sjúkdómsgreiningu. Jafnframt kom fram að algengi örorku vegna geðraskana hefur að undanförnum árum farið vaxandi. Þann 1. desember 202 hafði 11.791 einstaklingi búsettum á Íslandi verið metin örorka vegna lífeyristrygginga almannatrygginga, 7044 konum (59,7) og 4747 körlum (40,3%). Það er því ljóst að það er þessi hópur sem lendir útundann, þegar kreppir að á vinnumarkaði með aukinni samkeppni, auknum kröfum um vinnuafköst og auknu atvinnuleysi. Það liggur einnig fyrir að að einn af hverjum tíu atvinnulausum er háskólagenginn, en öryrkinn er oftast með stutta skólagöngu að baki og því er mesta meinsemdin það gjörbreytta atvinnuástand sem við búum við, ræða það til hlítar og ráðast gegn þessu böli eins og ábyrgu samfélagi ber. Með þögninni erum við á hinn bóginn að mynda áður óþekkta þjóðarsátt um aukinn fjölda öryrkja.
The image “http://web.unicam.it/unicam/disabili/images/Cancella-l'Handicap.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.

Thursday, November 18, 2004

Viddi Veiðihnífur verður með

Viðar Eysteinsson Veiðihnífur verður með á Íslandsmótinu í deddi sem haldið verður næstu helgi. Viðar þessi keppti fyrir nokkrum árum í Kraftlyftingum og var orðinn mikill moli að eigin áliti, þegar hann náði að þyngjast uppí 89 kg. hann mun heyja harða keppni við Óskar Skafning um gullið í 90 kg flokki. Viðar fór að ganga með hníf á sér í vetur þegar honum fannst menn vera að vinna gegn sér. Um hann var saminn dægurtexti, sem á örugglega eftir að slá í gegn.
Viddavísa

Thailendingar eiga sinn Vidda. Eða eins og máltækið segir:
"Ekkert er nýtt undir sólinni"

A devotee to the Chinese Shrine of Jui Tui in Phuket, Thailand, has his face pierced with a host of kitchen knives as he and others prepare to take part in the annual Vegetarian Festival Wednesday, Oct. 20. 2004. Ritual Vegetarianism in Phuket traces it roots back to the early 1800's. The festival begins on the first evening of the ninth lunar month and lasts for nine days. Participants in the festival perform acts of body piercing as a means of shifting evil spirits from individuals onto themselves.


Wednesday, November 17, 2004

Með rottum

Ég vaknaði upp með andfælum um daginn, hafði fengið slæma martröð. Hvað var það sem mig dreymdi svona illa? Jú, það var kominn rotta í íbúðina og ég hafði tekið við hana ástfóstri, þrátt fyrir allan skítinn og viðbjóðinn sem fylgdi henni. Hvað þýddi þetta eiginleg? Gat þetta verið slæmur fyrirboði? Hef ekki hundsvit á draumum, en vona að þessi boði ekki eitthvað illt. Þennan sama dag, reyndar eftir miðnætti, á næturvaktinni, sá ég endurfluttning á þættinum, "Ísland í bítið". Í viðtali var ein bráðhugguleg einkunnargjöf, sem var eitthvað yfir tvítugt, með uppáhalds gæludýrið sitt. Hvaða dýr var hún með? Jú hún var með nokkrar litlar sætar rottur. Rotturnar voru yndisleg gæludýr að hennar sögn. Hreinlegar, félagslindar, skemmtilegar, fallegar og síðast en ekki síst alveg ljóngáfaðar. Þær læra að þekkja nafnið sitt, ólíkt einhverjum hömstrum, músum, eða kanínum. Allt í einu var ég alveg stórhrifinn. Þvílíkt og annað eins hafði ég ekki séð. Þessi dýr eru alveg stórkostleg. Það hafa örugglega verið gerðar einhverjar góðar dýralífsmyndir á Animal Planet stöðinni um rottur. Þyrfti að spyrja Magister að því. Hann horfir á þá stöð daginn út og inn, þegar húsdraugurinn er ekki að angra hann. Ég sá einu sinni þátt um hinn heilaga stað Gengis, þar sem margir Indverjar líta á sem heilagasta stað í heimi. Þar koma menn langt að til að baða sig og deyja. Þar og kanski víðar á Indlandi eru rottur taldar heilagar. Þar eru þær líka útum allt, fyrir öllum og eru gæfar sem lömb. Við Vesturlandabúar höfum hins vegar tengt rottur við smitsjúkdóma, svartadauða og flestar plágur, sem yfir okkur dynja. Allt í einu mundi ég að frænka mín, Viktoría Johnsen, tíu ára hefur verið að nauða í mér að ég kaupi dverghamstra og búr, Því hún megi ekki vera með þá sjálf. Ég gat því miður ekki sagt nei strax, heldur fór með henni í tvær ferðir til að skoða dverghamstra, mýs, hamstra, en reyndi svo að koma mér undan því að verða við óskum hennar. Auðvitað fæ ég mér ekki gæludýr aftur. Er löngu búinn með þann pakka. Átti hér áður fyrr, froska, skjaldbökur, páfagauka, fiska, fínkur, hund og dúfu. En hvað með rottu? Kanski ég segi bara Viktoríu frá nýfengnum áhuga mínum á rottum. Hún kaupir þá rotturnar, en ég geymi þær. Frábær hugmynd!
The image “http://re.pp.ru/ratty.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.

