Bilun
Sumir dagar eru bara ömurlegir og maður verður að hafa jafnaðargeð til að komast í gegnum þá. Að sjálfsögðu á Masterinn nóg af jafnaðargeði. Þegar bílinn bilar (báðir), tölvan bilaði (í raun báðar), þá fer maður ósjálfrátt að hugsa um einn kaflann í bíblíunni, þar sem Guð var að reyna manninn. En svo fór maður auðvitað að hugsa að auðvitað eru þetta bara veraldlegir hlutir, en Job í biblíunni mátti reyna sorgir, eins og svo margir. En tölva er bara tölva og bíll bara bíll. Svo var Stevegymsíðan að breyta um nafn í vikunni, en Steve hafði þær ranghugmyndir að síðan héti í höfuðið á sér. Hann sem opnar aldrei tölvu hlustaði of mikið á einhverjar brjálaðar kerlingar og svo var Steve rokinn á eitthvað heimsmeistaramót öldunga í gamlingjasporti og skildi geðvondan Hjörtinn eftir í stöðinni. Er ekki bara kominn tími fyrir Masterinn að hætta að æfa, enda hefur hann svo sem aldrei getað neitt. Stefndi þó á 200 í bekk og 300 í réttstöðu. Kannski ætti hann bara að byrja að tefla aftur. Hann tók sig til í hraðskákmótinu í Ráðhúsinu og sendi vin sinn franska stórmeistarann Nataf heim, þegar hann náði að vinna hann í síðustu umferð og komst þannig í 64 manna úrslit, þar sem hann beið lægri hlut fyrir GM Sutovski, sem hrósaði Masternum fyrir skemmtilega taflmennsku eins og góðir skákkennarar eiga að gera. Mótið endaði með því að Magnús Carlsen norska undrabarnið vann óvænt og Bjarni Ármannson í Glitni afhendi honum sigurlaunin. Hey, Glitni. Af hverju að breyta nafninu á bankanum mínum í Glitni. Þetta er toppurinn á græðgisvæðingunni. Ekkert hlustað á okkur kúnnana, en í staðin bara hugsað um útrásina. Græða pening, enika menika, græða meiri peninga. Alveg ógeðslega hallærislegt.
5 Comments:
Sæll Master,heyrðu,er ekki möguleiki á að þú breytir síðunni aðeins og gerir hana bjartari?þetta er toppsíða og gaman að lesa það sem þú ert að blogga,en einhvern veginn finnst mér að hún ætti að vera bjartari
Það þýðir ekkert að gefast upp á pávernum. Þú átt allt of mikið inni þar til að fara að hætta núna. Ef andann skortir annað slagið, leitaðu þá í félagsskap manna sem þú veist að munu fylla þig anda ;)
Já. það þýðir ekkert að hætta þótt Magister sé hættur hjá Steve!
Svo er ég sammála Korntoppnum um bjartari síðu því þá verðurðu eflaust líka bjartsýnni sjálfur!
Jú, ég þarf endilega að kíkja á þessi tæknimál, en þótt að ég sé íhaldsamur, þá vill maður allt fyrir sína lesendur gera. "FJÖLMIÐLARNIR" eru fyrir fólkið, en ekki öfugt. Kiki á þetta með litinn. En ég vil endilega að Steve komi heim með gull, svo maður hitti hressan Steve í stöðinni í vikunni. Annars verður maður að hætta, eða skipta um stöð. Svo má auðvitað líka taka pásu. Eins og Kasparov
sammála því að það mætti gera síðuna bjartari ... kannski verðuru bara svona svartsýnn af því að vera með öllum kleppurunum hahaha :)
Post a Comment
<< Home