Friday, December 09, 2005

John

Ég man nákvæmlega hvar ég var staddur, þegar ég fékk fréttina af morðinu á John Lennon. Það var nákvæmlega þennan dag fyrir heilum 25. árum (en ekki í gær). Ég var nývaknaður og lá í baðkarinu heima á Háaleitisbraut. Klukkan var eitthvað á bilinu 9-10 um morgunin. Ég hafði sett útvarpið uppá þvottavélina, til að hlusta á morgunútvarpið. Þá var engin Rás 2, engin Bylgja, bara gamla góða Gufan. Jón Múli Árnason stjórnaði morgunþættinum og ég gleymi því ekki þegar hann tilkynnti með sinni djúpu rödd um skotárásina, sem fram fór deginum áður. Síðan spilaði hann eitt af lögum Lennons af nýjustu plötu hans Dobble Fantasy. Ég rauk útí búð og keypti plötuna, sem ég síðan spilaði í tætlur eins og öll heimsbyggðin.
Ég man nákvæmlega hvar ég var þegar ég fékk fréttina af fráfalli John Paul (Jóns Páls). Ég var staddur í herbeginu mínu heima á Háaleitisbraut, þegar Steve færði mér fréttina í gegnum síma. Jón Páll Sigmarsson var og er mikið goð í mínum huga.
Ég man nákvæmlega hvar ég var þegar ég fékk fréttirnar um árásirnar á World Trade. Narfi hringdi í mig og sagði mér þessar ótrúlegu fréttir. Held að klukkan hafi verið milli 12-13. Hann sagði að annar turninn væri hruninn, en hinn stæði á brauðfótum. Ég kveikti á RÚV og Stöð 2, sem voru að endurvarpa SKY og CNN. Síðan sá ég seinni turninn hrynja til grunna. Við Narfi vorum að spóka okkur á 110 hæð á öðrum turninum aðeins ári á undan.
Svona greipast áföll inní langtímaminnið. Einhver boðefnasprenging í heilanum, sem brennir slæmar fréttir ínní langtímaminnið. Hver man ekki hvar hann var þegar hann fær fréttir af veikindum eða dauða ættingja, en dagarnir og mánuðurnir þar á undan falla í gleymskunnar dá.

1 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Settu það í langtíma minnið að bæta þig í pávernum...

Kveðja! Sir Magister

1:26 PM  

Post a Comment

<< Home