Monday, November 15, 2004

Íslandsmótið í réttstöðu

Eins og menn vita er keppt í þremur greinum kraftlyftinga. Bekkpressu, hnébeygju og réttstöðulyftu. Þeir sem ná langt eru þá yfirleitt með allar þrjár greinarnar í lagi. Þó eru til menn sem eru þannig vaxnir að þeir geta hreinlega ekki neitt í einni grein. Það er til dæmis algengt að menn með stutta vöðva eru oft góðir í bekkpressu og hnébeygju, meðan aðrir eru kanski bara góðir í réttstöðulyftu og hafa þá kanski mjög langa handleggi og langt bak. En það sem skiptir mestu máli, er að hafa rétta hugarfarið, æfinginn skapar meistarann. Hér á Íslandi fór Kraftlyftingasambandið að halda sér mót í bekkpressu fyrir rúmlega áratug síðan. Og í lok ársins 1999 var fyrsta Íslandsmótið í réttstöðulyftu haldið, en Kári Elíson sá að mestu um að halda það mót. Mótið var haldið í Þórscafe og tókst í alla staði mjög vel, en einhverjum fannst það vera slæmt að halda mótið á svona vafasömum stað. Mótið var kallað Deddmót aldarinnar. Ég var plataður til að vera með í því móti. Var í engu formi, en náði að taka tvær æfingar. Tók 200 kg á seinni æfingunni, en náði svo að skila 220 kg í mótinu. Ég var einn í 100 kg flokki, því miður kanski, en það var til þess að ég var krýndur Íslandsmeistari. Reyndar tók ég meira en báðir keppendur í 125 kg plús, en það voru þeir Benedikt Magnússon, sem þá var einungis 16. ára og Grétar Hrafnsson, en þeir lyftu báðir 217,5 kg. Reyndar fór eitthvaðúrskeiðis hjá Benna, en hann reyndi við 240 kg á þessu móti, ef ég man rétt, en það klikkaði eða fékk ógilt. Um kvöldið tók hann 260 kg í miklum anda í Stevegym. Allir sem fylgjast með kraftlyftingum vita að Benni er ennþá okkar mesta efni, en hann tók nýlega 400,5 kg í réttstöðulyftu og var fyrstur Íslendinga til að taka 400 kg. Ég keppti á mótinu árið eftir og var þá einn í 110 kg flokki, en háði samt einvígi við félaga minn Guðjón Guðmundsson leikara, og tók þá 265 kg, en hann tók eithvað minna, enda var hann bara í 90 kg flokki. Næsta ár tapaði ég svo örugglega fyrir Invari Ingvarssyni í 110 kg flokki og lenti í öðru sæti. Fyrir tveim árum tapaði ég svo fyrir Ægir og Invari í 110 kg flokki. En mér hefði dugað að taka 280 kg, því þeir fóru báðir í 300 kg og klikkuðu. Ég fór í 280 kg, en það fór ekki upp. En það vantaði ekki mikið uppá. Í fyrra skráði í mig í 125 kg, en var þá c.a 108 kg. þrem vikum fyrir mót. Ég ákvað þá að gaman væri að taka á mataræðinu og fara niðri 100 kg, sem ég átti séns í að vinna. Það tókst mér síðan á rúmlega tveim vikum, en reyndar kom einn helsterkur maður óvænt upp úr 90 kg flokki og vann mig örugglega, en hann tók 300 kg. Enga síður var ég ánægður með árangurinn 265 kg, eftir mikla grenningu. Ég auðvitað rétt slapp í flokkinn, en þatta var mjög lærdómsríkt. Það sama mun gerast núna, því ég ætla að fara niður 100 kg flokkinn (létta mig um 5 kg) eftir að hafa klikkað illilega á æfingu í kvöld. Ég nefnilega tognaði aðeins í lyftunni í dag og hafði ekki þyngdina, sem var 270 kg. Maður á aldrei að afsaka sig, en ég ætlað samt að gera það svona til gamans.

1. Mótið í Njarðvík tók hrikalega úr okkur, við Kári gátum ekkert nært okkur í 6 tíma
2. Fór til tannlæknis kl 1.00 í dag og var vel eftir mig
3. Sat í þrjá tíma á skólabekk í félagsliðanum í dag.
4. Vaknaði snemma eða kl 9.00 til að keyra Deng í vinnu. Var ósofinn.
5. Tefldi bulletskákir (1 min. skákir) í 3-4 tíma, síðustu nótt.
6. Pallurinn hjá Steve er allur skakkur.
7. Notaði ekki barnapúður á lærinn, sem hjálpar manni að klára lyftuna.
8. Á ekki nógu góða stálbrók. Sú gamla gefur mér mesta lagi 5 kg.
9. Hef ekki æft neinar hnébeygju að viti og er því ekki sterkur í löppum.
10. Ég á ekki einu sinni lyftingabelti, svo mikill aumingi er ég. Beltið hans Kára, sem ég notaði í dag, hentar mér ekki, en beltið hans Bjarka Geysis hentar mér mun betur.

