Wednesday, November 23, 2005

Víkingaskák

Meistaramót Íslands í Víkingaskák fór fram mánudaginn 21. nóvember. Til leiks mættu allir bestu taflmenn í afbrigðinu. Mótið var haldið að heimili Magnúsar Ólafssonar höfundar leiksins, sem síðan gaf keppendum vegleg verðlaun. Forláta heimasmiðaða víkinga. Þau óvæntu úrslit urða að Sveinn Ingi Sveinsson meistari síðustu ára tapaði titlinum til Mastersins, eftir alveg skelfilegan afleik í fyrstu umferð. Einn lúmskur peðsleikur og víkingurinn minn setti á drottningu Sveins. Eftir það átti Sveinn ekki séns. Þetta er í fyrsta skipti sem ég tek titilinn, en hef þurft að verma annað sætið frá upphafi, annaðhvort tapað á hlutgesti eða í lokaeinvígi. Reyndar hafa Vestfirðingar haldið sitt mót og örugglega gert það með miklum glæsileika, en ég held að enginn standi okkur Sveini snúnings í þessu afbrigði af "skák".
Lokastaðan varð þessi:
1. Gunnar Fr. Rúnarsson 4 vinn
2. Sveinn Ingi 3 vinn
3. Sigurður Narfi 2. vinn
4. Halldór Ólafsson 1. vinn
5. Ólafur Guðmundsson 0 vinn

0 Comments:

Post a Comment

<< Home