Tuesday, December 20, 2005

Vin

Sem fulltrúi minnar geðdeildar kíkti ég á jólaskákmót Vinjar, en í Vin á Hverfisgötu er rekið stórmerkilegt athvarf fyrir fólk með geðræn vandamál. Skákmótið hófst kl. 13.00 í gær (mánudag) og ég lét mér ekki muna um að mæta, þótt ég hefði verið á næturvakt nóttina áður. Sérlegur gestur mótsins var einmitt íslenski stórmeistarinn Henrik Danielsen. Ég þakkaði mínum sæla fyrir að hann hafði ekki séð Baunapistilinn minn í gær, enda varla læs á íslenska tungu ennþá, en hann er farinn að tala þó nokkra íslensku. Ég tapaði fyrir fidemeistaranum Róbert Harðarsyni, en gerði svo jafntefli við Henrik og endaði í þriðja sæti, eftir þeim Henrik og Robba. Enginn íslenskur stórmeistari vinnur eins vel fyrir skákina og Hendrik. Nánari úrslit á mótinu má nálgast á vef Rauða Krossins. Hvað hefði gerst í íslensku skáklífi ef Friðrik Ólafsson hefði ferðast um landið og kennt skák eins og Hróksmenn og Henrik hafa gert. Það hefði örugglega gert margt gott. Friðrik Ólafsson gerði lítið sem ekkert fyrir skákina á sínum tíma og aðstoðaði fjórmenningaklíkuna ekki neitt þegar þeir voru að stíga sín fyrstu spor í skákinni. Þetta var altalað á sínum tíma. Get bara vitnað í Óla Hraunberg, sem gerði alveg frábæra hluti á sínum tíma. Reyndar var hann mjög umdeildur alveg eins og kollegi hans Hrafn Gunnlaugsson skákjöfur. Þeir hafa unnið alveg ómetanlegt starf í unglingaþjálfun. Ólafur Hraunberg á m.a mikið í stórmeisturum okkar alveg eins og Hrafn á eftir að eiga í meisturum framtíðarinnar. En Friðrik má þó eiga það að með árangri sínum gerði hann skákinni á Íslandi mikið gagn. En hann gaf ekkert af sér nema snilldina.

HVÍTUR LEIKUR OG NÆR JAFNTEFLI

6 Comments:

Blogger Gunz said...

úpps, ég er sennilega að fá ritsíflu úr því ég er farinn að hníta í Friðrik Ólfsson af öllum mönnum!

11:44 AM  
Anonymous Anonymous said...

Hann heitir ekki Hrafn Gunnlaugsson er það? Ertu ekki að meina Hrafn Jökulsson?

12:09 AM  
Anonymous Anonymous said...

Þetta var góð frammistaða hjá þér Master að gera jafntefli við hinn fyrrum danska Grandmaster..hann endar kannski sem vinur þinn fyrst hann er orðinn íslenskur!
Friðrik gaf af sér snilldina og það telst nú þó nokkuð mikið.. Og mun meira en fjórmenningaklíkan sem þú minnist á sem gerði nú ekki mikið fyrir almúgann nema Helgi ólafsson sem hefur unnið frábært starf fyrir skákina...
----------------------
Magister

12:19 AM  
Blogger Gunz said...

Nei, ég meinti Hrafn Gunnlaugsson. Sá hann í Kolaportinu um daginn og var hann þá nýkominn frá Kúbu, með kornungri barnsmóur sinni. Annars er ég alltaf að rugla þeim saman (Krummunum) enda báðir snillingar í sínu fagi. Hasta la victoria siempre!

2:12 AM  
Anonymous Anonymous said...

Sýnist að þrautin sé draumapatt í anda Mastersins:
-----------------
Lausn A
------------
1.Rh6+ Kxh6
2.Hg8 Hxg8 patt
-----------------
Lausn B
--------
1.Rh6+ Kh8
2.Rf7+ mát fyrst hann passaði sig ekki
------------
Lausn C
-----------
1.Rh6+ Kf8
2.Hg8+ og vinnur hrókinn á a8 fyrst hann vildi ekki jafntefli..
------------
Kveðja. Magister

8:48 AM  
Blogger Gunz said...

Virðist vera hárrétt hjá Magister. Flott pattþraut

10:38 AM  

Post a Comment

<< Home