Held bara að þegar ég lít yfir þennan afsökunarlista, þá get ég verið bjartsýnn þrátt fyrir allt. Ætla allavegan að reyna taka 282.5, en það yrði bæting. Þristurinn (300 kg) verður að bíða betri tíma. Ég er eini maðurinn sem hefur verið með í öllum mótunum fimm. Ég hef unnið tvisvar. Tvisvar í öðru sæti og einu sinni í þriðja sæti. Vonandi verður gæfan með mér núna og ég nái að hirða gullið. Mætum öll á mótið sem verður haldið á Eiðistorgi á Seltjarnarnesi 27. nóv og hefst kl. 3.00.

ÞESSI MAÐUR ER ENNÞÁ BESTI DEDDARI Í HEIMI, TIBOR FRÁ UNGVERJALANDI. HANN ER HEIMSMETHAFI Í DEDDI OG TAKIÐ EFTIR ÞYNGDINNI, SEM HANN ER AÐ REYNA VIÐ, 406.5 KG. HANN ER ALVEG SKAPAÐUR Í GREININA. LANGIR HANDLEGGIR, LANGT STERKT BAK OG KRUMLUR EINS OG ANDRÉS GUÐMUNSSON!
The image “http://www.powerlifting-ipf.com/pictures/meszaros_01_dl.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.

Sunday, November 14, 2004

Helvíti eru menn tapsárir

Tefldi við þetta fyrirbrigði á icc áðan. Vann hann reyndar 3-0, en hann hefði samt átt að kunna sig:
Capuccino kibitzes: YOUR ****ING MOTHER
Capuccino kibitzes: SON OF A BITCH
Capuccino kibitzes: HIPJO DE PUTE

Saturday, November 13, 2004

Reykjanesmótið í KRAFT

Reykjanesmótið í kraftlyftingum 2004 var haldið í íþróttahúsi Njarðvíkur í dag. Nokkur athyglisverð met voru sleginn. Skaga-Kobbi sló nokkra ára met Baldvins Bekks, þegar hann tók 245 kg í 110 kg flokki í fyrstu lyftu. Jón Gunnarsson setti einnig met í 90 kg flokki, þegar hann tók 207,5 kg og sló einnig fjörgamalt met sem var í eigu Axels Guðmundssonar. Báðir reyndu svo að bæta metin, en náðu ekki. Fjölmörg unglinga og öldungamet voru sleginn á mótinu. Eftir mótið gafst áhorfendum og keppendum færi á að keppa í greipaþraut á tíma, en flestir keppendur og stangarmenn tóku þátt, því sérstök úrdráttarverðlaun voru í boði, flugmiði til Evrópu. Halldór "Prjónn" Eyþórsson kom öllum á óvart og sigraði, en meðal keppanda var m.a Benni Tarfur. Nánari umfjöllun um mótið má finna á:
Stevegym.net
Úrslit

Fighter, Magister & María
Prjónninn
Bóndinn
Tveir 82,5 kg MOLAR
II
Fossdal
Þyngra hollið
Hlölli að vefja
Hlölli að beygja
Enginn Prjónn lengur?
Hörður Harði & María
Auðunn í beygjum
110 kg MOLAR
Áhorfendur
Fossdal í beygjum
Fossdal og Auðunn
Bóndinn pósar
Hver er maðurinn
II
Úr focus
Ægir tók 222,5 á bekk
Úr focus
II
Er þetta Jakob?
Fúsdal tók 220 kg á bekk
245 á bekk
Sturla úr Reykjanesbæ
465 á bekk!
Alvörusport
Fossdal fer í bætingu
Hörður Harði deddar
Sævar Borgarsson
Dr. Jón
Sævar í deddi
Prjónninn tók 277,5 kg
II
Bóndinn úr focus
Jakob í deddi
Ragnar frá Patró
Fossdal tók þristinn
Auðunn fór í 360 kg
Hlölli í deddi
Sturla úr focus
Ægir og aðstoðarmenn
Ægir tók 302,5 kg
Þokkaleg einkunn
Fossdal tekur þristinn
II
Ægir klárar 302,5 kg
Kópavogs&Austfjarðartröll
Stefán Sölvi
Tarfurinn
Réttstaða á mán
Gym80
Hörður vann 75 kg
Prjónn vann 82,5 kg fl.
II
II
Jón Bóndi vann 90 kg fl..
Ægir vann 110 kg fl.
II
Auðunn vann 125 kg plús
Stigabikarinn



