Wednesday, February 15, 2006

Hvað getur maður sagt um araba?


Ekki eru allir arabar múslimar og ekki eru allir múslimar arabar. Best að byrja á þessum gamla frasa, því hvað getur maður sagt? Ég hef löngum tekið málstað múslima/araba í hvívetna og var m.a annars um hríð í félaginu Ísland-Palestína. Síðan hringir einn af forkólfum félagsins í mig og benti mér á að ég skuldaði tvö ár í félagsgjöld og spyr með þjósti hvort ég ætli ekki að ganga frá skuldinni, hann fer sem sagt bara að rífa kjaft og ég sagði mig úr félaginu á stundinni. Maður hefði reyndar frekar búist við að svona frjáls "líknarsamtök" reyndu að semja við sína "velunnara", en ekki að fæla þá úr félaginu. Ég var svo staddur á Bangkok flugvelli um daginn og var að horfa á CNN í nálægð nokkra frænda vora frá Danmörku, þegar myndir birtust frá Sýrlandi og Indónesíu, þar sem brjálaðir múslimar voru að brenna og vanvirða danska fánann. Verð að viðurkenna að það fór um mig hrollur, en "áhorfendur" í flugstöðinni voru að sjálfsögðu af öllum kynþáttum og trúarhópum. Flestir litu upp og fóru að horfa. Ég hafði reyndar oft horft upp á fánabrennur af þessu tagi, en aldrei séð þann danska brenna. Hvað á þetta rugl eignlega að þýða. Á ég til dæmis að fordæma alla Jemana og Saudi-araba af því að Ósama frændi fórnaði farþegaþotunum úm árið. Á ég ekki líka að hvetja alla Íslendinga til að hætta viðskiptum við hingað komna araba/múslima vegna þess að Sadam Hussein frændi átti að vera fjöldamorðingi. Sem sagt ef arabar/múslimar á Íslandi ætla að hvetja til undirróðurs gegn dönum á Íslandi, þá good bæ, þið skiljið hvað ég meina. Myndbirtingarnar í Jyllandsposten voru auðvitað mjög smekklausar og móðgandi og allir þeir sem hafa kynnt sér Íslam vita að ekki má gera myndir af spámanninum eða fjalla á ónærgætin hátt um hann. Aumingja Salman Rustdie verður hundeltur það sem hann á eftir ólifað, þó tæplega tuttugu ár eru síðan hann skrifaði söguna um Söngva Satans. Annars er þetta stórmerkilegt að enginn kvikmyndagerðarmaður hefur lagt í að gera raunsanna (eða dýrðlinga) mynd um um Múhamed spámann, sem er einn af merkilegustu persónum mannkynssögunnar. Þá yrði allt vitlaust í hinum Íslamska heimi og tæplega milljarður manna myndi gjörsamlega tryllast. Eflaust þá myndi þriðja heimstyrjöldin hefjast. Já, hvað getur maður sagt um.......

2 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Ertu að reyna reita einhverja vitleysinga til reiði Master?
----------------------------------
Maður hélt að þú værir að stefna að því að vera hress í hárri elli og tala um skák, páver og flengingar?

12:21 AM  
Blogger Gunz said...

Alveg rétt. Mig langar bara að lifa friði og spekt. Vill vera gamall og njóta lífsins sem lengst og rugga ekki bátnum að óþörfu. kannski fer ég til dæmis aldrei til latnesku ameríku. Langaði alltaf mikið í heimsreisu til suður ameríku. Og lönd múslima ætla ég bara að fljúga yfir í framtíðinni. Læt það bara nægja. Flaug yfir þessi lönd um daginn, eins og Tyrkland, Pakistan, Bangladesh. Læt mér bara nægja National Geographic á góðri á friðsællri strönd.

2:39 AM  

Post a Comment

<< Home