Sunday, December 04, 2005

Enski boltinn

Ég fór á Ölver i gær til að horfa á nokkra leiki, en mikið anskoti er ég farinn að þola reykinn illa. Ég sem gat fiktað við þetta og taldi mig vera einhvern "ánægjusmóker" og skildi ekkert í fólki sem væri háð þessu í alvöru. Ég reykti bara í góðra vina hópi eða að sérstökutelefni. Núna hins vegar er farinn að þola reykinn mjög illa. Verð pirraður ef mökkurinn verður of yfirgnæfandi. Svo leiðir þetta til getuleysis og lungnasjúkdóma, jafnvel þótt lítið sé reykt. Fékk sennilega mesta sjokkið í verknáminu í vetur, en hafði þó séð skelfilegar afleiðingar reykinga í starfinu. Verð sennilega að hætta að heimsækja þessa fótboltabari eins og Ölver og Glaumbar, en þess í stað að kaupa aðgang að enska boltanum heima. Það væri synd, því maður á orðið svo marga kunningja á þessum fótboltabullustöðum. Menn eins og Olli og Henni eru ómissandi á helgareftirmiðdögum. Eitt að lokum með enska boltann. Menn hér heima hafa kallað ensku aðra deildina ýmist 3. deild eða fjórðu deild. Englendingar sjálfir kalla efstu deild Premiership (1.deild eins og var kölluð í denn). Deild TVÖ heitir Championship (sem við köllum sumir 2. deild, eða 1. deild, en er í raun hvorugt). Deild ÞRJÚ heitir 1. deild (gamla 3. deildin) og deild FJÖGUR heitir 2. deild (gamla 4. deildin, eða 3. deild eins og hún er oft ranglega nefnd á Íslandi, en þetta er deildin hans Gauja Þórðar), að lokum er það utandeildin (Nationwide Conference). Svo eru líka deildar fyrir neðan Conference og við höfum séð sum af þeim liðum í enska bikarnum. Það er ekkert ómerkilegt við það að vera hálfimmtugur, 150 kg í Arsenalbol, með bjór í annari og síkarettu í hinni og garga áfram Arsenal af öllum líf og sálar kröftum. Menn geta allveg fundið hamingjuna á fótboltabörunum. Ég gleymi því aldrei þegar ég sá nokkra Arsenalmenn fagna bikarsigri fyrir nokkrum árum á Ölver. Þeir sungu og grétu af gleði og ég horfði fyrst í forundran á þá, en tók svo eftir þessri barnslegu gleði. Ekki er hægt að lýsa þeirri tilfinningu, þegar liðið manns vinnur einhvern titil, því hún er ómetanleg og ómælanleg eins og hamingja á að vera. Og aftur að síkarettunum, því ég held að ég hafi einungis sprungið tvisvar sinnum á tóbaksbindindinu síðan í lok september. 2-3 síkarettur í mesta lagi. Enda held ég að ég sé miklu betri til heilsunar og nýjir tímar eru framundan.

2 Comments:

Blogger Gunz said...

Heyrði þennan í vikunni, reynda áður enn Sleðinn skoraði mörkin!':
Hvað er líkt með Peter Crouch hjá Liverpool og risaskipinu Titanic
svar: Þau hefðu aldrei att að yfirgefa Southampton...

4:12 PM  
Blogger Gunz said...

Fréttablaðiði 5 des: (fyrirsögn) Upprisa sem er engu lík. Fyrir sjö árum féll Doncaster Rovers úr enskri deildakeppni. Í dag hefur liðið sett markmiðið á sæti í 1. deildinni og framundan er draumaleikur gegn Arsenal..........JÁ EN ÞEIR ERU í 1. DEILD (GFR). Þeir unnu reyndar Aston Villa glæsilega í bikarnum um daginn

3:23 AM  

Post a Comment

<< Home