Friday, November 12, 2004

Klúður á Grand

Föstudagarnir eru oft Grandrokk dagar. Byrjaði reyndar á þessu venjulega. Hlusta á íþróttaþáttinn, "Mín skoðun með Valtý Birni" á útvarpsstöðinni Skonrokk. Þessi þáttur er alla virka daga milli 12-14. Ég fæ alla mína þekkingu um enska fótboltann úr þessum þætti, en það dugði mér ekki á Grandrokk, þar sem ég klúðraði fremur auðveldri bjórspurningu um fótboltann. Hlustaði svo á sveppinn hann Inga Hrafn og bróðir hans vera að útúða hinum friðelskandi Arafat á Útvarpi Sögu. Reyndar kom Sveinn Rúnar Hauksson til Hallgríms Thorsteinssonar og dásamaði Arafat í þættinum á eftir. Fór í Símann í Ármúla til að léðrétta símreikning, en ótrúlega ruglað afgreiðslukerfi, sem kostaði milljarð, virkar ekkert. Get ekki beðið þangað til ég verð fluttur með heimasímann og gemsann til Ogvodafone. Fór svo á Súfistan og hitti þar Faaborg. Skellti mér svo á létta æfingu, þar sem ekkert markvert gerðist. Var enginn að taka á því þann daginn held ég. Siggi Inga kom svo í stöðina, því við ætluðum að keppa í spurningakeppninni á Grandrokk. Siggi er nýkominn frá Búlgaríu og Tékklandi þar sem hann var að skoða skóla, sem hefur tekið hann inn. Þar ætlar hann að mennta sig meira í Efnafræði, held ég. Svo fór hann til Tékklands á leyniskákmót. Siggi fer svo til Búlgaríu í byrjun janúar. Annars er Siggi mjög ferðaglaður. Hann hefur farið tvisvar til Kúbu og ferðast um alla gömlu Austur-Evrópu eins og hún leggur sig. Þetta er örugglega tíunda ferð hans til Búlgaríu. Annars erum við ágætis lið, því við höfum svo ólík áhugamál. Hann er auðvitað ótrúlega lúnkinn í raungreinum og stærðfræði auk þess sem hann er almennt vel að sér. Ég sé hins vegar meira um íþrótta og sagnfræði spurningarnar. Við náðum tólf réttum, en sigurvegarinn náði 18 réttum, en við fórum einmitt yfir hjá þeim. Annar þeirra var Ævar Jósepsson útvarpsmaður. Reyndar þurftu þeir í bráðabana. Veit ekki hvernig það fór. Dæmi um klúðrið var að í bjórspurningunni var spurt. Hversu marga leiki lék Arsenal í deildinni án þess að tapa? Svarið var 49 leikir, en ég sagði 53. Miðað við hversu vel ég fylgist með enska boltanum, þá átti ég að vita þetta. Ég gat næstu spurningu á eftir sem var mun þyngri, en spurt var í hvaða sæti er Millwall í 1. deildinni í dag. Þeir eru í 10. sæti akkúrat núna. Þetta vissi ég!! Eins var spurt um síðasta konung Íslendinga. hann hét Kristján X, en ekki Kristján IX eins og við skrifuðum. Já við hefðum getað endað með efstu mönnum, ef við hefðum ekki klúðrað nokkrum einföldum spurningum.

Bjarki Súper
Nýmoli
Klíkan
Búlgaríufari
María
Grand
Grand
Ævar Örn Jósepsson



Thursday, November 11, 2004

Engar aukavaktir

Ég er búinn að vera í fríi síðan á aðfaranótt mánudags. Ég hef treyst á að fá aukavakt þegar ég er í frívikunni. Allavegana 2-3 vaktir þegar ég er í sjö daga fríi, en nú ber svo við að ég hef ekki fengið eina einustu. Það er til marks um seinheppni mína að það var akkúrat hringt þegar ég var í félagsliðanum á miðvikudaginn og ég missti þá af tvöfaldri vakt á D-33c. En þegar ég er í vinnuviku þá stoppar ekki síminn. Hvernig get ég orðið ríkur ef ég fæ ekkert að gera. Auðvitað verð ég ekki ríkur meðan ég er að vinna hjá ríkinu. Það segir sig sjálft. Það hefur aðeins einn ófaglærður geðdeildarfulltrúi orðið ríkur. Lárus heitir hann og var að vinna á deild-14 í nokkur ár. Hann sagðist reka súkkulaðiverksmiðju á daginn (að eigin sögn) og á nóttini sá hann um bókhaldið fyrir sælgætisverksmiðuna auk þess sem hann hékk á netinu og verslaði hlutabréf á Wall Street. Hann sagðist einungis vera að vinna á Kleppnum útaf skattinum. Betra væri að þykjast hafa smá innkomu. Hann vildi aldrei taka nein námskeið til að hífa upp launinn. Þetta væru hvort eð er bara vasapeningar. Hann var eiginlega hættur að tala um milljónir og var farinn að tala um milljarða. Meðal fyrirtækja sem hann keypti í var Orkufyrirtækið Enron. Lárus sagðist hafa keypt fyrir tugi milljóna þegar hlutur þess var í lámarki, en hlutabréf fyritækisins þutu upp nokkru síðar. Þvílíkt glópalán var þá einum verðbréfasala KB-Verðbréfa að orði. Annaðhvort er maðurinn allgjör idjót eða hann er alger fjármálasnyllingur sagði sami bankafulltrúinn þegar hann frétti um þessi viðskipti. Enginn veit enn hvort Lárus hafi alltaf verið að segja sannleikann. Sumir héldu reyndar fram að maðurinn væri sjúklegur lygari, en aðrir trúðu á hann, enda höfðu þeir hinir sömu fengið marga fyrirlestra um hlutabréfaviðskipti á næturvöktum. Lárus er nú hættur að vinna og ekki er vitað hvað hann tók sér fyrir hendur. Vonandi fæ ég að heyra af milljarðarmæringnum fljótlega.

