Saturday, November 26, 2005

Íslandsmótið í réttstöðu

Við Stevegymm menn riðum ekki feitum hesti frá Íslandsmótinu í réttstöðu á Selfossi í dag. Enginn af okkur átti góðan dag, nema María Guðsteinsdóttir, sem fór yfir 200 kg múrinn. Sigurjón Miðnæturdeddari létti sig óviljandi niður í 110 kg flokkinn og keppti þar með við okkur Bjarka Ólafss. Í stuttu máli náði ég að sigra þessa ágætu æfingafélaga mína, en hafði samt ekki 265 kg í lokalyftunni. Tveir ungir menn skutu okkur gömlu körlunum aftur fyrir sig. Sævar Sigmarsson sigraði glæsilega með 290 kg og átti hann góða tilraun við 300 kg, Þarna er mikið efni á ferðinni. Svavar Sigursteinsson held ég að hann heiti, sem skaust upp annað sæti með glæsilegri lokalyftu, en hann sagðist eiga best fyrir 220 kg. Það þykir ekki góð latína að afsaka eigin árangur, en ég hefði allveg mátt æfa eins og tvo mánuði fyrir þetta mót og taka meira en 140 kg í hnébegju!? Magsiter-Cat varð líka fyrir áfalli, þegar hann sat eftir með 270 kg, en varð þó Íslandsmeistari. Nánari úrslit koma væntanlega á Stevegym fljótlega, en flottasta uppákoman var tilraun Stefáns Sölva við 400 kg, eftir að hafa tekið 355 kg í flottri lyftu. Eins og sést á myndinni vatnar hann vel undir ofurþyngdina.
Fleirri myndir af mótinu má skoða hjá Jóhannesi.


1 Comments:

Blogger Gunz said...

Steve var að samþykja mót á gamlársdag fyrir okkur "loserana" þar sem við ætlum að gera betur. Keppt verður í bekk og réttstöðu. Hefð er fyrir þessu móti. Gestakeppendur velkomnir

2:14 PM  

Post a Comment

<< Home