Friday, November 25, 2005

Henderson

Það var hálf tómlegt að koma í Sundhöllina í dag. Vinur minn Haukur Henderson starfsmaður er fallinn frá, en hann hafði orðið brádkvaddur í síðustu viku. Haukur var með skemmtilegustu mönnum og alltaf til í að spjalla. Hann hafði því miður ekki hugsað vel um heilsuna og hafði í mörg ár einungis drukkið kaffi og reykt sína vindla á löngum vöktum, þrátt fyrir vinsamlegar ábendingar starfsfélaga. Haukur var góður félagi þeirra Harveys Georgsonar skákmanns og Gunnars lögræðings með öll prófin. Haukur bjó í nokkur ár við Grettisgötu með kettina sína, en hafði fyrir nokkrum vikum flutt í sína eign íbúð á Kleppsvegi. Haukur var í stjórn Taflfélags Reykjavíkur hér áður fyrr, en var líka gjaldkeri hjá kattarvinum. Kötturinn hans Keli hafði nýlega fallið frá, en hann átti líka kettina Ra og Osiris. Haukur hafði búið í Svíþjóð í áratug og var mikill tungumálamaður, en hafði líka mikinn áhuga á tölvum og hafði nýlega endurnýjað tölvukost sinn. Hann var þó sérsinna í tölvumálum, vildi ekki breyta um stýrikerfi og nettengingu. Hann hélt fast í Windows 98 stýrikerfið og var í sambandi við fólk um allan heim um endurútgáfur, enda fékk tölvan hans aldrei vírusa. Einnig hélt hann fast í IDSN tenginguna og vildi ekki fá sér ADSL. Haukur hvatti mig áfram í heimasíðu og bloggskrifum og var óspar á ráðleggingar í tölvumálum. Annars er það skrítið með þetta líf. Í blaðinu í dag eru kemur fram að tveir fyrrum skjólstæðingar mínir á Landakoti eru fallnir og fleirri í vetur. Þó er þetta engin líknardeild. Ein ung kona frá Chile sem stundum kom í Gymmið ásamt eiginmanni sínum féll frá fyrir nokkrum dögum, frá eiginmanni og kornungum börnum. VIð lestur minningargreina kom í ljós að hún hafði dáið í svefni, en hún hafði verið með slæma flogaveiki, sem hún bar ekki utan á sér. Maður hlýtur að spyrja sig á hverjum degi, af hverju vegir guðs séu órannsakanlegir. Ég sat hjá konu í vikunni, sem er á allra síðustu metrunum. Hún hafði samt meiri áhyggjur af velferð minni og spurði mig hvort ég væri ekki örugglega búinn að borða, en síðan brosti hún svo fallega að ég mun seint gleyma. Svona er lífið hart. Við söfnumst til feðra okkar, en nýtt líf kviknar og náttúran sér um að viðhalda mannkyninu. Allt er þetta víst í höndunum á almættinu.

5 Comments:

Blogger Gunz said...

Og nú var George Best að falla frá. Dó víst áðan, samkvæmt Sky, sem ég er nú að horfa á. Kom svosem ekki á óvart, enda hafði Best farið mjög illa með sig. Ég man meira að segja eftir Best, þegar hann var að spila 1975-77. Algjört goð, einn best knattspyrnumaður Bretlandseyja og heimsins. Hefði örugglega orðið ennþá betri hefði hann látið bakkus eiga sig. Ævisaga hans sem ég las í vetur var mögnuð. Hann viðrukennir breyskleika sína og dregur ekkert undan. Mæli með henni

5:45 AM  
Anonymous Anonymous said...

Sé að Masterinn er góður í minnast katta eins og þessa Kela ofl. Skrifar örugglega vel um Magister Cat síðar. Ég minnist gamallar blaðagreinar um annan kött sem hét Keli og féll niður 8 hæðir í Hátúni og lifði af...Magister Cat féll bara 3 hæðir(Úr Sænska frystihúsinu) og lifði af..
Svona er tilveran dularfull..
Kveðja! Sir Cat

11:01 AM  
Anonymous Anonymous said...

Hvernig var sú saga? Man ekki eftir að hafa heyrt hana. Þs þegar Magiser flaug 3. hæðir..
kveðja Gunz

1:20 PM  
Anonymous Anonymous said...

14 ára Köttur var að klifra upp rennu á frystihúsinu og var kominn upp undir þakskegg þegar rennan brotnaði og Magister hrapaði niður á steypta gangstétt..náði að snúa sér í fallinu og lenda á löppunum eins og katta er siður..brákaðist bara á öðrum fæti enda bara 40 kg að skjóðuþyngd þá..
má raunar segja að þetta hafi verið 4 svona venjulegar hæðir..þeir sem sáu þetta héldu að ég hefði brotnað í spað..
En ég slapp þannig.
Sir Cat

3:19 PM  
Anonymous Anonymous said...

Sökte efter Haukur och hittade denna sidan. Vi brukade brevväxla och byta kattkunskap med varandra. Men även lite vardag och roliga historier. Jag undrade varför jag inget hört på så länge, trodde Haukur hade fullt upp med sin nya lägenhet och katter och arbete eller problem med sin dator. Jag kommer att sakna dig.

12:30 PM  

Post a Comment

<< Home