Wednesday, November 10, 2004

Afi

Hef verið smá upptekinn og því lítið getað bloggað, teflt eða annað merkilegra. Viktoría og Benjamín fengu að gista eina nótt og þau sáu um að maður komst hvorki í tölvuna né horft á fótbolta. Er þó að leggja lokahönd á viðtalið við Hlöllahlúnkinn fyrir Stevegym.net. Hlölli þessi heitir Svavar Smárason og hefur unnið á Hlöllabátum síðan 1989. Hlölli er með hrikalega breiða handleggi og er mjög öflugur, sérstaklega í bekkpressu. Mjög merkilegur maður, sem hefur frá mörgu skemmtilegu að segja, en ég ætla ekki að segja meira frá honum hér, kemur allt í viðtalinu. Annars fórum við allur hópurinn í heimsókn til afa í gær. Hann býr nú á Vesturgötu, beint á móti húsinu sem hann átti á Garðarstæti, en þar var fyrirtæki hans, Vélasalan til húsa í áratugi. Afi minn heitir Gunnar Friðriksson. Hann er fæddur að Látrum í Aðalvík sem nú er komið í eyði. Lífsbaráttan þar var linnulaus þrældómur, en afi flytur suður og vegnaði vel í viðskiptum og flytur m.a inn tugi báta frá Póllandi. Kanski voru einu mistök hans að selja ættaróðalið dóttursyni sínum á 8.5 milljónir, sem strákurinn seldi nokkrum árum seinna á 28,5 milljónir. Afi vildi halda húsinu innan ættarinnar og því fékk strákurinn húsið á góðu verði. Afi er stálminnugur og nokkuð heilsuhraustur miðað við aldur, en hann verður 91 árs, 29 nóvember, en hann er fæddur sama dag og Viktoría Johnsen barnabarnabarnið hans, sem er með honum á myndinni. Hún verður 11. ára eftir nokkra daga. Kanski halda þau uppá afmælið saman, hver veit?

Afi
Afi
Afi
Blaðaúrklippa
Blaðaúrklippa

Tuesday, November 09, 2004

Mánudagurnir eru bestir

Eða á ég kanski að segja Mánudagur til mæðu. Nú hef ég verið í basli með afnotagjöld RÚV í nokkur ár, þegar þeir byrjuðu að senda mér reikning fyrst fyrir nokkrum árum. Ég borgaði þeim Skúla Sigurðz & Lögmannsstofunni 42 þúsund eða 50 % af skuldinni og samdi um að klára eftir áramót. Þetta gerði ég í góðri trú, 26 október eða tveim dögum fyrir fjárnámið. Skúli ruglaðist eithvað og fjarnámið fór í gegn. Þeir eru hálf vandræðalegir, og ætla að fella niður allan kostnað, en eftir stendur að þeir klúðruðu málum, og nú er þetta lið með veð í íbúðinni og ég veit ekki hvað. Ég ætti bara að senda handrukkara á þetta helvítis lið. Reyndar á ég bara 50 þúsund eftir, sem ég borga eftir áramót. En ég get gleymt öllu tölvukaupum og þess háttar. Mitt nafn er orðið býsna svart, svo ekki biðja mig um að skrifa undir neitt, því það hefur ekkert uppá sig. En ég held að ég skuldi engum neitt í dag, nema bara RUV og foringjanum. Verð vonandi allveg laus við handrukkara, meðan ég held mig frá dópinu. Ég fór í fjölskylduboð uppí Álftarnes, þar sem millarnir búa. Krakkarnir sungu og spiluðu fyrir gesti og ég ætla bara að láta myndirnar tala sínu máli. Síðan kíkti ég á starfsfélaga minn Guðmund Svavarsson og frú Fonn, en þeim fæddist erfingi um daginn. Lítil stúlka og gekk allt að óskum. Guðmundur á einn strák eins og hálfs árs og tíu ára stelpu með fyrrum konu sinni sem er frá Philipseyjum. Fonn kona hans kemur frá Thailandi eins og Deng og hér býr einnig systir hennar Faa. Litli stákurinn var sofandi og því náði ég enga muyn af honum. Guðmundur bjó sem ungur maður nokkur ár í Svíþjóð í Lundi og Malmö. Hann bjó og lék sér með Sigunum og spilaði fótbolta með sama hverfisliði og Zlatan Ibrahimovic , sem nú er einn besti knattspyrnumaður heims. Guðmundur var mikið partýljón hér áður fyrr, en hefur róast eftir að hann gerðist alvöru fjölskyldumaður. Guðmundur er brjálaður knattspyrnuáhugamaður og styður Nottingham Forest (af öllum liðum) af lífi og sál. Byrjaði reyndar að halda með þeim útaf Peter Shilton markverði, en Forest urðu stórveldi á níunda áratugnum. En í evrópu eru það Atletico Madrid, Kaiserslaten og KR. Gummi er ein alfræðiorðabók um fótbolta og ýmislegt annað og ég ætti kanski að plata hann á Grandrokk einhvern daginn. Fjölskyldan ætlar að selja blokkar íbúð sína í Breiðholti og flytja í stórt einbýlishús í Þorlákshöfn og fá um tvær milljónir í vasann. Gummi mun samt áfram starfa á Kleppnum, en horfa á fófbolta á Þorlákshöfn. Ég ætti kanski að skoða þennan möguleika líka. Því Eyrabakki hefur mér nefnilega alltaf þótt sjarmerandi.
Ölli
Grjóni og Valentíno
Geysir tók 180 kg á bekk
Matarboð
Matarboð2
Matarboð3
Matarboð4
Matarboð5
Matarboð6
Matarboð7
Matarboð8
Hjá Gumma
Hjá Gumma2
Gummi og elsta barnið

