Wednesday, January 18, 2006

Salt í grautinn!

Ég tek aukavaktir til að eiga fyrir salti í grautinn. Fer þá á 33abc eða hvað þær heita þessar deldir. Oftast eru vaktirnar á nóttini og ef ég er heppinn fæ ég að vera á kvöldin líka. Get ekki lifað af einhverjum innherjaviðskiptum eða starfslokasamningum. Fengi í mesta lagi 1. mánuð borgaðan ef ég fengi að fjúka. Og ekki fæ ég að kaupa hlutabréf í LSP. Lennti í því í morgun að síminn fór að hringja eftir næturvakt. Þurfti að fara á námskeið kl. 2.00, þannig að ég svaf ekki neitt, eftir að síminn fór að gala um kl 10.00. Þetta er alveg ótrúlegt lið sem ég þekki, að hringja fyrir hádegi, þegar það veit á hvernig tímum ég vinn. Eins gott að ég gat sofið yfir man. Utd í kvöld. Annars væri ég orðinn geðveikur. Næst tek ég símann úr sambandi, eftir næturvakt. Gleymi því ekki, eftir þessa skelfilegu reynslu. Annars er hann helvíti góður minn gamli vinnufélagi Sigurjón Árnason núverandi bankastjóri í Landsbankanum. Hann hefur víst ekki keypt hlutabréf í eigin banka og hagnast um hundruðir milljóna eins og Bjarni Ármanns og Co. Hann hlýtur að vera eithvað bilaður, hann Grjóni úr því hann tekur ekki þátt í þessum leik. Þetta er í raun mjög dularfullt að í græðgisvæðingu nútímanns sé einn ungur bankastjóri, sem tekur ekki þátt í þessari "vitleysu". Þetta er of gott til að vera satt. Annars man ég vel eftir honum Grjóna í VERKÓ (Verkamannabústöðum) sumarið 1986. Þá vorum við "unglingarnir" alltaf fullir á föstudagseftirmiðdögum. Eftir hádegi var keyptur kripplingur og við lögðumst í sólbað og drukkum áfenga drykki. Þetta var fyrir daga bjórsins og Sigurjón var sá harðasti í drykkjunni. Og ekki nokkur maður vann handtak eftir hádegi, því allir iðnaðarmenn höfðu gufað upp. Þetta væri sko ekki liðið í einkafyrirtæki í dag. Í græðgisvæðingunni. Skál!

3 Comments:

Blogger Fjölnir said...

Fékkstu dvd-diskinn? Ég var tímabundinn og komst ekki á æfingu á fimmtudaginn, kíkti bara rétt aðeins við.

kv. Fjölnir

5:33 PM  
Blogger Gunz said...

Jú, er kominn í mikinn ANDA. Flott að sjá "latza" æfingarnar. Steve er nefnilega á móti þessum "víra" æfingum. Flottar æfingar. Núna er 200 kg í bekkpressu algert skamtímamarkmið. Stefnan er sett á 220 kg í apríl.

9:14 PM  
Blogger Fjölnir said...

Glæsilegt! Ég fylltist einmitt anda fyrst þegar ég horfði á æfingarnar. Alveg hellingur sem maður getur líka lært af þessu. Um að gera að nota öll tiltæk ráð til bætinga.

kv.

6:00 AM  

Post a Comment

<< Home