Tuesday, January 10, 2006

Dropinn sem fyllti mælinn

DV fór endanlega yfir strikið í morgun þegar þeir birtu ósannaðar ásakanir á hendur fyrrverandi kennara fyrir vestan. Mannlegur harmleikur er auðvitað ekkert nýtt í blaðamennsku á Íslandi, eins og þegar menn eru beinlínis teknir af lífi í fjölmiðlum, án þess að nein "sönnun" liggi fyrir, heldur bara einhverjar ásakanir. En ég minnist þess ekki að menn hafi þurft að taka eigið líf, eftir að hafa lent í umfjöllun pressunar, sama dag. Hvaða maður hefur ekki lent í því að vera ásakaður um eitthvað svakalegt. Við getum öll horft í okkar eigin barm, því þeir einu sem geta dæmt okkur eru auðvitað guð og dómstólar. En ekki dómstóll götunnar. Því miður treysti ég mér ekki til að segja upp reynsluáskrift af DV í dag, því það hefur alveg örugglega verið á tali hjá áskirftadeildinni. Blaðið verður að breytast eða hætta ella. Hinn 8. september 1975 kom Dagblaðið fyrst út, en það var á 10 ára afmælisdag minn, en seinna sameinaðist Dagblaðið gamla Vísi og DV varð til. DV hefur sveiflast frá hægri til vinstri, upp og niður, en alltaf lifað af. Mér hefur alltaf þótt pínulítið vænt um þennan fjölmiðil, en nú er komið að leiðarlokum.

3 Comments:

Anonymous Anonymous said...

JÁ,kominn tími á þennan DV snepil og ritstjóraræflana þyrfti að draga til ábyrgðar..

10:15 AM  
Blogger Gunz said...

Sem dæmi get ég nefnt umræðurnar um körfuboltamann sem var ásakaður um eithvað "ósæmilegt" af tveim stúlkum sem síðar drógu allt til baka, en DV hafði auðvitað þegar valdið skaða. Þs núverandi útgáfa af DV. Sjá athyglisverðar umræður á press.is.

8:30 PM  
Anonymous Anonymous said...

Mér sýnist að fólk sýni almennt samstöðu með að kaupa ekki lengur þennan DV bleðil..
Sölurekkarnir fullir af óseldum blöðum í lok dags í kjörbúðum..

8:03 AM  

Post a Comment

<< Home