Sunday, November 07, 2004

Kolaportið

Það er allveg ótrúlegt að fara í Kolaportið. Í Kolaportinu ægir öllu saman, fólk af öllum litarháttum og öllum þjóðfélagsstigum. Meira að segja lyktin er ólýsanleg. Kaffistofan er bæði sjarmerandi og forljót í senn. Þar getur maður setið og fengið sér 200 kr. kaffi og horft á mannlífið. Þar sitja hlið við hlið, jafnvel við sama borð strætisróninn og framkvæmdarstjórinn og þar hitti ég fyrir nokkru Hrafn Gunnlaugsson kvikmyndaleikstjóra og hann átti ekki orð til að lýsa því hversu yndislegur þessi staður væri. Í Kolaportinu hitti ég kunningja minn Gulla. Gulli hefur verið Kolaportsdíler í nokkur ár og selur ýmislegt skran. Hann ásamt Jóni Leossyni Rotara héldu til Thailands fyrir nokkrum árum í leit að ævintýrum og konum, en enduðu síðan í sitthvoru prógramminu. Sennilega var þetta fyrsta alvöru ferðalag þeirra félaga út í heim, en þeir hófa í kjölfarið að nema thailensku, ensku og lærðu á tölvur. Þeir eiga nú nokkrar Thailandsferðir að baki og Rotarinn fer nú árlega til Thailands, þá nokkra mánuði í einu. Ég hitti Gulla úti á götu á Pattaya fyrir tveim árum, en þá var hann ásamt tælenskum kærasta sínum. Síðan þá hefur margt drifið á daganna og Gulli hefur hitt nýjann tælenskann strák. Gulli safnar nú fyrir næstu Thailansferð með sölumensku í Kolaportinu og með því að safna flöskum. Gulli sagði að myndartaka kostaði, en ég lofaði honum því að gefa honum myndirnar á disk, sem hann gæti gefið vinum sínum í Thailandi. Hann bað mig um að mynda sig við flöskutýnslu við tækifæri. Jón Rotari Leósson er komin í pásu og hættur að stunda viðskipti í Kolaportinu. Hann er sagður stunda nám í Thailensku. Jón Rotari fékk viðurnefni sitt, þegar hann var að vinna með okkur Herkules í öryggisvörslu í Perlunni, en hann var þar steinrotaður af einum ríkum góðglöðum tannlækni. Á rölti mínu í portinu hitti ég Logginn allan hrikalegan og hann sagðist vera að komast aftur í gott form, eftir að hafa skipulagt keppnina, Sterkasti maður heims fatlaðra. Hann var allveg til í að stilla sér upp fyrir myndatöku, meðan ég sagði honum frá deddmótinu. Ég skrapp svo á Glaumbar og kíkti á Man City-Man Utd, en hann fór markalaust jafntefli, sem eru góð úrslit fyrir Kevin Keegan. Á littla sjónvarpinu sá ég Newcastle bíða afhroð gegn Fulham, allveg hrikalega ósanngjörn úrslit, því Newcastle spilaði flottan sóknarleik. Nú gæti skyndilega farið að hitna undir jánkarlinum Souness.

Gulli
Frá Gullabás
Úr portinu
Úr portinu
Loggurinn
Úr portinu
Kaffistofan
Ein Tælensk
Úr portinu
Takk fyrir komuna
Glaumbar
Glaumbar
Glaumbar
Newcastle-Fulham 1-4

Er Barca að stinga af?

Barcelona vann Deportivo í frekar slöppum leik, þar sem Kanínan Ronaldinho var í strangri gæslu allan leikinn. Nú er bara að vona að hin liðin misstígi sig í dag, svo Barca nái að tryggja stöðu sína í efsta sæti. Maður leiksins var Xavi..
El Deportivo, por su parte, anota en su estadística la primera derrota de la temporada fuera de casa e insiste en la paradoja de ser el equipo que más jugadas de ataque fabrica -casi 120 por partido- y uno de los menos resolutivos (11 goles). El barcelonista Samuel Eto'o ha marcado ya, él solito, nueve.


