Noel
Auðvitað höldum við Jól. Þau eru hluti af okkar íslensku menningu, þau eru hluta af vestrænni menningu og alheimsmenningu. Þau eru ekki einu sinni kristinn. Sennilega eru þau bara forn heiðin hátíð eins og m.a Ásatrúarfólk og Vottar Jehovar halda fram. En reyndar eru flestir jákvæðir á jólin. Nema þá helst Vottarnir, en þeir geta þá bara farið upp í bústaðinn sinn með grenjandi krakkana sína sem skilja örugglega ekkert í grimmd foreldranna að hleypa þeim ekki í geðveikina. Mér fannst td flott hjá Palestínu Íslendingnum Tamini að fagna jólunum, því þau væru, jú hluti af íslenskri menningu. Jesú er líka einn af spámönnum íslamstrúar og í lagi að minnast hanns eins og annara spámanna. Þetta er ábyggilega almenn afstaða flestra múslima og fólks sem tilheyra öðrum "trúarbrögðum". Mér sýnist til dæmis Thailendingarnir vera bara nokkuð ánægðir með þetta tilstand. Og ekki er ég sjálfur í neinum kristnum söfnuði. Samt eiga jólin að vera skilda, því þau hafa fylgt okkur frá landnámi. Hátíð ljóss og friðar. Og við minnumst trésmíðsins frá Nazareth í Galileu, sem stundaði alveg magnaða heimspeki og stjórnamálastúss. Bara setningin: "Sá yðar sem syndlaus er kasti fyrsta steininum." er alveg mögnuð Ég greip bara svona eina línu úr guðspjöllunum af handahófi. Hún ætti að vera næg ástæða fyrir því að við minnumst þessa manns. Þótt ekki standi það í bíblíunni að við eigum að fagna fæðingarhátíð hans, enda veit enginn hvænær hann var í raun fæddur.
0 Comments:
Post a Comment
<< Home