Sunday, November 13, 2005

Frakkland logaði

Ég fékk reyndar allveg nóg af Frökkum í æfmælisferðinni í september. Þeir nenntu ekki að selja mér lestarmiða útá flugvöll, en í staðin þurfti maður að kaupa hann í einhverri maskínu. Einn góðhjartaður Frakki af afrískum uppruna reddaði okkur þó miða, en sem reyndar var bara metrómiði. Svipað og ég myndi veifa strætómiða í Keflavíkurrútunni. Í Monematrehverfinu þar sem Hótelið var bjuggu nær eingöngu litaðir Frakkar af afrískum og N-afrískum, þannig að maður hélt að maður væri staddur í Addis Ababa í Eþjópíu, en ekki í miðbæ Parísar, en óeirðirnar voru víst í meiri úthverfum. Svona Infata Evrópu. Þúsundir lögreglumanna voru víst á vaktinni í París í nótt þannig að lítið var um skrílslæti í bili. Annars verð ég að velta fyrir mér öðrum sprengjum, nefnilega sprengitöflum fyrir hjartasjúklinga. Ég verð nefnilega að skila verkefni í lyfjafræði á þriðjudaginn. Alltaf er maður á síðustu stundu með allt.

1 Comments:

Blogger Gunz said...

Systir mín Rut, dvelur núna í suður-Frakklandi fjarri allri skálmöld, ennþá. Það er styttra fyrir hana að skreppa til Barcelona, en að fara til Parísar, enda er Barcelona mun skemmtilegri en París. Hún bloggar frá Frakklandi:
http://www.folk.is/ananas/

8:49 PM  

Post a Comment

<< Home