EquipoPJPGPEPPGFGCPuntos
1Barcelona1082020
5
26
2Sevilla952210
8
17
3Real Madrid95138
5
16
4 Zaragoza951317
15
16
5 Levante951314
12
16
6Valencia943217
10
15



Vöðvafíkn

Hugleiðing mín um Bigorexía
af Stevegymvefnum vakti atygli á
Forvitni.net

Grein Kára af Stevegym.net

Thursday, November 04, 2004

Herramaðurinn

Herramaðurinn er alger þráhyggja hjá mér. Hef átt herramanninn í nokkur ár. Herramaðurinn er hvítur Benz, sem Steve foringi seldi mér um árið. Þá átti hann tvo Benza og vildi losa sig við annan. Ég vildi eignast þann ódýrari, en hann hafði áður verið eigu Skara Rauða. Eitt sinn þegar ég var í heimsókn á Hringbrautinni hjá Magister-Cat, mætti ég draugfullum gömlum karli, sem bjó á hæðinni fyrir neðan Cat. Gamla byttann hafði ætið verið til mikilla vandræða í húsinu vegna drykkjuskapar, en þegar hann sá mig birtast á nýbónuðum Benzanum, leit hann á ryðblettina á benzanum og sagði: "Þetta er herramaður í druslufötum!"" og greinilegt var að honum fannstt bíllinn vera fremur illa farinn, en Benzinn sjálfur er eðalvagn, sem á að bera virðingu fyrir. Eftir það gekk bílinn alltaf í mínum huga undir nafninu, Herramaðurinn. Hvað um það. Eftir að ég keypti Daihatsuinn, þurfti ég að taka Benzann af númerum um hríð, þurfti eftir það ávallt að vera á flótta með hann frá embætti Gatnamálastjóra, sem sér um að númerslausir bílar séu hirtir af götum borgarinnar, ef þeir eru ekki á einkalóð. Þegar ég fór í greiðslumat í fyrra, þurfti ég eftir mikið japl og juð að afskrá hann til að ná um hálfri milljón hærra greiðslumati. Ég nennti ekki að standa í meira þrefi, enda var hann á skattaskýrslunni. Síðan þá hef ég þurft að færa hann til. Hann hefur verið á Miklubraut og Gnoðavogi, á tveim stöðum við þá ágætu götu, þar sem fjölskylda mín og Matta Meiriháttar fylgdust með honum. Eitt skipti þurfti ég að sækja hann uppí Vöku og borga 10.000 krónur. Einnig hafa nokkrir sérvitringar verið að falast eftir felgunum á bílnum einhverja hluta vegna. Einn sem bjó á Miklubraut vildi skipta við mig á öðrum Benz glansfelgum, en þær voru einhvað minni í tommum talið. Einnig vildi Elías Sveinsson fyrrum tugþrautamaður kaupa þær. Síðan hefur einn dulafullur maður hringt tvisvar, en hann vildi skipta við mig og borga í milli 10-15 þúsund krónur. Eg reyndi að sýna honum kurteysi, en hann heldur áfram að tuða í mér, en ég læt hann ekki ná í mig aftur, því hann var farinn að rakka niður bílinn. Ég mun því ekki selja þeim manni felgurnar, þótt hann byði í þær 100.000 krónur. Bíllin verður fornbíll eftir tæplega tvö mánuði, ef ég skil þetta rétt og draumurinn er að setja hann á götuna aftur á næsta ári og þá fær herramaðurinn vonandi þá virðingu sem hann á skilið. Jæja þá að æfingu gærdagsins. Ég reyndi við 155 kg í bekkpressu, en var ekki ánægður. Fæ alltaf eithvað leiðindar tak í bakið þegar í er kominn í toppana, einnig einhvern seiðing í vinstri öxl. Ætla bara að einbeita mér að réttstöðunni, en Stevegym.net hópurinn hefur nú tekið að sér að halda Íslandsandsmótið í réttstöðu í lok nóvember. Annars tóku þeir Ægir og Hlölli vel á því í bekknum í gær. Hlölli tók 210 kg og Ægir tók 215 kg, sem er persónuleg bæting. Ég komst því miður ekki á æfingu í dag föstudag, því ég tók aukavakt á D-28 í Hátúni til að eiga fyrir salti í grautinn. Missti því af góðri lyftu hjá Bjarka Geysi, en hann tók 315 kg í réttstöðu án stálbróka og var það listabæting og persónuleg bæting án brókar.

Herramaðurinn
Matta Meiriháttar
CHE
Skafningurinn
Hrikalegir
Bekkurinn og Cat
Hlölli og Ægir
Curl
Tuborg
Spjóti
Ægir með 215 kg á bekk

Wednesday, November 03, 2004

Bigorexía

Ég gat lítið lesið fyrir prófið í dag, enda latur fram úr hófi, þurfti að horfa á fótbolta í gær, Chelsea og Barcelona, en þeir síðarnefndu unnu Milan í góðum leik. Síðan var ég ekki rólegur fyrr en Bush hafði unnið sigur gegn kommanum Kerry. Las því frá kl 10.00 í morgun til kl 2.00, en fór þá beint í prófið. Gat ekkert í hinum svokölluðu kvennaspurningum, um fæðingu,meðgöngu og getnaðarvarnir, en hef bjargað mér á einhverju öðru. Tek þá bara prófið aftur, ef allt fer á versta veg. Ég þurfti m.a að vita allt um anorexíu, bulemíu, offitu og bigorexíu. Já, bigorexía, hvað er það? Jú, það er verið að kenna heilbrigðisstarsfólki að Bigorexía, eða vöðvafíkn sé óstjórnleg ástundun líkamsræktar, sérstakt mataræði og inntaka fæðubótaefna og jafnvel stera er farið að hafa truflandi áhrif á einstaklinginn, sem sýktur er. Bigorexíann leitast við að stækka vöðva sína verulega og halda þeim þannig og upplifir vannlíðan af tilhugsuninni um að þeir minnki eða rýrni. Sá hinn sami fær sektarkennd sama hversu massaður hann er. Já, svona er fórdómum sáð í skólakerfinu um lyftingar. Svívirðilegt að bera lyftingaástríðu við geðsjúkdóma eins og bulemíu og anorexíu. En kanski er vinur minn Greg Valentíno með bigorexíu? Hann er svo sannarlega að safna upphandleggsvöðvum. Annars fékk ég áfall áðan þegar ég sá frétt af hnífstungumálinu í gær. Sýndist lögreglan vera að taka St. Blöff fastann fyrir aðild hans að þessu sorglega máli. St. Blöff hefur verið að mæta í gymmið í gegnum árin og er kanski þekktastur fyrir að hafa komið með Hjört Geirsson fyrst á æfingu. Ég er 99% viss um að þetta hafi verið hann. St. þessi hefur átt við alvarleg veikindi að stríða hin síðari ár, en hefur ekki verið talin ofbeldismaður. Það var guðsmildi að hinn maðurinn sé úr lífshættu.
The image “http://vefpostur.internet.is/Session/17684-FzSUDiwZdkG1vNcfJ45e/WebFile/4960.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.

Tuesday, November 02, 2004

Er betra að vera tré en runni?




12:00
- Últimas


Bush 99% - Kerry 1% Nader 0%

Í guðana bænum!

Slökum öll á og drögum djúpt andann, því ég er að fara í próf í heilbrigðisfræði á morgun kl. 2.00 og er ekkert byrjaður að lesa. Ætla samt að horfa á leikina í dag, Chelsea-Mosckva, Barca-Milan og síðast en ekki síst kosningasjónvarpið í nótt. Get sennilega ekkert lesið eða bloggað fyrr en á morgun. Í nótt ræðst hvort Bush fái ekki að halda áfram góðu starfi. Halldór Ásgrímsson, Davíð, ég og allt Ómegaliðið leggjumst nú á skeljarnar og byðjum þess að Bush vinni, svo við getum áfram tryggt heimsfriðinn. Við þurfum líka að hreinsa til í Íran, Norður Kóreu og öllum þessum öxulveldum hins illa. Svo erum við Íslendingar komnir með her, frábært að lauma þessu svona inn. Friðargæsluliðarnir í Kabúl eru að sjálfsögðu hermenn, Gott mál, loksins get ég borið höfuð hátt, þegar ég tala við útlendinga. Við erum í stríði, eigum her. Halldór Ásgrímsson fær allt mitt hrós enda fæddur 8. sept eins og ég. Sniðugt að lauma þessu svona inn, allveg eins og þegar herinn kom hérna á eftirstríðsárunum og þegar við gengum í Nato. Látum ekki helvítis kommana ráða. Í guðana bænum.

My Photo


Monday, November 01, 2004

Æfing dagsins

Ég vaknaði frekar slappur, hélt að ég væri að veikjast og hringdi strax í tannlæknirinn minn og afboðaði tímann sem átti að vera kl 1.00. Vissi ekki hvernig ég hefði komið út úr Nesjavallagleðinni. Út úr fríska loftinu og léttu bjórþambi bæði á föstudaginn og laugardaginn. Ákvað samt að druslast í Félagsliðann kl 2.00. Sat þar í þrjá tíma og reyndi að halda andlitinu. Það er búið að setja próf á miðvikudaginn. Kaffið hjá Mími er mjög gott og því náði ég að hressast smá. Ég mætti svo á æfingu uppúr kl 5.00. Bjóst ekki við neinu. Ætlaði kanski í 240 kg af gólfi, en taka svo meira á föstudaginn. En einhvernveginn náði Kári að æsa mig upp, þannig að ég tók það sama og hann, en hann var reyndar á búkka, þannig að ég neyddist til að repsa 260 kg x 3. Auðvitað þurfti ég að skella smá, en ég hef víst oft skellt meira. Þetta er listabæting og eflaust er þetta lika all-time bæting hjá mér, ef ég lít á þetta þannig. 162,5 x 2 af búkka þarna um árið er auðvitað betra, en ég á 280 best á móti, þannig að ég er bjartsýnn á að taka 290 kg á Íslandsmótinu. Annars voru miklar bætingar í gymminu. Kanski kom Skaga-Jakob með andann, en hann birtist í gymminu eftir að hafa tekið yfir Íslandsmeti á æfingu í dag uppí Gym 80. Hann tók víst 245 kg í slopp, sem er yfir Íslandsmeti Baldvins Bekks í 110 kg flokki, en Kobbi er víst 108 kg. Jæja, Sigfús Fúsdal bætti sig í bekk, tók 200-215-220 kg,.sem er bæting eg er hann til alls líklegur. Bjarki Geysir tók 175 kg slopplaust, sem er bæting. Hann er í góðum fíleng, enda á leiðina á ensku ströndina í 30 stiga hita. Kári tók 260 kg af búkka eins og áður sagði.

Verð að dedda 300 kg

Afmæli+party+Nesjavellir